Ensk skrítnubílaleiga hressir bætir og kætir

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Mark nokkur Perkins, hefur lengi verið bíladellukarl, já alveg síðan hann man eftir sér. Árið 1988 eignaðist hann fyrsta (athugið: fyrsta!) Batmobil-inn sinn sem hann keypti í Ameríkunni stóru og flutti til Englands. Síðan þá hafa bæst nokkrir bílar í safnið, ekki bara Batmobil-ar heldur alls konar spes ökutæki.

Myndir/Instagram/_charactercars

Í dag rekur hann það sem kalla mætti „skrítnubílaleigu“ því það er fyndið. Bílarnir, sem tilheyra bílaleigunni Character Cars, hafa flakkað víða; verið sýndir á sýningum í Evrópu og Asíu svo dæmi sé tekið.

Vinsælast er þó að leigja bílana, enda er þetta bílaleiga, fyrir útskriftarveislur, afmæli (tjah, kannski ekki smábarna en hvað veit maður) og brúðkaup. Í sumum tilvikum, þegar mjög sérstakir bílar eru leigðir í brúðkaup grunar mann að brúðurin hafi ekki verið höfð með í ráðum en það er vonandi ekki rétt. En það gæti verið flókið að klöngrast upp í suma bílana í einhverju kjólgopa… 

Myndirnar eru allar af Instagram-síðu Character Cars sem og þar er mun fleira að sjá, hafi menn áhuga. 

Byrjum á því nýjasta en það er frá því í desember sl. Uber-eats (heimsendingarþjónusta Uber) fékk DB5, Bond-bílinn fína, og Batmobile að láni til að sprella í viðskiptavinum. Forsíðumyndin er önnur tveggja úr Uber-Eats verkefninu. Hér er hin:

Ekki amalegt að fá KFC sent heim í Batmobile!
Lightning McQueen eða Leiftur McQueen getur ekki hætt að brosa.
Þá sjaldan sem farið er á bensínstöð er best að öll fyrirbærin fari saman og fái bensín. 
Brúðguminn var örugglega kátur og vonandi brúðurin líka…

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar