Enn seinkar komu Greanadier-jeppans
- Ineos seinkar byrjun á framleiðslu á Grenadier jeppans
- Frumsýningu verður seinkað til til júlí 2022
LONDON – Framleiðsla fyrsta bíls Ineos, Grenadier jeppans, verður seinkað til júlí 2022 til að tryggja að ströngum prófunarmarkmiðum sé náð eftir tafir á síðasta ári, sagði fyrirtækið á miðvikudag.
Milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe tilkynnti í desember að fyrritækið myndi framleiða jeppann í Hambach í Frakklandi og byrja seint á árinu 2021 eftir samning um að taka yfir verksmiðju sem áður var í eigu Daimler og láta af áformum um byggingu verksmiðju í Wales.

Á miðvikudaginn sagði Ineos að meira en 130 frumgerðir af öðrum fasa yrðu prófaðar við erfiðar aðstæður um allan heim.
Talið er að Grenadier sé hugsanlegur keppinautur Land Rover Defender.
„Við höfum aðeins eitt tækifæri til að fá þetta rétt og gæði og árangursmarkmið okkar fyrir Grenadier eru áfram í fyrirrúmi,“ sagði Dirk Heilmann, forstjóri Ineos Automotive. “Við munum ekki reyna að sleppa fyrir horn“.
(Reuters)
Umræður um þessa grein