Föstudagur, 10. október, 2025 @ 18:37
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Engir páskar án jeppa-safari

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
13/04/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
270 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Engir páskar án jeppa-safari

  • Á hverjum páskum koma jeppaáhugamenn í Bandaríkjunum saman í óbyggðum til að sinna sameiginlegu áhugamáli sínu. Bílaframleiðandinn Jeep og aukabúnaðarframleiðandinn Mopar nota tækifærið til að athuga áhugann á nýjum hugmyndum.

Núna eru að koma páskar og þá fara sumir í ferðalög. Vestur í Bandaríkjunum eru menn á sömu nótum og Terje Ringen hjá BilNorge skrifar eftirfarandi á vefsíðuna þeirra:

Á hverju ári verja áköfustu jeppaáhugamenn páskunum í Móab-eyðimörkinni í Utah.

Jeep og aukabúnaðarframleiðandinn Mopar nota tækifærið til að sýna nýjar freistingar á tækjasviðinu og skoða áhugann á nýjum hugmyndum.

Í ár kemur Jeep með sjö hugmyndabíla byggða á Wrangler, Gladiator og Grand Cherokee.

Við hittum Jeep Wrangler Magneto fyrst á síðasta ári sem er fyrsti rafmagns-Wranglerinn. Útgáfan í ár hefur umtalsvert meiri kraft og býður upp á heil 625 hö og tog upp á 1152 Nm frá 70 kWt rafhlöðupakka.
Rafbíllinn er enn búinn einhverju jafn óvenjulegu og 6 gíra beinskiptingu og afköstin eru ægileg, eins og 0-60 mph (96 km/klst.) á tveimur sekúndum – nýtt met fyrir Wrangler sem hefur verið afhentur í mörgum kraftmiklum útgáfum að undanförnu.
Eins og þú sérð af xe-viðbótinni er Jeep Grand Cherokee Trailhawk 4xe Concept endurhlaðanlegur tvinnbíll. Jeep hefur gefið upp lítið af upplýsingum og tæknilegum atriðum nema að bensínvélin er 2,0 lítra og rafdrægni er 40 kílómetrar.
Hann er búinn 20 tommu felgum og 33 tommu torfærudekkjum og er að öðru leyti frábrugðinn venjulegum Grand Cherokee hvað varðar litinn á lakkinu, svart þak og sérsaumaða innréttingu.
Jeep ’41 Concept er greinilega innblásinn af upprunalega Jeep Willys frá 1941. Liturinn er ekki langt frá hergrænum og passar vel við drapplitaða blæjuna.
Felgurnar eru 17 tommu með 35 tommu torfærudekkjum, bíllinn er búinn hálfhurðum, lyftibúnaði og spili.
Jeep Rubicon 20th Anniversary Concept markar að það eru 20 ár frá fyrsta Rubicon og er hann málaður í lit sem þeir kalla Granite Crystal í bland við rauða innréttingu. Undir húddinu situr 6,4 lítra V8.
37 tommu torfærudekk á 17 tommu Mopar felgum munu tryggja torfærueiginleikana ásamt lyftibúnaði og hlífum undir bílnum.
Jeep Bob Concept er klipptur Gladiator án hurða og með lítilli skúffu. Hugtakið kemur frá hugtakinu „bobbing“ sem þýðir að draga úr yfirhangi til að veita betri eiginleika í torfærum.
Stuðararnir eru einnig klipptir til að koma fyrir 20 tommu felgum með öflugum 40 tommu torfærudekkjum.

Annað sem má nefna er appelsínugul blæjan, málmgrind utan um skúffuna og auka LED ljós að framan. Bíllinn er búinn 3,0 lítra V6 dísilvél.

Jeep Performance Parts D-Coder Concept er einnig byggður á Gladiator og málaður í Maraschino Red lit með svörtum áherslum og fjölda íhluta úr Mopar vörulistanum.
Mopar íhlutirnir innihalda sérstaka stuðara, snorkel, spil, LED ljós, rörahurðir og Thule hleðslugrind.
Jeep Performance Parts Birdcage Concept er einnig sýningarskápur fyrir íhluti sem hægt er að panta úr vörulistanum. Bíllinn er byggður á Wrangler 4Xe og minnir á fuglahreiður þar sembúið er að taka af honum þak og glugga og kemur farþegum þannig í gott samband við umhverfið.
Auk þessara sjö páskahugmyndabíla sýnir Jeep einnig þrjá hugmyndabíla frá Sema sýningunni árið 2021 – Wrangler 4xe SEMA Concept, 7 sæta Wrangler Overlook Concept og Kaiser Jeep M725.
Kaiser Jeep M725.

?

(grein á vef BilNorge – myndir frá Jeep)

Fyrri grein

Nýtt útspil Tesla: Stærri rafhlöður, lægri kostnaður

Næsta grein

Ótrúlegt atvik í fremur rólegri umferð

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Ótrúlegt atvik í fremur rólegri umferð

Ótrúlegt atvik í fremur rólegri umferð

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.