Embla Villimey er 23 ára og að læra bílamálun

323
DEILINGAR
2.9k
SMELLIR

Fullt nafn: Embla Villimey Kristmannsdóttir

Hvaðan ertu: Reykjavík.

Hvað ertu gömul: 23 ára.

Hvað ertu að læra og hvert bauðst þér að fara: Ég er að læra bílamálun og bifreiðasmíði. Ég var valin ásamt annarri stelpu með mér í tíma að fara í bílamálunarskóla í Danmörku sem heitir College 360 í 5 vikur fyrir meiri reynslu.

Hvernig bíl áttu og hvaða árgerð: 1993 Chevrolet Corvette 5,7 L V8.

Hvenær keyptir þú hann: Ég keypti hann í maí síðastliðin sem minn fyrsta bíl.

Ég fékk mótorhjólapróf 19 ára gömul og keypti mitt fyrsta hjól 20 ára. Þá keypti ég Honda Shadow 750 cc Black Spirit. Síðan bætti ég við öðru hjóli þegar ég var 22 árs sem er Yamaha r6

1993 Chevrolet Corvette 5,7 L V8 og mótorhjól Yamaha r6 í eigu Emblu og bíll kærastans, 2007 Dodge Charger.

Hvenær fekkstu byssuleyfi: Ég fékk byssuleyfið í byrjun Desember 2024.

Hvaða byssur átt þú: Ég á þrjár byssur, 22 caliber savage riffil, 22 caliber pallas riffil og Marocchi golden snipe 3.

Hvers vegna ertu með byssuleyfi: Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á byssum og sérstaklega útlitinu á þeim en í nóvember 2022 fór ég í heimsókn til vinkonu minnar í Bandaríkjunum og fékk ég að fara með kærastanum hennar á skotsvæði að prófa að skjóta úr allskonar byssum sem hann á og eftir það fékk ég enn meiri löngun í að fá mér byssuleyfi og eignast mínar eigin byssur og æfa skotfimi.

Hver er framtíðarsýn þín: Framtíðarsýnin mín er mjög fjölbreytt. Meðal annars að vinna sem bílamálari og bifreiðasmiður og mögulega eiga mitt eigið verkstæði einn daginn eða vinna sem stálsmiður (eftir bílamálun og bifreiðasmíði er planið að fara í stálsmíði) og mála bíla og mótorhjól sem aukavinnu. Síðan langar mig að skara framúr í skotfimi og mögulega fara á fjölmörg mót í framtíðinni.

Áttu mann/kærasta: Ég á kærasta sem ég kynntist í Borgarholtsskóla þar sem hann er að læra bifvélavirkjun. Hann heitir Ólafur Kolbeinn Þórarinsson.

2007 Dodge Charger – eigandi: Ólafur Kolbeinn Þórarinsson

Fullt nafn: Ólafur Kolbeinn Þórarinsson

Hvaðan ertu: Reykjavík.

Hvað ertu gamall: 20 ára gamall.

Hvað ertu að læra: Ég er að læra bifvélavirkjan.

Hvernig bíl áttu og hvaða árgerð: 2007 árgerð af Dodge Charger.

Hvenær keyptir þú hann: Ég keypti hann í ágúst 2023.

Hver er framtíðarsýn þín: Verða eins góður bifvélavirki og ég get orðið, mögulega opnað mitt eigið bifvélaverkstæði einn daginn, kaupa ónýta bíla og gera þá upp sjálfur og ferðast um heiminn og skoðað allskonar tegundir af bílum.

Viðtal: Gísli Birgir Gíslason.

Svipaðar greinar