Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 23:34
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

ELGUR!!!

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
07/10/2021
Flokkar: Tækni
Lestími: 3 mín.
283 2
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

ELGUR!!!

Elgsprófið hefur enn og aftur verið í umræðunni að undanförnu. Ræðum aðeins um það.

Hvað er elgsprófið og til hvers er það?

Prófið er gert til þess að finna út hvort bíll höndlar það að sveigja framhjá óvæntri fyrirstöðu á veginum. Fyrirstaðan getur verið dýr, manneskja eða bíll sem bakkar fyrirvaralaust í veg fyrir aðvífandi bíl.

Hvað þarf til að standast prófið?

Að geta sveigt yfir á öfugan vegarhelming með bíl fullan af farþegum og fullhlaðinn og aftur inn á réttan vegarhelming á 70 km/klst hraða á þurru malbiki án þess að hemla og án þess að bíllinn velti eða renni til og fari jafnvel útaf veginum.

Bíllinn þarf sem sagt að láta fullkomlega að stjórn.

Þegar bíll hefur staðist prófið er hann þó prófaður áfram endurtekið við hækkandi hraða þangað til hann hættir að láta að stjórn. Þá er fær hann einkunn í samræmi við frammistöðuna.

Þurfa allir bílar að standast prófið?

Ekki endilega. T.d. er lítill tilgangur í því að reyna að sveigja flutninga- eða vörubíl framhjá fyrirstöðu á þessum hraða, það endar líklega í enn verra slysi. En flestir venjulegir fólksbílar ættu að standast það, það virðist eðlileg krafa.

Ástæður fyrir því að bílar „falla“ á prófinu.

Þyngdarpunkturinn liggur of hátt, fjöðrunin er of svög að framan eða aftan eða bæði. Sumir bílar voru upphaflega hannaðir fyrir bensínvél en svo hefur t.d. rafmótor verið bætt við með tilheyrandi rafgeymum sem settir eru í skottið. Útkoman er tvinnbíll sem skríður til að aftan í elgsprófinu.

Hvað eiga bílaframleiðendur að gera til að bæta bíla sem hafa „fallið“ á prófinu?

Eitthvað svipað og Mercedes-Benz gerðu með A-Klasse; innkölluðu alla selda bíla, endurhönnuðu þá, settu í þá stöðugleikastýringu og bættu fjöðrunarkerfið. En best væri að sjálfsögðu að bílarnir væru almennilega hannaðir í upphafi, þá þarf ekkert að bæta.

Er einhver þörf á þessu prófi?

Já, en kannski ekki eins mikil og þegar elgsprófin hófust í Svíþjóð á áttunda áratugnum.

Það eru einhverjir bílar enn að falla á prófinu eins og nýleg dæmi sanna.

En í flestum tilfellum eru bílar með hemlalæsivörn (ABS) og stöðugleikastýringu (ESP) sem tryggja að í svona aðstæðum geta flestir ökumenn hemlað og stýrt framhjá hættunni.

Lokaorð

Gagnrýnisraddir segja að þó bíllinn sé nógu góður til að standast prófið þá er ekkert víst að ökumenn þeirra geri það. Ökumaður myndi sennilega hemla frekar en að beygja frá hættunni en það er ekki heimilt að hemla í elgsprófinu því það er það sem kallað er rolling test. Ökumenn bílanna eru sem sagt óþekkta stærðin og viðbrögð þeirra eru misjöfn.

Þess má að lokum geta að Trabant stenst þetta próf með glans og Citroën Xantia Activa V6 á metið síðan 1999 sem stendur enn og fór í gegnum þetta próf á 85 km/klst hraða.

Tölvustýrð glussafjöðrun sem bregst hratt við aðstæðum tryggði það.

Myndir: ýmsar bílasíður

Fyrri grein

Margir á flottri jeppasýningu í Mosfellsbænum

Næsta grein

Nýjar Corvettur fuðruðu upp í eldsvoða

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Allt stefnir í að bílasýningin í Munchen í september verði enn stærri en áður

Allt stefnir í að bílasýningin í Munchen í september verði enn stærri en áður

Höf: Jóhannes Reykdal
01/08/2025
0

Núna eru franar að berast fleiri fréttir af bílsýningunni í Munchen sem stendur yfir frá 9. Til 14. September. IAA...

Stellantis og Renault hætta við vetnisbíla – en BMW, Hyundai og Toyota halda áfram að skuldbinda sig

Stellantis og Renault hætta við vetnisbíla – en BMW, Hyundai og Toyota halda áfram að skuldbinda sig

Höf: Jóhannes Reykdal
30/07/2025
0

Bílaframleiðendur hafa skoðað tækni vetniseldsneytis sem raunhæfan valkost við rafknúin ökutæki. En þar sem Stellantis og Renault hætta við vetnisáætlanir...

Tesla hleypir af stokkunum tilraunaverkefni með Robotaxi með allt að 20 Model Y bílum í Texas

Tesla hleypir af stokkunum tilraunaverkefni með Robotaxi með allt að 20 Model Y bílum í Texas

Höf: Jóhannes Reykdal
19/07/2025
0

Þann 22. júní 2025 hleypti Tesla formlega af stokkunum tilraunaverkefni sínu með Robotaxi í Austin í Texas í Bandaríkjunum, og...

Chevrolet Corvette ZR1X árgerð 2026 kemur með 1.250 hestöflum

Chevrolet Corvette ZR1X árgerð 2026 kemur með 1.250 hestöflum

Höf: Jóhannes Reykdal
18/06/2025
0

Corvette ZR1X árgerð 2026 hefur verið kynnt og verður með næstum ótrúlegum 1.250 hestöflum frá háþróaðri blendings drifrás sinni. LT7...

Næsta grein
Bílabrellumeistari margra James Bond kvikmynda

Bílabrellumeistari margra James Bond kvikmynda

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.