Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 4:25
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ekki jepplingur heldur torfærubifreið

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
19/07/2022
Flokkar: Fornbílar
Lestími: 5 mín.
278 15
0
140
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Ekki jepplingur heldur torfærubifreið

Í gamla daga var ekkert verið að skafa utan af hlutunum. Það var ekki talað um jeppling, sportjeppa, krossover eða SUV.

Þegar Subaru kom til tals var ekkert annað en orðið „torfærubifreið” notað um bílinn, svo öflugur þótti kagginn.

Hér á landi var þetta einfaldlega Subaru 4WD, ekki Leone eins og hann hét heimafyrir.

Í febrúar 1979 auglýsir nefnilega Ingvar Helgason: „Torfærubifreiðin sem sem sameinar kosti fólksbíls og jeppa.”

Í sömu auglýsingu eru ummæli frá þremur viðskiptavinum sem segja frá upplifun sinni á bílnum.

Ég leyfi mér að birta hér orðrétt ummæli Guðna Kristinssonar, bónda og hreppstjóra, Skarði í Landssveit en hann segir um Subaruinn sinn: „Það segir kannske best hvernig mér hefur líkað við Subaru að ég er að kaupa 1978 árgerðina. Sá gamli hefir þjónað okkur vel, við höfum farið allt á honum sem við höfum þurft að fara og sparneytni Subaru er næsta ótrúleg.”

Eigendur voru ánægðir

Í neðangreindri auglýsingu frá árinu 1979 má sjá tvö önnur ummæli frá þeim Sigurði Jónssyni kennara og bónda á Ystafelli, Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjólfi Ágústssyni bónda í Hvammi í Landssveit.

Subaru er einn af fyrstu fjórhjóladrifnu fólksbílunum en bíllinn varð strax óhemjuvinsæll á markaðnum.

Í Bandaríkjunum var eftirspurn meiri en framboð og verksmiðjurnar höfðu ekki undan að framleiða.

Sagt var að Subaru væri bíll þeirra sem stunduðu jóga og gengju um á Birkenstock, karla sem reyktu pípu og kvenna sem gengju á fjöll. Hvað satt er í þeim efnum læt ég kyrrt liggja.

Ótrúlega eftirminnilegur bíll. Þennan bíl langaði marga í þegar hann kom nýr í sölu hjá Ingvari Helgasyni.

Óvíst hvað ætti að kalla þetta

Ómar Ragnarsson reynsluók Subaru í lok janúar árið 1977. Ómar segir í reynsluakstursgreininni að það vanti orði í málið sem túlkar fólksbíl með drifi á öllum hjólum.

Það fyndna er að þetta orð er ekki enn uppfundið því enn eru bílasalar og fleiri að basla við að kynna framdrifna bíla sem jepplinga, sportjeppa eða jafnvel jeppa.

Næstum því ljótur en mjög vinalegur samt.

Smá kettlingur í húddinu

En hugsið ykkur: Subaruinn var með 1361 rúmsentimetra vél sem gaf nettó um 59 hestöfl. Bíllinn var ekki nema 970 kíló og var um 19 sekúndur frá núlli upp í hundrað kílómetra hraða á á klukkustund.

Að meðaltali var áætlað að bíllinn eyddi 8-12 lítrum á hundraðið eftir aðstæðum.

Aðeins innskeifur að aftan, svona pínu eins og Skodinn var.

Hæð undir lægsta punkt var 21 sentimetri og fullhlaðinn lækkaði lægsti punktur niður í 17 sentimetra.

Aðeins grófari fyrst

Subaruinn var dálitið hastur og fyrstu árgerðirnar voru svolítið óþéttar – þeir fylltust auðveldlega af ryki á þurrum malarvegum landsins.

En hann fór allt sem menn ætluðu sér. Lullaði þetta í rólegheitunum og var ótrúlega duglegur.

Subaruinn var líka til 4WD í stallbaksútgáfu. Algjörlega öðruvísi bíll en þeir sem voru í sölu á sama tíma.
Hann fékkst einnig sem kúpubakur.

Boxerinn stóð sig vel

Vélin í Subaru er boxer (eins og mótor í flugvél, þar sem stimpilhólfin liggja lárétt) en hún er þverstæð og liggur neðarlega í vélarsalnum.

Þegar fram í sótti og Subaru fór að framleiða sportlegri útgáfur græddi Subaruinn talsvert á því að vélin lægi svona neðarlega en það gerði bílinn afar rásfastan og skemmtilegan í akstri.

Þessi er í góðu stuði á einhverri bíla- og flugsýningu. Takið eftir hve trýnið á honum er langt.

Hér á landi var Subaruinn með eindæmum vinsæll. Ég hef átt nokkra sjálfur og ég man eftir að árið 1986 seldust skutbílar af þessari gerð betur en heitar lummur. Foreldrar mínir áttu 1987 Subaru turbo kúpubak, alveg einstaklega skemmtilegur og eftirminnilegur bíll.

Eftirminnilegast frá Subaru-árunum er vélarhljóðið sem þótti sérstakt, hill-holder græjan sem gerði að verkum að bíllinn rann ekki afturábak í brekku þegar tekið var af stað og tjakkurinn sem maður hækkaði bílstjórasætið með. Allt góðar minningar.

Þriðja kynslóð var gríðarlega vinsæl á Íslandi.

Að lokum er hér myndband sem sýnir gamla góða Subaru 4WD etja kappi við splunkunýjan Wrangler Rubicon í óbyggðum Utah. Gaman að sjá hversu ötull Subaruinn er í alls kyns vegleysum.

Myndband

Myndir: víðsvegar af vefnum, Veoautos.cl og Carinfo.

Fyrri grein

Formúluökumenn sem gamlir karlar

Næsta grein

Þegar Ford vildi stýrið burt

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
Þegar Ford vildi stýrið burt

Þegar Ford vildi stýrið burt

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.