Það er alþekkt að á Akureyri eru margir fallegir bílar og flestir skúrar örugglega fullir af stórkostlegu bíladóti. Svo bregst ekki að á bílasölunum á Akureyri skal alltaf vera eitthvað sem kemur rólegasta fólki í uppnám.

Eins og þessi hérna:

Hann er til sölu hjá Toyota Akureyri og svei mér ef þetta er ekki bíll af þeirri gerð sem fær skynsamasta fólk til að brjóta sparibauka. En nóg um það!

Toyota Supra GR 3.0 árgerð 2021 (7/2021), ek. 1.000 kílómetra. Hann er sá eini þessarar gerðar sem er til sölu á Íslandi en sennilega eru tveir aðrir komnir til landsins eða væntanlegir.

Hann kostar 13.900.000 kr. en skipti eru möguleg á einhverju ódýrara ökutæki, segir á vef Toyota Akureyri.
Það er auðvitað allt í þessum bíl sem á að vera í skemmtitækjum og sárafátt sem ekki á að vera. Um búnaðinn má lesa hér.

Helstu tölur:
Slagrými 2.998 cc.
Hestöflin eru 341
6 strokkar
Bensín
1.582 kg.
8 gíra sjálfskipting
Afturhjóladrif

Ég fékk leyfi til að nota þessar ljómandi góðu ljósmyndir en þær tók Deividas Matkevicius.

Þar sem ég hef aðeins prófað bílinn í huganum þá er best að hafa ekki um hann fleiri orð en myndirnar tala vissulega sínu máli.







Toyota Supra hefur lengi verið eftirsóttur bíll eins og lesa má um hér:
Slegist um gamlar Toyotur vestanhafs
Og aðdáendur úr öllum stigum samfélagsins, þar með taldir stigamenn:
Toyota Supra safn bófa boðið upp
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein