- Hyundai hefur kynnt til leiks nýjan smábíl sem væntanlegur er í byrjun árs 2022. Þeir gerast varla sætari, segja þeir hjá BilNorge.
- Of stór til að vera japanskur „kei bíll“ og því miður of lítill til að komast á Evrópumarkað.
Borgarbílum – eða smábílum sem fyrst og fremst eru ætlaðir í innanbæjarakstur – fjölgar. Nýlega kynnti Hyundai einn nýjan slíkan. Sá virðist aðeins ætlaður á heimamarkað í Suður-Kóreu og hugsanlega einnig á Indlandi, en hann er of lítill til að koma til Evrópu.

Jon Winding-Sørensen hjá BilNorge skrifar um bílinn og segir: „Fyrst fannst mér svolítið skrítið að nefna bíl eftir norskri tennisstjörnu sem er nýbyrjuð að byggja upp vörumerki sitt. En í myndbandi um bílinn var útskýrt að Casper væri bara eins og hjólabretti sem í raun líti nokkuð vel út.
Það gerir bíllinn líka, hann státar af snjallari hönnunaratriðum en ætlast má til að séu í svo litlum smábíll.
En útkoman er bíll sem þú vilt eiga og njóta.
Horfðu bara á framendann – hann hefur svip sem er blanda af undrun og gleði yfir því að sjá þig. Góð útkoma“.

Byggður á sama grunni og Hyundai i10
Sagt er að Casper sé smíðaður á sama K1 grunni og Hyundai i10, en hann er minni. Tæplega 360 cm á lengd og 160 cm á breidd. Þannig að sem slíkur er hann aðeins of stórt til að verða verða talinn „Kei-bíll“ í Japan.
Og það virðist sem markaðirnir verði, til að byrja með, eingöngu í Suður-Kóreu og á Indlandi.

Ekki 4×4
„Það eru engar brellur hér, ekki 4×4 til dæmis. Bíllinn verður með sömu þriggja strokka bensínvél og i10, annaðhvort 76 hestöfl eða 99 með túrbó.
Einnig hefur verið talað um að koma með þennan bíl sem rafbíl og þá skil ég ekki hvað ætti að halda bílnum fjarri norskum borgum. Slíkur bíll væri tilvalinn fyrir fólk sem þykir Twizy eða Ami of litlir og frumstæðir,“segir Jon hjá BilNorge.
Hyundai var áberandi á IAA í München. Það hefði bara verið gaman ef þeir hefðu komið með þennan bíl, bara til að sýna hann. En þarna urðum við fyrir vonbrigðum, sagði greinarhöfundur að lokum.
(Jon Winding-Sørensen – BilNorge)
Myndband sem sýnir Hyundai Casper frá öllum hliðum:



