Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 7:17
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Einkenni lélegra bílstjóra

Malín Brand Höf: Malín Brand
05/06/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
268 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Flestir ökumenn eru á því að þeir séu góðir bílstjórar og sannfærðir um að færni þeirra sé vel yfir meðaltali og allt það. En það eru ýmis atriði sem einkenna lélega bílstjóra og hér eru þau helstu.

Byrjum á þeim atriðum sem beinlínis blasa við en er samt „gaman“ að nefna:

  • Að hafa fallið oftar en þrisvar á ökuprófinu: Þegar ekki er „allt þegar þrennt er“ þá er sennilega ástæða fyrir því.
Myndir: Unsplash.com
  • Fólk verður oft hrætt í bíl hjá ökumanni: Þessu fylgja oft öskur, hróp og í versta falli reyna farþegar að stökkva út úr bifreiðinni á ferð. Mjög skýrt merki um að lítil eftirspurn sé eftir viðkomandi í námunda við stýrið.
  • Bílstjórar sem vilja helst ekki vera bílstjórar eftir að skyggja tekur.
  • Sé mikið flautað einmitt þegar bílstjóri er á ferðinni og bílflautið beinist að ökutæki hans, má draga þá ályktun að maðkur sé í mysunni eða lélegur bílstjóri í umferðinni.
  • Margar beyglur á ökutæki geta reynst gagnlegar upplýsingar um þann er ökutækinu stýrir.

Þá að atriðum sem ekki eru eins æpandi:

  • Þeir sem stöðva ekki á stöðvunarskyldu. Það er stigsmunur á biðskyldu og stöðvunarskyldu. Annars myndi duga að kalla hvort tveggja biðskyldu.
  • Þeir sem verða óöruggir á gulu umferðarljósi; Stoppa, gefa í, stoppa, bakka, hægja á, æjæjæjæ… Ef gula ljósið kemur bílstjóra úr jafnvægi þá er viðkomandi sennilega „ekki með þetta!“
  • Eitt sinn var ég farþegi í bíl hjá konu sem lokaði alltaf augunum þegar snjóskafl var framundan sem aka þurfti í gegn um. Afar vont að vera farþegi í bíl, vitandi af bílstjóranum með augun lokuð þegar síst skyldi.
  • Svo eru það þeir fjölmörgu sem líta ekki til „beggja hliða“ heldur ganga út frá því að allt sé í lagi hinum megin líka.
  • Ökumenn sem eru allt of nálægt bílnum fyrir framan. Þeir komast ekki fyrr á leiðarenda þótt þeir hangi í stuðaranum á „undanfaranum“.

Atriði sem erfiðara er að koma auga á:

Taki þeir til sín sem eiga
  • Bílstjóri sem er með fótinn „á“ kúplingunni þó hann sé ekki að skipta um gír.
  • Sá sem stöðugt rjátlar við gírstöngina eða skiptinguna er ekki traustvekjandi bílstjóri. Ef eitthvað kemur skyndilega upp á skiptir ekki endilega sköpum að skipta í snatri um gír, eða reka í hlutlausan. Burt með lúkuna!
  • Þeir sem gefa í áður en bíllinn er orðinn heitur. Að þenja ískaldan bílinn er eins og að hrista kókakólaflösku svakalega og opna hana svo framan við eigið nef. Nema bara tíu sinnum verra. Hið minnsta.

Þetta eru nokkur atriði sem geta einkennt lélega bílstjóra. Á þokkalegri ástralskri bílasíðu rakst ég á dálítið sniðugt sem í raun treður þessu [framantöldu] öllu saman í örfáa gáfulega punkta og var þetta um það bil svona:

  • Verstir eru þeir þó sem læra ekki af mistökunum og kenna öllum öðrum um það sem miður fer.
  • Hvort sem eitthvað var manni sjálfum „að kenna“ eða ekki, þá ætti mál málanna að vera hvort maður hafi reynt að afstýra óhappi með öllum tiltækum ráðum.
  • Góðir bílstjórar spyrja sig þeirrar spurningar því þeir vita að lítið gagn væri í því ef í legstein þeirra væri meitlað: „Hann var í rétti“.

Átt þú kannski eftir að lesa þessar greinar?

BMWagnstjórar þeir verstu?

Vondir bílstjórar á fínum bílum

Vonandi var enginn að horfa!

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Buick Wildcat EV hugmyndabíllinn forsýnir framtíð vörumerkisins

Næsta grein

BMWagnstjórar þeir verstu?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
BMWagnstjórar þeir verstu?

BMWagnstjórar þeir verstu?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.