Þriðjudagur, 20. maí, 2025 @ 14:47
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Eignaðist bíl móðurinnar eftir 20 ára bið

Malín Brand Höf: Malín Brand
07/06/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Maður frá Kentucky leitaði markvisst að einhverju sem móðir hans heitin hafði átt. Hann var 15 ára þegar hún lést. Leitin leiddi hann á slóðir bíls nokkurs en 20 ár tók að sannfæra bíleigandann um að bílinn skyldi selja.

Tuttugu og fimm árum eftir andlát söngkonunnar Janis Lathrop, bar leit sonar hennar árangur þegar hann, John Berry, komst að því hvar blæjubíl móðurinnar var að finna. Jú og sitthvað fleira kom í ljós!

Gjöf sem kom á óvart

Límónugrænn Oldsmobile Cutlass Supreme blæjubíll frá 1971 var gjöf sem kom Janis skemmtilega á óvart. Eiginmaðurinn kunni greinilega að velja gjafirnar því konan ljómaði af gleði og þótti ákaflega vænt um græna bílinn.

Börn núverandi eiganda í bíl ömmunnar sem þau kynntust aldrei. Myndir/John Berry

„Það var síðsumars árið 1971 sem pabbi fór í Oldsmobile-umboðið og keypti límónugræna blæjubílinn handa mömmu. Eftir því sem ég best man kom þetta henni fullkomlega í opna skjöldu og henni var virkilega annt um bílinn,“ sagði John fyrir fáeinum mánuðum í viðtali sem birtist í tímaritinu The Epoch Times.

Svo breyttist allt

Já, þetta var árið 1971 og okkar maður, John, hefur verið 11 ára gamall samkvæmt útreikningum undirritaðrar. Þó að gjöfin hafi verið góð var hjónaband foreldranna greinilega ekki alveg nógu gott því þau skildu tveimur árum síðar, eða árið 1973.

John og bróðir hans bjuggu hjá föðurnum en systir þeirra hjá móðurinni. Tveimur árum eftir að fjölskyldan tvístraðist kom systirin í heimsókn til feðganna og var hjá þeim í tvær vikur.

Það var eflaust gaman hjá þeim og unglingarnir hafa notið þess að sameinast á ný. Ekkert þeirra hafði heyrt frá Janis í fáeina daga og fóru þau að ókyrrast. Þau voru harmi slegin þegar lögregla tilkynnti þeim að móðirin hefði fundist látin á heimili sínu.

Ekki er farið nánar út í hvernig dauða hennar bar að og er það í sjálfu sér ekki aðalatriði en þess er engu að síður getið að Janis hafi gengið í hjónaband skömmu eftir skilnaðinn 1973 og víkur nú sögunni aftur að bílnum.

Ekki nóg að finna bílinn

Það var nefnilega eiginmaðurinn eftirlifandi, skurðlæknir að nafni Lathrop, sem þar með var eigandi hins límónugræna Oldsmobile Cutlass Supreme. Systkinin voru jú bara unglingar og ekkert undarlegt við það að doktorinn hefði þann græna til umráða.

Myndir/John Berry

Fáeinum árum síðar seldi Lathrop einhverjum bílasafnara bílinn. Áratugur leið og hinn tæplega þrítugi John Berry fór æ oftar að orna sér við minningar um þann græna og auðvitað sjálfa Janis sem hafði verið eins og kvikmyndastjarna þegar hún ók bílnum.

John átti aðeins fáeinar ljósmyndir af móðurinni sem og upptökur af söngi hennar en hann vildi finna bílinn. Það tókst með aðstoð pabba gamla og góðra manna hjá General Motors. Við skulum hafa í huga að þetta var nokkrum árum áður en Veraldarvefurinn varð almennilega vinsæll.

Bíllinn var í eigu manns að nafni Mike Hamilton og bjó sá í Michigan. Bíllinn var altsvo fundinn en það var ekki nóg. John vildi líka eignast bílinn. Auðvitað.

Tuttugu ára þolinmæði eða þrjóska?

Mike þessi var hættur að vinna en ekki hættur að aka. John Berry komst yfir tölvupóstfangið hjá Mike og jú, þetta reyndist allt koma heim og saman; Mike átti þennan bíl og sagðist hafa yndi af bílnum sem hann nostraði við og var sko ekki til í að selja.

Hér er mjög svipaður Cutlass en þó ekki sá sami. Þessi litur var ekki sá algengasti. Mynd/Wikimedia

Hvað gerir maður þá? John var kannski þolinmóður og þrjóskur í senn en hann hefur haldið sambandi við Mike gamla í tuttugu ár eða svo. Þrisvar sinnum á ári sendi John honum tölvupóst og alltaf var spurt um það sama: „Viltu selja mér bílinn?“

Hún gerði hvern bíltúr að ævintýri

Það þarf svo sem ekkert að reyna að útskýra af hverju John langaði að eignast bílinn. Tilfinningalegt gildi er oft strembið að útskýra. Leyfum samt orðum Johns að fylgja hér:

„Mamma fór með okkur systkinin í bíltúr þegar veður var gott og ókum við með toppinn niðri og mamma gerði hvern bíltúr að ævintýri,“ rifjar hann upp í fyrrnefndu viðtali. „Man ég að hún leit út eins og kvikmyndastjarna með risastór sólgleraugu, hárið sett upp og með hálsklút sem blakti í vindinum.“

Myndir/John Berry

Í september síðastliðnum (2021) fékk John loks tölvupóst sem hann hafði beðið eftir í rúm tuttugu ár. „Hann [Mike] vildi selja mér Cutlassinn. Við bræðurnir brunuðum til Mikes. Cutlassinn var nákvæmlega eins og hann var í minningunni. Mikið tilfinningaflóð upphófst við það að sjá bílinn, setjast inn í hann og setja hann í gang.“

Rúsínan í pylsuendanum (eða hanskahólfinu)

Það var mikið gleðiefni að eignast bílinn loks, eftir öll þessi ár. Enn meiri gleði var þó fólgin í því að finna plastvasa í hanskahólfinu með hlutum frá Janis. Hlutum sem Mike hafði geymt öll þessi ár.

Þar voru sólgleraugun sem Janis hafði verið með þegar hún ók bílnum fyrir fjörutíu árum. Eyrnalokkar leyndust þarna líka innan um frímerki og vegakort. „Þetta var algjörlega rúsínan í pylsuendanum og eiginlega mun persónulegra en að aka bílnum og eignast hann,“ sagði John Berry sem þó er virkilega ánægður með þessa fínu viðbót við fornbílasafnið. Fyrir á hann þrjár Corvettur og nú er hann alsæll fyrst Cutlass er kominn á sinn stað og sólgleraugun í þokkabót!

Fleiri greinar tengdar Oldsmobile Cutlass: 

Vinsælasti bíllinn árið sem þú fæddist

Grimmd, þokki og styrkur tegundaheita

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Leigubílstjórar á rafmagnsbílum

Næsta grein

Bylting í rafhlöðum fyrir rafbíla?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Polestar frumsýnir sinn fyrsta rafknúna jeppa

Polestar frumsýnir sinn fyrsta rafknúna jeppa

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

BYD Sealion 7 – fágaður lúxus og kraftmikið tæknibúnt

19/05/2025
Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.