Chevrolet, Kia og Jeep í efstu sætum í vali á bíl ársins 2020 í Norður-Ameríku
-í flokkum fólksbíla, sportjeppa og pallbíla
Flestir sem komast í úrslit komu frá Ameríku og Suður-Kóreu, með einn japanskan í úrslitum.
Þrátt fyrir að ein aðalbílasýningin í Ameríkuhreppi, eða Detroit Auto Show, sé að færast yfir á sumartímann, voru verðlaun fyrir bíl ársins í Norður-Ameríku í flokki fólksbíla, sportjeppa og pallbíls ársins (NACTOY) samt tilkynnt núna í janúar.
Fólksbíll ársins er Chevy Corvette Stingray 2020. Sportjeppi ársins er Kia Telluride 2020. Pallbíll ársins er Jeep Gladiator 2020.
Enginn þessara kosta kom sérstaklega á óvart. Allir þessir bílar voru aðalútgáfur sem eru með stíl, afköstum og virkni. Að því sögðu voru bílarnir í næstu sætum í hverjum flokki athyglisverðir líka. Listinn er hér að neðan.
Fólksbílar
Chevy Corvette (Sigurvegari)

Toyota Supra

Hyundai Sonata

Sportjeppar
Kia Telluride (Sigurvegari)

Hyundai Palisade

Lincoln Aviator

Pallbílar
Jeep Gladiator (Sigurvegari)

Ford Ranger

Ram HD
