Mánudagur, 19. maí, 2025 @ 23:13
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Chevrolet Corvette, bíllinn sem bræddi hjörtu

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
08/06/2022
Flokkar: Fornbílar
Lestími: 5 mín.
283 3
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Chevrolet Corvette, bíllinn sem bræddi hjörtu

  • Fyrsta árs framleiðslubíll
  • Einn af 300 framleiddum árið 1953
  • „Blue Flame” 235ci sex strokka vél
  • „Power Glide“ sjálfskipting
  • Nýlega uppgerður af Corvettu „sérfræðingi“
  • Áritað varadekk af núlifandi starfsmönnum verksmiðjunnar frá 1953
  • Handbók undirrituð af Zora Arkus Duntov sjálfum

„Fyrsti alvöru sportbíllinn“

Chevrolet Corvette var kynntur á GM Motorama bílasýningunni í New York árið 1953. Hún var haldin á hinu stórglæsilega Waldorf-Astoria hóteli á Manhattann. Hönnun þessa tveggja sæta sportara hófst árið 1951 undir forystu hönnununarstjóra GM þess tíma, Harley Earl.

Markmið Earl var að breyta staðalmynd Chevrolet með sportlegum og kraftmiklum bíl og nýta um leið vaxandi áhuga fólks á slíkum bílum. Bíllinn dregur nafn sitt af hinum hraðskeiðu flota bátum sem kallaðir voru Corvettur og notaðar í seinni heimstyrjöldinni. Bíllinn hlaut nafnið Corvette eða „Draumabíllinn“ eins og hann var kallaður.

Corvettan varð þvílíkur „hittari“ meðal almennings í Bandaríkjunum. GM notaði þennan áhuga markaðarins til að réttlæta framleiðslu bílsins.

Varð fljótt vinsæll

Þessi merkilegi bíll sem oft hefur verið sagður sá eini sanni af sportbílaætt amerískra bíla rann út úr verksmiðjunni seint á árinu 1953 og nánast í sömu útfærslu og frumgerðin.

Bíllinn var mjög frábrugðinn öðrum bílum sem GM hafði framleitt til þessa en hann var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn úr glertrefjum, framleiddur af svo stórum framleiðanda.

Aðeins voru framleidd 300 stykki af bílnum fyrsta árið og í hverjum þeirra var sex strokka „Blue Flame“ vél frá Chevrolet og „Power Glide“ sjálfskipting.  

Stíllinn hjá Harley kallinum var hreinn og straumlínulagaður og með hóflegu magni af krómi. Hver og einn bíll var búinn glæsilega rauðri „Sportsmans Red“ innréttingu sem kallaðist á við „Polo“ hvítan lit en stýri og mælaborð var einnig haft hvítt.

Mikið lagt í endurgerð

Þessi bifreið var smíðuð í lok nóvember árið 1953. Það var síðan Corvettu-áhugamaður sem eignaðist bílinn sem lét gera hann upp á nákvæman hátt til að hafa á sínu eigin bílasafni.

Hluti úr verksmiðjunni fylgir

Þessi bíll var síðan sýndur á 50 ára afmæli Corvette í Flint í Michigan þar sem núlifandi starfsmenn verksmiðjunnar rituðu nöfn sín á varadekkið.

Bílnum fylgir handbók undirrituð af Zora Arkus Duntov sem fékk viðurnefnið „faðir Corvettunnar“, handbækur tveggja söluaðila, eigendasaga og steinn úr verksmiðjunni í Flint með árituðum skildi.

Ennfremur fylgir honum upprunalegur tjakkur og hlífðarvasar undir hliðargluggana (bíllinn var með blæju).

Nú er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja eignast eina af fyrstu framleiddu Corvettunum að grípa gæsina – hann er til sölu og söluaðilinn óskar eftir að svara verðfyrirspurnum í tölvupósti. Hins vegar er áætlað verð svona bíls um allt að 100 millur.

Fyrri grein

Blessaður bílaverkfræðingurinn!

Næsta grein

Vel heppnað málþing í Reykholti um gamla bíla

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

1971 Buick Riviera Boat Tail

1971 Buick Riviera Boat Tail

Höf: Pétur R. Pétursson
25/02/2025
0

1971 Buick Riviera Boat Tail er einstök og táknræn bandarísk bílahönnun sem kom fram á sjöunda áratugnum. Bíllinn var framleiddur...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Vel heppnað málþing í Reykholti um gamla bíla

Vel heppnað málþing í Reykholti um gamla bíla

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

BYD Sealion 7 – fágaður lúxus og kraftmikið tæknibúnt

19/05/2025
Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.