Býsna óvenjuleg Vitara

140
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Hér er Suzuki Vitara sem hefur vakið töluverða athygli. Þá einkum og sér í lagi sérsmíðað grillið og framljósin. Sá sem þessi afrek hefrur unnið hefur líka breytt Daihatsu Feroza og virðist luma á ýmsum hugmyndum.

Feroza tilbúinn í svaðilfarir. Skjáskot/youTube

Í athugasemdum við myndböndin segir hann, Grayman Offroader, að til standi að fara út í framleiðslu á dótinu en það verður að koma í ljós hvort eitthvað verði úr því.

Áhugavert er að sjá hversu mikla lukku breyttir eldri smájeppar vekja úti í hinum stóra heimi. Hér eru myndböndin, afskaplega lítið „bíó“ en það er nú samt alveg gaman að sjá hversu mikla gleði lítið vekur.

Daihatsu Feroza:

Meira svona? Það er nóg til: 

Grjótmögnuð „Body Kit“ fyrir Jimny

Flottasta „Body Kit“ seinni ára?

Sturlað flott „Body Kit“ fyrir Dacia Duster

Land Cruiser body kit sem enda á útsölu

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar