Miðvikudagur, 8. október, 2025 @ 18:08
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

BYD Dolphin og Seal

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
14/04/2023
Flokkar: Bílaheimurinn, Fréttatilkynning
Lestími: 7 mín.
310 12
0
154
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Tveir nýir rafbílar sem BYD er að kynna í Evrópu:

  • BYD setur ný viðmið fyrir rafbíla með BYD DOLPHIN hlaðbaki í c-stærðarflokkki og BYD SEAL, fólksbíl í d-stærðarflokki
  • Báðir kom með einkar orkunýtinni BYD Blade rafhlöðu – drægi BYD DOLPHIN er 427 km í blönduðum akstri WLTP og BYD SEAL 570 km (afturhjóladrifinn) í blönduðum akstri WLTP og 520 km WLTP (fjórhjóladrifinn)
  • BYD DOLPHIN og BYD SEAL eru byggðir á hátæknivædda e-Platform 3.0 undirvagninn – BYD SEAL er með hátæknivæddri Cell-to-Body (CTB) tækni
  • BYD DOLPHIN kemur á markað í sumar/haust til Evrópu
  • BYD SEAL kemur líka á markað í sumar/haust í Evrópu.

BYD er stærsti framleiðandi nýorkubifreiða og bílarafhlaða í heiminum. Markmið fyrirtækisins er að bjóða aðlaðandi, hátæknivædda og snjallstýrða rafbíla á viðráðanlegu verði fyrir evrópska kaupendur. 

BYD hefur þegar sett á markað þrjá 100% rafknúna bíla í Evrópu, þ.e. BYD ATTO 3 (c-stærðarflokkur), BYD HAN (e-stærðarflokkur) og BYD TANG (e-stærðarflokkur borgarjeppa).

Vatt – dótturfyrirtæki Suzuki bíla mun kynna þessa bíla mjög fljótlega, og eru blaðamenn að reynsluaka bílunum á Spáni þessa dagana, en Bílablogg átti því miður ekki kost á því að vera þar með.

Næstu tveir bílar kynntir

BYD DOLPHIN og BYD SEAL eru næstu 100% rafknúnu bílarnir sem kynntir eru í Evrópu. BYD DOLPHIN er hlaðbakur í c-stærðarflokki með miklu notagildi, orkunýtni, fjölhæfni og traustvekjandi drægi. BYD SEAL er einkar glæsilega hannaður, sportlegur og aflmikill fólksbíll í d-stærðarflokki, hlaðinn hátæknivæddum búnaði.

BYD DOLPHIN  og BYD SEAL eru fyrstu bílarnir fyrir Evrópumarkað í Ocean-línunni sem hannaðir eru samkvæmt „Ocean Aesthetics“ hönnunarhugmyndinni. Báðir þessir nýju rafbílar eru byggðir á hátæknivædda e-Platform 3.0 undirvagninn. DOLPHIN er framhjóladrifinn og kemur með 60 kW liþíum-járn-fosfat BYD Blade rafhlöðu. BYD SEAL kemur með 82 kWst Blade rafhlöðu jafnt með afturhjóladrifi og fjórhjóladrifi. 

Bílablogg mun gera nánari grein fyrir hvorum bíl um sig fljótlega.

BYD DOLPHIN er með svokallaðri Cell-to-Pack (CTP) tækni en BYD SEAL með Cell-to-Body (CTB) tækni. Þetta þýðir að rafhlaðan er sambyggð gólfi bílsins sem hefur samlokuform sem inniheldur Blade rafhlöðustæðuna. Kostir CTB tækninnar eru þeir yfirbygging bílsins verður lægri og loftmótstaðan þar með minni um leið og stífleiki bílsins eykst sem stuðlar að auknu akstursöryggi. Hönnunin og minni fyrirferð rafhlöðunnar leiðir einnig til meira nýtilegs farþegarýmis.  BYD SEAL (fjórhjóladrifinn) rafaflrás úr 8 samþættum einingum með tveimur rafmótorum sem skila saman 230/390 kW eða 313/531 hö.

Kemur til Evrópu

BYD DOLPHIN verður fáanlegur í Evrópu í sumar/haust 2023. Þessi notadrjúgi og aðlaðandi hlaðbakur í c-stærðarflokki kemur með traustvekjandi drægi sem samkvæmt blönduðum akstri WLTP er 427 km.

BYD Dolphin.

BYD SEAL verður kynntur í evrópskum BYD umboðum sumar/haust 2023. Þessi sportlegi fólksbíll í d-stærðarflokki verður boðinn með 82 kWst rafhlöðu. Drægið fyrir fjórhjóladrifnu útfærsluna er 520 km WLTP og 570 km fyrir afturhjóladrifnu útfærsluna. 

BYD Seal.

BYD SEAL er sportlegur og hátæknivæddur bíll með óvenjumikla notkunareiginleika. BYD DOLPHIN á hinn bóginn smellpassar inn í c-stærðarflokkinn og er vænlegur valkostur fyrir evrópska bílkaupendur sem vilja hagnýtan, rafknúinn bíl á viðráðanlegu verði.

Með BYD ATTO 3 sportjeppanum í c-stærðarflokki, BYD HAN fólksbíl í e-stærðarflokki, og BYD TANG borgarjeppa í e-stærðarflokki býður BYD nú upp á fimm glæsilega rafknúna bíla fyrir evrópska bílkaupendur á mismunandi verðbili og í mismunandi stærðarflokkum.

Að standa undir væntingum evrópskra bílkaupenda

Michael Shu, framkvæmdastjóri og yfirmaður Evrópu- og alþjóðadeildar BYD, kveðst ánægður að geta tilkynnt markaðssetningu á tveimur tímamótabílum til viðbótar fyrir evrópska bílkaupendur: „Viðbrögð viðskiptavina og söluaðila við markaðssetningu okkar á BYD merkinu í Evrópu með BYD TANG, BYD HAN og BYD ATTO 3 hafa verið ótrúleg. Við skiptum nú um gír og kynnum tvö nýstárleg ökutæki til viðbótar sem byggja á háþróaðri rafbílatækni. BYD DOLPHIN er einkar orkunýtinn og hátæknivæddur bíll með lúxusbúnaði og hlaðinn staðalbúnaði. BYD SEAL bætir um betur með ótrúlegri afkastagetu og er fyrsti bíllinn með Cell-to-Body tækni sem er til marks um áherslu okkar á öryggisþáttinn.  Með þessum tveimur bílum eykst úrvalið og þeim valkostum sem bílkaupendum stendur til boði í þessum mikilvæga magnsölugeira.“

Tækninýjungar

Aflvakinn bak við þessar tækninýjungar er einlæg skuldbinding BYD um að bjóða upp á öruggar og aðlaðandi lausnir sem draga úr mengun vegna kolefnislosunar og taka á loftslagsbreytingum og styðja frumkvæði að kælingu jarðar um  1℃. Grænar lausnir hafa lengi verið í forgrunni hjá BYD og það er sýn fyrirtækisins til framtíðar. BYD hefur verið í fararbroddi sjálfbærrar nýsköpunar í yfir tvo áratugi. Árið 2008 kynnti BYD fyrsta fjöldaframleidda tengiltvinnbílinn á bílasýningunni í Genf. BYD var einnig fyrsti bílaframleiðandi í heimi sem lýsti því yfir að hann myndi alfarið hætta framleiðslu á ökutækjum sem ganga eingöngu fyrir jarðefniseldsneyti og leggja áherslu á framleiðslu á hreinum rafbílum og tengitvinnbílum. BYD er fyrsti og eini bílaframleiðandi heims til að bjóða upp á nýorkulausnir í öllum gerðum ökutækja.

Í fararbroddi á heimsvísu í nýorkubílum

Á heimsvísu hefur BYD skuldbundið sig til framleiðslu á yfir 3,9 milljónum fólksbíla með nýorkulausnum sem styrkir ímynd vörumerkisins þegar það fer inn á nýja markaði í Evrópu. Fótspor BYD nær nú yfir 400 borgir í 70 löndum í 6 heimsálfum sem hefur það í för með sér að kolefnislosun á heimsvísu er meira en 29 milljónum tonna minni en ella. BYD náði skráningu á Fortune Global 500 listann fyrir árið 2022.  

BYD brautryðjandi þegar kemur að hreinni orku og hefur miklar fyrirætlanir til framtíðarinnar. Þetta samræmist fullkomlega markmiðum samstarfsaðila í Evrópu á sviði samgangna. Framleiðsluvörur BYD eru nú fáanlegar á mörgum mörkuðum í Evrópu, eins og Noreg, Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Austurríki, Spáni og nú Íslandi og fjölmörg önnur lönd munu sigla í kjölfarið.

(fréttatilkynning frá Vatt)

Fyrri grein

VW krefst þess að Euro 7 losunarstöðlum verði frestað

Næsta grein

Fólk þurfti að bíða árum saman eftir nýjum bíl

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Fólk þurfti að bíða árum saman eftir nýjum bíl

Fólk þurfti að bíða árum saman eftir nýjum bíl

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.