Miðvikudagur, 8. október, 2025 @ 23:21
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Brimborg opnar í sumar öflugustu hraðhleðslustöð landsins í Reykjanesbæ

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
28/06/2023
Flokkar: Bílaheimurinn, Fréttatilkynning
Lestími: 4 mín.
298 3
0
144
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Brimborg hefur hafið framkvæmdir við uppsetningu á öflugustu hraðhleðslustöð landsins þar sem rafmagnsvinnuvél sér um jarðvinnu og aðföng eru flutt á verkstað á rafmagnssendibíl. Stöðinni hefur verið valinn staður á Flugvöllum í Reykjanesbæ stutt frá flugstöðinni.

Um er að ræða stöð af Kempower gerð með hleðsluafköst allt að 600 kW og getur stöðin annað hleðslu 8 ökutækja í einu af öllum stærðum og gerðum.

Brimborg hefur samið við HS veitur um orku fyrir stöðina og hefur stór heimtaug þegar verið virkjuð. Stöðin verður opin öllum rafbílanotendum með e1 hleðsluappinu og opnar í sumar.

Stöðin er svokölluð fjöltengjastöð með 8 öflugum CCS tengjum. Sex tengjanna geta afkastað 120 kWh á klukkustund fyrir venjulega rafbíla og til viðbótar eru tvö vökvakæld tengi sem geta annað allt að 375 kWh á klukkustund fyrir rafmagnsvörubíla, rafknúna hópferðabíla og rafmagnsfólksbíla sem vinna á hærri rafspennu.

Auðvelt aðgengi fyrir löng ökutæki og hreyfihamlaða

Stöðin er hönnuð á svipaðan hátt og bensínstöð með gegnum-akstri og því er mjög einfalt aðgengi að og frá öllum tengjum fyrir fólks,-sendi-, vöru- eða hópferðabíla og einnig fyrir bíla með ferðavagna og kerrur.

Hönnun stöðvarinnar hefur miðað að því að einfalda aðgengi að og frá og tryggja gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Upphituð plön verða við stöðina, góð lýsing og öryggismyndavélar auk þess sem hluti af raforkunni verður fengin með sólarorkuveri sem reist verður á þaki þjónustuhúss bílaleigu Brimborgar þegar það rís sem mun draga úr álagstoppum á dreifikerfið.

Lykilhlekkur til útleigu rafbíla til ferðamanna

Stöðin verður mikilvægur hlekkur í rafvæðingu bílaleiguflota Brimborgar hjá Dollar Rent A Car og Thrifty Car Rental bílaleigunum sem er með aðstöðu til útleigu bíla á Flugvöllum.

Bílaleigur Brimborgar hafa stækkað rafbílaflota sinn umtalsvert undanfarna mánuði meðal annars til útleigu rafbíla til erlendra ferðamanna.

Hraðari uppbygging hraðhleðsluinnviða fyrir hraðari orkuskipti

Brimborg opnaði nýlega tvær hraðhleðslustöðvar við Jafnasel 6 í Breiðholti (við MAX 1 og Vélaland verkstæðin nálægt Krónunni og Sorpu) sem einnig eru opnar öllum rafbílanotendum og aðgangur að þeim er einnig í gegnum e1 appið.

Í ljósi markmiða stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum þá er ljóst að fjölga þarf háhraða hraðhleðslustöðvum fyrir rafbílanotendur á Íslandi sem eru aðgengilegar bæði fyrirtækjum og einstaklingum fyrir allar gerðir ökutækja.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða sem og aðra þarf að vera framúrskarandi og möguleiki að hlaða mörg rafknúin ökutæki í einu til að stytta biðtíma eftir hleðslu.

Nú þegar aka yfir 20 þúsund rafbílar um vegi landsins og stórir rafmagnsvörubílar hafa þegar hafið akstur en þetta er þó aðeins brot af þeim um 280 þúsund bílum sem eru á Íslandi sem þarf að skipta yfir í rafmagn.

Rafvæðing þungaflutninga en yfir 4000 þungabílar eru í flotanum og bílaleiguflotans sem telur yfir 25.000 bíla er hafin.

Fyrri grein

Nýr Porsche Macan rafbíll sést á teikningu

Næsta grein

Nýr 2023 BMW M5 sýndur í Touring búningi

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Nýr 2023 BMW M5 sýndur í Touring búningi

Nýr 2023 BMW M5 sýndur í Touring búningi

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.