Borgarbíllinn fer á nýjar slóðir

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Borgarbíllinn fer á nýjar slóðir

Glænýr #1 Smart jepplingur markar umskipti Smart í fullkomlega rafknúið vörumerki, smíðaður á glænýjum grunni sem færir bílnum glæsilega tækni

Bíllinn sem er á myndinni hér að ofan er nýr Smart #1 rafknúinn crossover og hann táknar upphaf nýs tímabils fyrir vörumerkið sem er þekkt fyrir litla borgarbíla.

Þessi litli rafbíll er fyrsti bíllinn sem þróaður er í nafni Daimler-Geely og markar umskipti Smart yfir í það að vera framleiðandi rafbíla.

Nýi Smart #1 er byggður á alveg nýjum rafmagnsarkitektúr frá Geely, sem kallast SEA. Þetta mun styðja við væntanlegt nýtt úrval bíla Smart, en #1 setur einnig viðmiðið fyrir framtíðarhönnunarstefnu vörumerkisins.

Samkvæmt frétt á vef Auto Express munu allir framtíðarbílar fyrirtækisins nota sama „#“ númerakerfið, sem mun staðsetja vörur þess í tímaröð frekar en eftir stærð eða sviði.

#1 er með 66kWh rafhlöð og er uppgefin drægni allt að 440 km. Líklegt er að hagkvæmari, smærri rafhlöðuvalkostir verði líka fáanlegir með tímanum.

Með 150kW hraðhleðslugetu er hægt að fylla á rafhlöðu 66kW bílsins frá 10-80 prósentum á innan við 30 mínútum, en að tengja við 22kW AC hleðslutæki skilar 10-80 prósent hleðslu á um það bil þremur klukkustundum.

Rafhlaðan veitir orku að mótornum fyrir afturhjólin og framleiðir 268 hö og 343Nm tog – og þó að Smart hafi ekki gefið upp 0-100 km/klst tímann hefur fyrirtækið staðfest hámarkshraða upp á 180 km/klt.

Þar sem bíllinn vegur 1.820 kg ætti #1 að geta náð viðmiðunarsprettinum á innan við sjö sekúndum.

Með 4,27 metra að lengd er #1 stærsti bíll Smart nokkru sinni, sem undirstrikar að vörumerkið mun stækka út fyrir flokk borgarbíla í flokkum.

Ólíkt fjögurra sæta Concept #1 er framleiðsluútgáfa #1 fimm sæta sportjeppi með áherslu á hagkvæmni jafnt sem útlit.

Þetta næst með 2,75 metra hjólhafi, sem er tiltölulega langt miðað við heildarlengd bílsins og ætti að hjálpa til við að hámarka farþegarýmið; Smart heldur því fram að þrátt fyrir að #1 sé af svipaðri stærð og MINI Countryman þá sé jafn mikið pláss og í Mercedes E-Class fólksbíl.

#1 er einnig með 15 lítra geymslupláss að framan í „nefinu“ og hefðbundið farangursrými er allt að 411 lítrar.

Eitt sem er mjög nálægt Concept #1 er útlit bílsins. Þessi nýi sportjeppi undirstrikar framtíðarhönnunarstefnu Smart, með sléttum flötum, einfaldri lýsingu að framan og aftan, og glæsilegri þakhönnun sem svífur niður yfir C-bita bílsins. Frumsýningarútgáfa #1 bílsins er á 19 tommu álfelgum.

Samkvæmt Gorden Wagener, yfirhönnuði Mercedes-Benz, hluta móðurfyrirtækis Smart, „Nýi Smart #1 stendur fyrir endurræsingu vörumerkisins og sýnir ný einkenni hönnunar okkar.

„Hann er fullorðinn, flottur og felur í sér fegurð með snjöllum lausnum. Hann er nýr, ferskur og heillandi“.

Þetta nútímalega útlit hefur verið í brennidepli hjá Smart og það sama á við að innan, með mínimalískri hönnun og tilfinningu. Mælaborðið einkennist af miðlægum 12,8 tommu snertiskjá sem leggur einnig sérstaka áherslu á tengingar þar sem hægt er að uppfæra upplýsinga- og afþreyingarkerfið með þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum.

Þessu til viðbótar er 9,2 tommu stafrænt háskerpumælaborð og 10 tommu sprettiskjár.

Sjálfvirkur akstur á stigi 2 kemur sem hluti af háþróuðum ökumannsaðstoðarpakka, sem býður upp á aðlagandi hraðastilli með stöðvunartækni, akreinaraðstoð, skynjun á blindsvæði, aðstoð í akstri á þjóðvegum og í umferðarteppu, sjálfvirka bílastæðaaðstoð og aðlagandi hágeislaljós. Sjö loftpúðar fylgja einnig.

Þó að Smart hafi ekki enn gefið upp verð fyrir #1, hefur vörumerkið lagt áherslu á að vera samkeppnishæft við rafbíla eins og Hyundai Kona Electric og Volkswagen ID.3.

Volvo mun framleiða lítinn rafmagnsjeppa á sama undirvagni og er ætlunin að Smart verði ódýrari en sá bíll.

Það gefur vísbendingu um að #1 gæti kostað frá um 5,4 milljónum króna (32.000 pundum) þegar bíllinn fer í sölu síðar á þessu ári. #1 fer í framleiðslu undir lok ársins en afhendingar hefjast árið 2023.

(frétt á vef Auto Express – myndir frá Smart)

Svipaðar greinar