Mánudagur, 15. september, 2025 @ 18:19
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

BMW lækkar verð á nýjustu kynslóðsportjeppans X3 Plug-in Hybrid

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
05/09/2025
Flokkar: Bílaframleiðsla, Fréttatilkynning
Lestími: 3 mín.
282 8
0
139
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur veitt  BL, umboðsaðila BMW á Íslandi, stuðning til að lækka verð á nýjustu kynslóð BMW X3, vinsælasta sportjeppa BMW frá upphafi. 

Lækkunin nemur um 700-900 þúsund krónur eftir gerðum og hefur hún þegar tekið gildi. Þannig lækkar annars vegar BMW X3 30e úr 12.690.000 króna í 11.990.000 kr. eða um 700 þúsund, og hins vegar BMW M sport, sem lækkar um 900 þúsund krónur; frá 13.890.000 króna í 12.990.000 króna.

Alveg ný útlitshönnun

Meðal helstu annarra breytinga má nefna að bensínvélin hefur verið uppfærð og ásamt rafmótornum er nýr X3 tæplega 300 hestöfl og 6,2 sek. úr kyrrstöðu í 100 km/klst.

Þá er ytra útlit bílsins talsvert breytt, þar sem endurhannað nýrnagrillið með innbyggðum útlínuljósum og tvöföldum ljósmerkingum á framljósum, fanga athyglina. Að auki hafa hliðar breyst með nýrri ásýnd, m.a. breyttum húnum auk þess sem rafdrifni afturhlerinn og afturljós hafa fengið nýja hönnun svo nokkuð sé nefnt.

Endurhannað innra rými

Farþegarýmið í nýjum X3 hefur einnig tekið stakkaskiptum hvert sem litið er. Sætin eru ný og framleidd úr vönduðum endurnýtanlegum efnum, stjórn gírskiptingar og annarra aðgerða á láréttum miðjustokkinum hafa fengið nýja hönnun og kominn sveigður háskerpuskjár fyrir mælaborð, afþreyingu og stjórn margvíslegra annarra aðgerða er varða bílinn. Einnig hefur fótarými og geymslurými verið aukið í bílnum ásamt valmöguleikum fyrir mismunandi lýsingu í farþegarýminu.

Snjöll tækni léttir lífið

Snjalltæknin hefur sömuleiðis verið aukin verulega í nýjum X3. Þannig skilur nú stjórntölvan mun fleiri raddskipanir en áður, afþreyingarmöguleikar hafa verið auknir með meira innbyggðu gagnamagni sem veitir aðgang að úrvali appa fyrir streymisveitur, m.a. með bíómyndum.

Með BMW símaappinu, sem er beintengt við bílinn, má einnig athuga ástand bílsins, svo sem vélarolíunnar og fleiri þætti, panta þjónustuskoðun, láta bílinn flauta á þig, t.d. ef þú finnur hann ekki á bílaplaninu við flugstöðina í Keflavík, svo nokkuð sé nefnt.

Sá mest seldi frá upphafi

Frá því að BMW X3 kom fyrst á markað síðla árs 2003 hefur hann verið framleiddur í vel yfir þremur milljónum eintaka og hefur hann frá upphafi verið vinsælasti lúxussportjeppinn frá BMW.

Nýjasta kynslóðin, sem kom á markað snemma á þessu ári, hefur aldrei verið glæsilegri eða tæknivæddari en einmitt nú. Er óhætt að segja að sjaldan hafi orðatiltækið að „lengi geti gott batnað“ átt betur við vegna glæsileika, þar sem sameinast sportlegir aksturseiginleikar, háþróuð tækni og einstök hönnun.

Áhugasamir velkomnir að koma og prófa

Ómar Magnússon, sölumaður hjá BMW á Íslandi, segir mjög ánægjulegt að geta nú boðið þennan vinsælasta sportjeppa BW frá upphafi á enn hagstæðara verði en hingað til.

„Lækkunin er tilkomin vegna mjög trausts og rógróins samstarfs okkar og BMW, en ekki síður vegna mikilla vinsælda bílsins á heimsvísu“ segir Ómar. Hann hvetur allt áhugafólk um BMW til að koma og kynna sér nýjan BMW X3 í sýningarsalnum við Sævarhöfða og upplifa það af  eigin raun hvers vegna hann er vinsælasti sportjeppi BMW frá upphafi.

Fréttatilkynning frá BL.

Fyrri grein

Margir spennandi bílar munu birtast í München

Næsta grein

Smart staðfestir tveggja sæta smábílinn #2 fyrir Evrópu, frumsýndur árið 2026

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Sjötta kynslóð Renault Clio frumsýnd í München

Sjötta kynslóð Renault Clio frumsýnd í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/09/2025
0

Nýr Renault Clio byrjar ferskur með sportlegri hönnun og skilvirkari blendingadrifrás MÜNCHEN — Renault hefur tekið hreina nálgun á sjöttu...

Nýr Mercedes GLC frumsýndur í München

Nýr Mercedes GLC frumsýndur í München

Höf: Jóhannes Reykdal
09/09/2025
0

Nýr Mercedes GLC kemur fyrst á markað sem rafbíll í áskorun við BMW iX3 MÜNCHEN — Mercedes-Benz snýr aftur í...

BMW mun kynna 40 gerðir byggðar á Neue Klasse undirvagninum

BMW mun kynna 40 gerðir byggðar á Neue Klasse undirvagninum

Höf: Jóhannes Reykdal
09/09/2025
0

MÜNCHEN — BMW hyggst kynna 40 nýjar eða uppfærðar gerðir byggðar á Neue Klasse tæknigrunni sínum fyrir árið 2027, sagði...

Næsta grein
Smart staðfestir tveggja sæta smábílinn #2 fyrir Evrópu, frumsýndur árið 2026

Smart staðfestir tveggja sæta smábílinn #2 fyrir Evrópu, frumsýndur árið 2026

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

MG EHS PHEV – samspil fegurðar, þæginda og hagkvæmni

15/09/2025
Bílasagan

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

13/09/2025
Bílaheimurinn

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

11/09/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.