BMW i4 M var mest selda M-gerðin á síðasta ári
Jafnvel þó að það sé tæknilega séð ekki að fullu M-gerð, tilkynnti BMW þennan söluáfanga með stolti.
Þegar fyrstu rafbílarnir komu til sögunnar spáðu margir því að tími aflmikilla og sportlegra bíla væri liðinn.
Þetat hefur að vísu verið afsannað með afgerandi hætti og sumir aflmestu sportbílarnir í dag eru rafbílar, en flestir aðeins framleiddir í fáum eintökum.
En nokkrir rafbílar sem eru fjöldaframleiddir standa vel undir nafni sem kraftmiklir og sportlegir, þar á meðal BMW i4 sem er líka kominn í M-gerð, eins og fjallað er um í þessari frétt á vef insideevs:
BMW setti M-merki í fyrsta skipti á i4 og bjó til 544 hestafla i4 M50.
Og það virðist hafa heppnast vel fyrir bílaframleiðandann þýska, þar sem BMW tilkynnti nýlega að hann hefði líka verið mest selda M-merkta gerðin árið 2022 og seldist betur en hefðbundnari gerðir eins og M3, M4 og alla M-merktu jeppanna.
Framleiðandinn segist hafa selt 177.257 M-merkta bíla árið 2022, sem er 8,4 prósenta aukning á milli ára. Og mikilvægasti markaðurinn fyrir M-gerðir þeirra var enn í Bandaríkjunum, þar sem það segir að það hafi tekist að selja yfir 15.000 rafbíla (þar á meðal bíla sem voru ekki M-gerð) á síðasta ári, sem er 4,7 prósent aukning miðað við 2021.
Samkvæmt Franciscus van Meel, stjórnarformanni BMW M, „hefur eldmóður M samfélagsins fyrir tilfinningalega öflugan árangur á veginum og á kappakstursbrautinni borið okkur í gegnum allt afmælisárið.
Þetta kemur einnig fram í nýju sölumeti fyrir BMW M bíla, sem gefur okkur jákvæðar horfur fyrir árið 2023“.

Á þessu ári mun framleiðandinn byrja að senda frá sér tvær mikilvægar rafvæddar gerðir til viðbótar sem bera M-merkið: önnur er i7 M70, sem verður sportlegasta rafmagnsútgáfan af nýju 7 seríunni, en hin er XM ofurjeppinn (tengitvinnbíll, ekki fullur rafbíll), og sem mun fara í framleiðslu á þessu ári í Spartanburg verksmiðju BMW í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.
Og BMW hefur miklar áætlanir um framtíðar rafmagns M-gerðir. Insideevs-vefurinn fjallaði nýlega um skýrslu sem varpar meira ljósi á fjórhreyfla aflrás vörumerkisins sem mun rata inn í framtíðar sérsniðna M rafbíla.
BMW sýnir meira að segja þessa frumgerð í „skriðdrekabeygju“ í einu kynningarmyndbandi þar sem hún er sýnd.
Ekki er vitað hvort þessi eiginleiki kemst í framleiðslu, þar sem það væri í raun ekki not fyrir hann í hinum raunverulega heimi, en hann sýnir hvað hægt er að ná með fjögurra mótora uppsetningu.
(frétt á vef insideevs)



