BMW afhjúpar nýjan i4, rafbíl sem er nærri tilbúinn í framleiðslu
-mun geta ekið 600 km á einni hleðslu
BMW mun fara í fulla samkeppni við hina vinsælu gerð Tesla, Model 3, á næsta ári með fyrsta fjöldaframleidda fólksbílnum frá þeim sem eingöngu notar rafmagn.

Concept i4, er hugmyndabíll sem er nærri tilbúinn fyrir framleiðslu, fjögurra dyra Grand Coupe BMW, sem getur farið 600 km á einni hleðslu. Hröðun bílsins frá 0 til 100 km/klst. er u.þ.b. 4 sekúndur og hann getur náð hámarkshraða yfir 200 km / klst. með rafmagns drifrás sem býður upp á jafngildi 530 hestöfl.

Bíllinn mun bjóða upp á „spennandi frammistöðu“, sagði forstjórinn Oliver Zipse í beinni útsendingu á netinu á þriðjudag sem kom í stað fyrirhugaðs blaðamannafundar vörumerkisins á aflýstu bílasýningunni í Genf.

„Viðskiptavinir okkar munu aldrei þurfa að skerða á milli akstursánægju og sjálfbærs hreyfanleika,“ sagði hann. „BMW i4 er sönnun þess,“ sagði Zipse.

Hönnun hugmyndabílsins er með langt hjólhaf, slétta þaklínu og stutt yfirhang og er „nokkuð nálægt“ framleiðslugerð bílsins sem kemur árið 2021, sagði Zipse.
„Við tókum 3-seríu GT og 4-seríu Gran Coupe, settum þá saman og komum með þennan hugmyndabíl“, sagði Zipse við Bloomberg sjónvarpstöðina á þriðjudag. „Með því hafa þar dæmigerðu BMW genin sem þú myndir ekki sjá í neinum öðrum bíl.“
I4 mun skella sér iin við hliðina á sportjeppastærð iNext, þar sem sem þessi tvö flaggskip verða rafmagnsframboð BMW árið 2021. i4 mun fara í sölu á seinni hluta næsta árs, skömmu á eftir iNext, sagði sölustjóri BMW, Pieter Nota, við Automotive News Europe á þriðjudaginn .
Notar fimmtu kynslóð eDrive
Hugmyndabíllinn notar fimmtu kynslóð eDrive tækni BMW sem er með 80 kílóvattstunda rafhlöðu sem vegur um 550 kg. BMW gat lækkað þaklínuna fyrir sportlegra útlit vegna þess að rafhlaðan þróuð fyrir bílinn er með léttbyggðari hönnun. „Það er erfitt að trúa því að það sé rafhlaðan undir gólfinu,“ sagði Adrian van Hooydonk, yfirmaður hönnunar BMW Group, á meðan á kynningunni á netinu stóð.
Nýrnalaga grillið á BMW beinir ekki lengur kælilofti að vatnskassa en þjónar nú sem þjónustusvæði sem hýsir ýmsa skynjara.

Inni í farþegarými kemur boginn snertiskjár í stað venjulegs mælaborðs og beinir sjónarhorni í átt að bílstjóranum. „Það færir stefnumörkun ökumanna á stafrænan tíma,“ sagði van Hooydonk.
Áberandi loftaflfræðileg vindskeið aftan á bílinn skapar sportlega tilfinningu í fjarveru útblástursröranna og mun verða reglulegur eiginleiki á rafmagnsbílum BMW. „Aftari vindskeiðin gæti verið nýr þáttur í öllum farartækjum,“ sagði van Hooydonk.
I4, iNEXT og fullrafmagns iX3, sem frumsýndur verður á þessu ári, mun hjálpa til við að draga úr kolefnisspor nýrrar bílaflota BMW.
Zipse lofaði að BMW myndi minnka losun sína á flotum í Evrópu um 20 prósent árið 2020 og myndi uppfylla lögboðnar skyldur sínar bæði á þessu ári og fyrir 2021, og með vísbendingum að forðast sektir sem Brussel lagði á. „Þetta sýnir að við erum staðráðnir í loftslagsvernd,“ sagði hann.
BMW mun einnig setja á markað fleiri tengitvinnbíla á þessu ári, þar á meðal útgáfur af X1 og X2 sportjeppunum, sem og 3 seríu stationbíl.
i4 verður smíðaður í Munchen
i4 verður smíðaður í verksmiðju BMW í München í kjölfar 200 milljóna evra endurbóta á verksmiðjunni, sem nú smíðar 3-seríu fólksbíla og stationgerð og 4-seríu tveggja dyra Coupé. Að samþætta i4 væri „krefjandi verkefni“ fyrir BMW, sagði fyrirtækið.
Bíllinn verður smíðaður á arkitektúr 3-seríu en verksmiðjan þurfti að grípa til sérstakra aðgerða til að setja háspennurafhlöðuna í bílinn. Um 90 prósent af núverandi búnaði fyrir mætti nota til að smíða nýja bílinn, en hin 10 prósentin sem eftir eru krefjast nýrrar fjárfestingar.

„Sérstakur nýr búnaður verður settur í samsetningarsalinn til að setja upp háspennu rafhlöðuna þar sem rafhlöðuna þarf að setja í bílinn neðan frá,“ sagði fyrirtækið. Þessu væri lokið á sex vikna tímabili, „sem krefst langtímaáætlunargerðar og nákvæmrar útfærslu,“ samkvæmt yfirlýsingunni.
Á þessu ári ætlar BMW að selja um 140.000 rafmagnsbíla í Evrópu þar sem um 40.000 sem aðens nota rafmagn.
Þrískipt nálgun bílaframleiðandans við að framleiða rafmagns-, blendinga- og brunahreyfla, sem speglar stefnu samkeppnisaðilans Mercedes-Benz, hefur enn ekki unnið mikið á meðal fjárfesta þar sem markaðsvirði Tesla hækkaði umfram BMW og Daimler, eiganda Mercedes Benz. Metinn á 136,9 milljarða dollara er rafbílaleiðtoginn Tesla nú meira virði en báðir keppinautar hans í Þýskalandi samanlagt.
(Bloomberg og Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein