- i3 frá BMW verður skipt út fyrir væntanlegan iX1 jeppling
- ?Síðasti BMW i3 farinn af færibandinu
BMW hefur staðfest að framleiðslu i3 sé nú lokið en bíllinn var framleiddur í níu ár eða frá 2013. Síðasti i3 rúllaði af færibandi verksmiðjunnar í Leipzig í Þýskalandi, aðeins nokkrum vikum eftir að gerðin fór yfir rúmlega fjórðung milljónar í framleiðslu. Í tilefni af því hafa tíu bílar verið útbúnir af einstakri sérútgáfu sem kallast i3 HomeRun Edition, með „Frozen paint“ áferð vörumerkisins.
Heimurinn fékk fyrst innsýn inn í i3 í hugmyndaheiminn á bílasýningunni í Frankfurt 2011, og þegar framleiðslugerðin kom árið 2013 var hún ótrúlega lík upprunalegu útgáfu sýningarbílsins.
Tvílita lakkið, niðurfelld axlarlína, glerbakhlið og upprétt hlutföll voru á skjön við venjulega BMW hönnun sem kaupendur höfðu vanist. Ein af ástæðunum fyrir framandi útliti var að framleiðandinn kynnti nýja „i“ undirmerki BMW (ásamt i8 sportbílnum).
Hurðir með lömum að aftan eru alltaf eftirtektarverðar og þær hjálpuðu svo sannarlega til við að gefa i3 karakter, sem og innréttingin. Farþegarýmið sjálft var með lágu mælaborði og gluggalínan gaf birtu og tilfinningu um að bíllinn væri rúmgóður og stærri en hann í raun var. Tæknin var auðvitað uppfærð reglulega til að halda honum ferskum.

i3 var byggður á sérsniðnum grunni sem er blanda úr áli, magnesíumi og koltrefjum til að halda þyngd bílsiins í rúmu tonni. Með því að hafa bílinn léttan mátti ná 300 kílómetra drægni í þessum alrafmagnaða bíl.
i3 reyndist vinsæll í neyðarþjónustu á Bretlandi, þar sem lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningamenn notuðu bíl af þessari gerð.
Það er í raun enginn bíll sem kemur í stað i3 en rafmagnsútgáfa af nýja X1 jeppanum gæti tekið við hlutverki þess smáa.