BL frumsýnir nýja kynslóð sportjepplinga á laugardaginn 25. október. MGS5 EV er 100% rafbíll með allt að 465 km drægni*. Áhugasömum gefst kostur á að koma á milli kl.12-16 á Sævarhöfða 2, skoða og reynsluaka.
Verð er frá: 3.990.000 kr. með styrk með því að nýta 900.000 kr. styrk Orkusjóðs meðan kostur er!
MGS5 EV er hannaður til að skila framúrskarandi akstursupplifun og setur ný viðmið fyrir rafmagnsjepplinga. Hann er smíðaður á margverðlaunuðum MSP grunni (Modular Scalable Platform) sem er sérstaklega hannaður til að hámarka nýtingu rafhlöðunnar, lágmarka þyngd og fínstilla öll afköst.

MGS5 EV er búinn háþróuðu akstursaðstoðarkerfi sem gerir aksturinn bæði öruggari og þægilegri. Hann býður upp á mikil þægindi fyrir ökumann og farþega með vandaðri innréttingu sem sameinar lúxus, rými og notendavæna tækni á hnökralausan hátt. Innanrýmið er rúmgott, með mikið rými fyrir bæði fætur og höfuð, farangursrýmið er 453 l.
Nútímaþægindi eru allsráðandi, svo sem með aðgangsstýringu með snjallsíma, lyklalausu aðgengi, upphituðum hliðarspeglum, hita í stýri og framsætum.
Allir MG bílar keyptir hjá BL njóta að sjálfsögðu 7 ára ábyrgðar.
*Uppgefnar tölur um drægni taka mið af nýjum WLTP prófunum. Aksturslag, hitastig og ástand vega hefur afgerandi áhrif á drægni raf- og tengiltvinnbíla
(frétt frá BL)




