Þriðjudagur, 20. maí, 2025 @ 0:48
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

„Bitrar“ konur og heimilisbíllinn

Malín Brand Höf: Malín Brand
24/01/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 3 mín.
271 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Ekki myndi maður fyrir sitt litla líf hætta sér í umfjöllun um hvort kynið sé betra í því að stjórna  ökutæki: karlar eða konur. Það er ekki umræða mér að skapi enda tek ég ekki þátt í henni. Eftir sem áður má auðvitað skemmta sér við að fylgjast með öðrum ræða þessi mál.

Blaðaúrklippa frá 1978.

Biturð kvenna hryggileg

Stórgott bréf  birtist í Morgunblaðinu þann 13. apríl 1967 . Velvakandi var þar ávarpaður og var bréfritarinn kona. Hófst það svona:

„Það hryggir mig Velvakandi hve bitrar konur eru út í karlmennina þegar um blessaðan heimilisbílinn er að ræða. Svo eru konur og karlmenn alltaf að jagast um hvort kynið sé verra í umferðinni eða betra.“

Saklausa fórnarlambið var bíllinn en kynin körpuðu.

Konan sem þetta skrifaði, árið 1967, vildi „svona til tilbreytingar“ senda Velvakanda bréf frá „einni (undirritaðri ) sem er ánægð, bæði með karlmennina og allt sem viðvíkur heimils bílnum,“ eins og hún orðaði það.

„Bílinn hef ég alla daga, þar sem eiginmaðurinn fer með öðrum bíl til vinnu. Um helgar og á kvöldin eru heldur engin vandamál. Hann segir: viltu keyra (elskan), ég svara: nei, keyr þú vinur, ég keyrði í dag.“

Gaman að fá svokallaðan „chance“

Þetta virðist, af innihaldi bréfsins að dæma, hið mesta lukkusamband tveggja einstaklinga og höfum í huga að hér er saga sögð á skjön við það taut og hjólfaradrulluspól sem birst hafði á sama vettvangi vikurnar á undan.

Þessi kona var búin að fá nóg af svartagallsrausinu sem birtist og tók af skarið með það fyrir augum að hafa áhrif á stefnu umræðunnar. Og svona var hún líka jákvæð:

„Ekki finnst mér nú heldur amalegt að vera kvenmaður í umferðinni, oft kemur fyrir að menn gefa bílnum mínum svokallaðan chance, og hef ég þá ímyndað mér, að það væri af þvi að ég er kona. Þess vegna brosi ég alltaf breitt í þakklætisskyni þá.“

Það er skemmtilegt hvernig bréfritari persónugerir bílinn. Að hennar mati var bílnum gefinn „séns“ en ekki endilega henni. Í það minnsta er orðalagið einlægt og skemmtilegt.

Rödd heyrist úr eyðimörkinni

Konan var viss um að hún væri ekki sú eina sem bæri körlunum vel söguna. Hélt hún áfram:

„Það hljóta að vera margir sem hafa sömu góðu reynsluna af karlkyninu og ég, það heyrist bara allt of lítið í þeim. Að lokum legg ég til, að þeir karlmenn sem eiga konur, sem eru óánægðar með þá, að þeir reyni að fara vel að þeim, og láni þeim bílinn sem oftast. Hver veit, að lokum berast ef til vill eintóm lofsbréf um þennan skemmtilegasta hlut sem konunni er gefin[n], karlmaðurinn.“

Undir þetta skrifaði „Ein ánægð”. Víkverji kættist nokkuð við að fá svona sérstakan póst og stóð fyrir neðan öll herlegheitin: „Ánægjulegt að heyra einu sinni rödd úr eyðimörkinni.“

Fleiri orð voru ekki höfð um það í þetta skiptið en ætli ekki yrði uppi fótur og fit ef eitthvað sambærilegt birtist í Morgunblaði nútímans? Eða bara í hvaða fjöl- eða samfélagsmiðli nútímans?

Gaman að þessu og umhugsunarvert hvernig gildin hafa breyst en eru þó hvergi meitluð í stein!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Er V8 vélin komin að leiðarlokum?

Næsta grein

Aftur til fortíðar í Skagafirði

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Aftur til fortíðar í Skagafirði

Aftur til fortíðar í Skagafirði

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

BYD Sealion 7 – fágaður lúxus og kraftmikið tæknibúnt

19/05/2025
Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.