Bíll ársins í Þýslandi 2020: er nýi Porsche Taycan
Nú liggur fyrir hvaða bíll er „bíll ársins 2020“ í Þýskalandi, en það er hinn nýi PorscheTaycan.

Fimm gerðir voru í úrslitum: BMW 3, Mazda 3, Opel Corsa, Peugeot 208 og Porsche Taycan. Dómnefnd sjálfstæðra blaðamanna valdi nú arftaka verðlaunahafans í fyrra, Jaguar I-Pace.

Annað sinn sem rafbíll hlýtur titilinn
Þetta er í annaðsinn sem rafbíll hlýtur þennan titil í Þýskalandi. Rafdrifinn fjögurra dyrabíllinn stóð sig vel í umfangsmiklum reynsluakstri gegn keppinautunum BMW 3Series, Mazda 3, Opel Corsa og Peugeot 208. Þessir fimm höfðu verið valdir úr um það bil 40 keppinautum.endum.
Meðal þeirra fimmsem tóku þátt í lokaslagnum var úr hinum fjölbreyttustu drifrásum að velja,bensín- og dísilvélum auk tengitvinnbíla.
Í fyrra, fékk Jaguar I-Pace verðlaunin.
Porsche stoltir af sínum bíl
Við afhendingu verðlaunanna sagði Oliver Blume, forstjóri Porsche,: „Við erum mjög stolt af því að okkur tókst að sannfæra sérhæfða dómnefnd með Taycan og veittu honum titilinn „bíll ársins í Þýskalandi 2020“. Verðlaunin staðfesta enn og aftur að við höfum farið rétta leið með þá stefnu okkar að setja alvöru Porsche á götuna, þar með talið rafdrifinn“.

Eða eins og Jens Meiners, í dómnefndinni sagði: „Taycan sannfærir umfram allt með eigin hönnun sem og útliti, svo og með framúrskarandi árangri með klassískum matsviðmiðum“.
Verðlaunin
Dómnefnd fyrir bíl ársins í Þýskalandi samanstendur af 15 bílablaðamönnum sem eru virkir í þýskumælandi löndum. Hún er studd af ráðgjafafyrirtækinu Prime Research. Nánari upplýsingar og úrslit keppninnar má finna á: www.gcoty.de