Bílatattú getur verið skondið
„Þú ert það sem þú borðar“ segir málshátturinn gamli og er það gott í sjálfu sér. Annað sem gefur vísbendingu um líf fólks gæti verið tattú eða húðflúr. Það hefur þó ekkert með mat að gera en bílar, mótorhjól og Formúlubrautir eru á meðal þess sem bílafólk hefur látið flúra á hörund sitt.
Það er stór ákvörðun að fá sér flúr. Svo stór að meirihluti jarðarbúa er án flúrs. Húðflúr er hundgamalt fyrirbæri og án þess að farið sé dýpra í sögu þess þá er í lagi að nefna nokkra áhugaverða punkta sem ég sá á vefsíðunni History of Tattoos.
- 17% þeirra sem hafa látið húðflúra sig segjast sjá eftir því. Algengasta ástæðan: Flúrið er nafn einhverrar annarrar manneskju sem er ekki lengur „uppáhalds“.
- 5% þeirra sem eru óánægð með eigið flúr láta flúra „yfir“ það gamla í stað þess að láta fjarlægja það.
- 5% segjast sannfærð um að flúrið geri þau gáfulegri.
Jæja, gott og vel. Staðhæfingar út í bláinn og ekki vísað í heimildir á síðunni. Skítt með það. Lítum á myndir og höfum það gott. Bílatattú bílafólksins gjörið svo vel:



























Svo má alltaf fá sér myndir til að hengja upp á vegg…
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.