Bílasýningin í París 2026

141
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Bílasýningin í París 2026 verður haldin 12.-18. október; lofar „enn sterkari“ úrvali helstu vörumerkja

Núna erum við að horfa ár fram í tímann því samkvæmt eftirfarandi frétt e stefnt að enn stærri bílasýningu í París í október á næsta ári

PARÍS — Bílasýningin í París 2026 verður haldin 12.-18. október í sýningarmiðstöð borgarinnar, að sögn skipuleggjenda, með fjölmiðladegi 12. október.

Búist er við að viðburðurinn, sem haldinn er annað hvert ár, muni draga að sér meira en 500.000 gesti og mun byggja á skriðþunga frá sýningunni 2024, þar sem fjöldi helstu evrópskra vörumerkja sem höfðu sleppt útgáfunni 2022 komu aftur, að sögn skipuleggjenda í fréttatilkynningu 13. október.

Bílasýningin í París 2024. Meðal þeirra vörumerkja sem voru viðstödd voru Tesla, BMW, Peugeot, Renault, Ford og Kia. (Mynd: Paris Auto Show)

Sýningin 2026 mun hafa „enn sterkari nærveru frá helstu bílaframleiðendum“, að sögn skipuleggjenda.

Meðal evrópskra og asískra bílaframleiðenda á bílasýningunni árið 2024 voru Audi, BMW, Citroën, Dacia, Ford, Kia, Peugeot, Renault, Skoda og Tesla (sem komu fyrst fram síðan 2018).

Fáir kínverskir bílaframleiðendur voru á bílasýningunni árið 2024 eftir að Evrópusambandið ákvað að leggja háa tolla á kínversk-framleidda rafbíla, þó að BYD hefði verið með stóra sýningu og nýjasta kínverska bílamerkið á íslandsmarkaði, Leapmotor kom fram í fyrsta sinn sem Stellantis-vörumerki.

Meðal þeirra sem ekki voru á sýningunni árið 2024 voru Mercedes, Hyundai og Toyota.

Evrópskar bílasýningar hafa náð að endurheimta nokkuð eftir COVID-19 faraldurinn, jafnvel þótt mörg vörumerki hafi einbeitt sér að því að kynna gerðir utan bílasýningarformsins.

Bílasýningin í Genf varð fórnarlamb cóvid-faraldursins; sýningin árið 2024 er líklega sú síðasta í fyrirsjáanlegri framtíð, en þýska bílasýningin IAA flutti til München frá Frankfurt og sneri sér að hluta til að vera undir berum himni sem hefur dregið að vörumerki í sögufrægan miðbæinn í München.

(Automotive News Europe)

Svipaðar greinar