Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:40
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bílapartar ganga aftur: Á ég að borða af þessu?

Malín Brand Höf: Malín Brand
06/02/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 7 mín.
279 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

„Ætlarðu að nota þennan gamla tjakk? Má ég eiga hann?“ Það er stórkostlega magnað hvað fólki dettur í hug og þegar kemur að bílapörtum þá eru þeir hreinasti fjársjóður í augum sumra. Þeir borða þá kannski ekki en þeir borða hugsanlega „af“ þeim!

Mörgum er meinilla við stimpilklukkuna í vinnunni; viðveruvaktarann sem getur leikið mann grátt, t.d.  um mánaðarmót hafi maður gleymt að heilsa upp á hann einhvern daginn í fyrri mánuði.  

Svo gerðist það einn daginn að vinur minn mætti með stimpilklukku á heimilið og þar með fékk „stimpilklukka“ nýja og betri merkingu.

Hér er mynd af tveimur:

Stimplaðu þig inn þegar þú vilt. Eða út! Stimpillinn á mínu heimili er úr gömlum Audi. Ljósmynd/Facebook/Hausverk

Þetta fannst undirritaðri og finnst enn alveg bráðsnjallt og flott að auki. Það finnst fleirum og meira um málið hér.

Svo nánast hrasaði ég um öðruvísi bílatengda klukku á veraldarvefnum:

Sem betur fer er búið að finna upp hjólið

Já, sem betur fer! Annars hefðum við ekki hugmynd um hvað við ættum að gera við gömul dekk! Æj, já, það er sunnudsgsmorgunn og kannski of snemmt fyrir svona aulahúmor. Eða jafnvel of seint.

Það þarf ekki að dekka dekkjaborð. En míkróskurður væri í lagi.
Dælt í dekkin.

Það þarf að vera V8 – „tjakkaðu“ á þessu

Að borða já… Það er ekki endilega flókin athöfn í sjálfu sér en hún gæti verið skemmtilegri.  

Hér eru nokkrar vélar, blokkir og alls konar innvols sem getur örvað matarlystina eða hreinlega gert það skemmtilegra að setjast niður og fá sér bolla. Jafnvel með kaffi í.

En byrjum á blokkarborði: 

Ljósmynd/Architecturendesign.net

Þá er rétt að líta á vatnskassaborðið en auðvitað getum við ekki valsað um og valið úr Rolls-vatnkössum þannig að þá er bara að finna eitthvað annað.

Ætlarðu að nota þennan gamla tjakk? Ef enginn ætlar að nota hann þá myndi einhver t.d. vilja nota hann undir kaffið sitt. Hví ekki?

Áður en við kveðjum borðin er rétt að fjalla örstutt um forsíðumyndina: 

Klessusportaraborð: Það er frekar sérsrtakt að ramma inn bílhræ og borða ofan af því en ferlega er þetta svalt ef manni tekst að leiða hjá sér hvaðan uppistaðan í borðinu er komin.

Spíritusknúnar vélar

Það hefur lengi verið vitað að vélar geta verið býsna drykkfelldar í „lifanda lífi“ en þegar þær eru hættar að ganga geta þær þó gengið í anda. Vínanda. Alkóhól er jú eldnsneyti og getur sannarlega aukið snúninginn á margri vélinni.

Vélarvínrekkinn er vinsæll, sýnist manni eftir dálitla athugun á vefnum. En það segir sig sjálft að því fleiri strokkar – því betra.

Upp með draslið

Upphalarar geta gegnt ýmsum hlutverkum öðrum en því að hala rúðum upp og niður. Þeir eiga margir hverjir framtíð fyrir sér sem hurðarhúnar, skápa- og skúffuhöldur, lyklasnagar eða hankar fyrir föt, handklæði, potta,  pönnur og hvað sem manni dettur í hug.

Hankar og snagar og allt í þá veru.
Kerti geta sömuleiðis gegnt ýmsum hlutverkum.

Það geta öryggisbeltafestingar líka gert, en svei mér ef það er bara ekki forljótt!

Eldfelguarinn [Eld-felgu-arinn]

Eldstæði, eða hvað það nú kallast, getur verið nokkuð snoturt sé það gert úr felgum.

Nú svo eru það nokkur atriði fyrir baðherbergið.

Vilji maður öruggt baðherbergi þá getur Volvo séð um öryggisþáttinn, t.d. í hlutverki baðherbergisskáps: 

Þar sem við erum „inni á baði“ er vel við hæfi að kanna hvort þetta „flössi“ ekki fínt með gírstöng og svoleiðis:

Skipulagsatriði að lokum

Skrifstofan fær auðvitað sitt og er þessi pallhleri hreint út sagt ljómandi fín framhlið á skáp.

Bókastoðir eru þarfaþing.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Sturlað flott „Body Kit“ fyrir Dacia Duster

Næsta grein

Hver man eftir þessum?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Hver man eftir þessum?

Hver man eftir þessum?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.