Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:35
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bílakokkurinn síbölvandi: Gordon Ramsay

Malín Brand Höf: Malín Brand
06/03/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 7 mín.
265 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Og ég sem hélt að hinn síbölvandi matarkarl, Gordon Ramsay, hugsaði ekki um annað en mat! Þar hafði ég nú aldeilis á röngu að standa og kannski er hann bara ágætur inn við beinið (að því gefnu að ekki sé búið að úrbeina hann). Hann er nefnilega bílasafnari!

Ferrari SP2 Monza

Ef fólk er með mikinn gassagang, blótar mjög og er bara með almenn rassaköst þá á ég það til að hafa varann á. Já, ég tek þannig fólki „með fyrirvara“ og held góðri fjarlægð. En komi í ljós að viðkomandi sé bílamanneskja; þá er nú annað uppi á teningnum! Liggur við að maður klappi manneskjunni á bakið og segi: „Nú! Af hverju ullaðirðu þessu ekki út úr þér fyrr manneskja?“

Við Gordon Ramsay sagði ég þó ekki múkk og ekkert fékk hann bak-klappið – enda höfum við aldrei hist svo ég viti.

Ferrari sinnum 13

Matargat eða ekki, orðljótur eða hvað; maðurinn er alvöru bílaunnandi og honum til happs á hann peninga til að kaupa alls konar bíla. Eða þá er hann með rosalega góðan þjónustufulltrúa í bankanum.

Hann er mikill aðdáandi Ferrari. Ekki svona aðdáandi eins og ég sem á peysu með Ferrari-lógói og finnst ég voða töff heldur aðdáandi sem fer í Ferrari verksmiðjuna og kaupir sér bíla (þó ekki endilega í verksmiðjunni). Bíla, en ekki bíl. Hann á (eða átti skv. þessu hér) nefnilega þrettán stykki!

Þau eru ekki öll eins. Það væri nú líka undarlegt.

Skjáskot/YouTube

Ferrari fær hann meira að segja til að brosa breitt og það er frábært.

Skjáskot/YouTube

Hér er stutt myndband frá Ferrari-heimsókn hans og ég held að Ramsay blóti ekki einu sinni því hér brosir hann í heila mínútu:

Listi yfir þá bíla sem Gordon Ramsay á af Ferrari gerð:

Ferrari 308

Ferrari  F355 GTS (1998)

Ferrari  550 Maranello (2000)

Ferrari F430 GTB (2005)

LaFerrari Aperta (2016)

Aðeins 200 bílar af þessari gerð voru smíðaðir og er þessi tvinnbíll tæp 1000 hestöfl. Bíllinn virðist vera í miklu uppáhaldi hjá Ramsay sem sagði eftirfarandi í viðtali sem birtist í tímariti Ferrari:

„Eftir fimm adrenalínmarineraðar mínútur á 180 mílna hraða í þessum bíl verð ég alveg slakur. Og það er nóg til að halda mér í góðum gír næstu tvo mánuðina.“

Ferrari F12TDF (2016)

Ferrari F12 Berlinetta

Ferrari SP2 Monza (2019)

Ferrari SP2 Monza er 800 hestöfl.

Ferrari 575M Meranello Superamerica

Aðeins 559 eintök voru smíðuð af þessari gerð.

Ferrari 430 Scuderia

Ferrari 812 Superfast

Ferrari Laferrari

Ferrari 458 Italia

Ferrari 488 GTB

Ferrari ??612 Scaglietti

Ferrari Portafino

Ferrari California T

Grillað á 5,6 lítra vél

Svo kann hann líka að grilla fisk á bílvélum.

Hér grillar hann fisk á 5.6 lítra vél í Range Rover. Skilst mér, eftir að hafa lesið athugasemdir við myndbandið á YouTube, að Jeremy Clarkson  hafi gert svipað í þætti með Ramsay og þeim síðarnefnda ekki þótt sú matreiðsla upp á marga fiska, eða þið vitið…

Hann skrapp í bíltúr og á meðan bakaðist fiskurinn. Mér finnst þetta svo kjánalegt að ég vil eiginlega ekki hafa myndbandið hérna í greininni en hér er hlekkur á það.

Aðrir bílar í eigu matmannsins:

Aston Martin DB7 V12 Vantage (2001)
Porsche 918 Spyder (2014)
Land Rover Defender 110 SVX ‘Spectre’ JB24 (2015)
BAC Mono (2016)
McLaren Senna (2019):
McLaren 675LT
Aston Martin DBS Superleggera
Ford GT (2019)
Bentley Continental GT
Porsche 911 Turbo
VW Golf VR6

Fleiri óvæntir „bílasafnarar“:

Alveg Gaga bílasafnari

John Lennon var afleitur bílstjóri

Söngvari Metallica kemur á óvart!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Alveg Gaga bílasafnari

Næsta grein

Drónahugmynd Polestar O? útskýrð

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Evrópufrumsýning á Ocean frá Fisker

Evrópufrumsýning á Ocean frá Fisker

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.