Frumsýnir einnig glæsilegan 911 Targa GTS.
Á morgun, laugardag, verður einstök sportbílasýning haldin á Krókhálsi 9 milli kl. 12 og 16, þar sem Porsche áhugafólk fær að upplifa sögu og þróun Targa línunnar í gegnum sjö kynslóðir.

Á sýningunni verður til sýnis sjaldséð safn af sjö klassískum Porsche 911 Targa bílum, frá 1967 til 2025, auk þess sem nýr Porsche 911 Targa GTS verður frumsýndur.
„Targa bílarnir hafa alltaf haft sérstakan sess meðal Porsche aðdáenda – þeir sameina sportlega aksturseiginleika, einstaka hönnun og það frelsi sem fylgir opnum bíl. Það er eitthvað óútskýranlega heillandi við Targa þakið – hvernig það breytir upplifuninni án þess að fórna styrkleika og stíl,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.
,,Bílarnir koma frá Porsche safninu í Stuttgart og verða í kjölfar sýningarinnar myndaðir í íslenskri náttúru áður en þeir halda aftur til Þýskalands. Þetta er því eina tækifærið til að sjá alla þessa stórglæsilegu og sögulegu bíla samankomna.“segir Benedikt einnig.
Sýningin fer fram í sýningarsal Porsche á Krókhálsi 9 frá 12-16. Allir velkomnir.