Bílablogg.is og Dekkjaráðgjafinn hafa hafið formlegt samstarf um efni tengt dekkjum og öryggi í akstri. Dekkjaráðgjafinn er í eigu Drífu tæknidrifinnar dekkjasölu og dekkjaþjónustu sem bætir við sig verkstæðum stöðugt.
Í samstarfinu mun Bílablogg.is birta greinar, fróðleik og umfjöllun um dekk og skyld efni í samvinnu við sérfræðinga Dekkjaráðgjafans. Það er engum blöðum um það að fletta að dekk eru einn af lykilþáttum öruggs aksturs og gegna veigamiklu hlutverki í heildaröryggi bílsins.
Lesendur munu geta nálgast hafsjó af fróðleik, kynnt sér niðurstöður prófana og mælinga og fylgst með því sem er nýjast í heimi dekkja – allt á einum stað.
Okkur hjá Bílablogg.is finnst þetta samstarf geta gefið lesendum okkar heilmikið af upplýsingum og fróðleik, ekki veitir af í byrjun vetrar þegar menn fara að huga að dekkjaskiptum segir Jóhannes Reykdal ritstjóri Bílablogg.is
Greinar birtast í flokknum Dekkjaráðgjafinn.



