Föstudagur, 10. október, 2025 @ 22:41
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bestu bílar ársins að mati The Times og Sunday Times

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
08/11/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 13 mín.
354 11
0
175
DEILINGAR
1.6k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Bestu bílar ársins að mati The Times og Sunday Times

Motor Awards 2022: bestu bílar ársins í ýmsum flokkum tilkynntir

Hverjir eru bestu bílarnir á sölu í dag? Við erum að vísu ekki að tala um hér á landi, því það er óljóst með áframhaldið á vali á „bíl ársins“ hér, heldur erum við að tala um á Bretlandi. Til að fá svarið þarf kannski ekki að leita lengra þar sem við afhjúpum sigurvegara The Times og Sunday Times Motor Awards 2022, þar á meðal hinn virta Sunday Times bíl ársins.

Enn og aftur innihalda flokkarnir allt frá borgarbílum til ofurbíla, spræka hlaðbaka til stórra jeppa.

Hættir með „rafbíl ársins“

Ein stór breyting á þessu ári var að hætta með flokkinn Rafbíll ársins, líkt og gert var hér þegar bíll ársins var valinn síðast. Þar sem margir nýir bílar eru annaðhvort hreinir rafknúnir eða bjóða upp á rafmagnsútgáfu og rafbílar eru nú þegar í nánast öllum flokkum bíla, virðist það ekki vera skynsamlegt að hafa sérstakan flokk fyrir þá árið 2022. Svo, eins og flestir bílaframleiðendur, verðlaun Motor Awards 2022 eru nú þegar tilbúin fyrir bannið við nýjum bensín- og dísilbílum árið 2030.

En þótt einn hafi fallið út, voru kynnt tvö ný verðlaun: Fyrirtækjabíll ársins og Notaður bíll ársins.

Önnur breyting fyrir árið 2022 er að taka með tvo bíla sem hafa hlotið mikla lof fyrir hvern flokk (þar sem við á), þar sem val á sigurvegara var í sumum tilfellum mjög naumt (bílablaðamennirnir áttu erfitt með að vera sammála í fleiri en einum flokki).

Að auki viðurkenndum við framleiðanda ársins, og getum upplýst niðurstöðu kosninganna um Bíll ársins að vali lesenda.

Sunday Times bíll ársins 2022: Mercedes EQE

Ef þú varst að bíða eftir réttum valkosti við Tesla Model S, þá er hann hér að mati þeirra hjá Sunday Times. Hinn rafknúni Mercedes EQE býður upp á hágæðafrágang að innan sem utan sem ökumenn eru að fara fram á, allt frá glæsilegu flötu „grillinu“ til íburðarmikilla sætanna.

Með einstaklega loftaflfræðilegri yfirbyggingu ræður EQE allt að 620 km á hverri hleðslu, sem gerir hann að viðeigandi bíl til langferða.

Þegar þú þarft að fylla á tekur það aðeins 32 mínútur að ná úr 10% í 80% með hraðhleðslutæki, og á meðan þú bíður geturðu hrifist af stórum, kristaltærum snertiskjásvalmyndum og ofgnótt upplýsinga þeirra.

Árangurinn er líka til staðar: hröðun frá 0-100 km/klst í 288 hö EQE 350+ tekur 6,4 sekúndur og hámarkshraðinn er 210 km/klst.

Sunday Times Goðsögn ársins 2022: Honda Civid Type R

Lítið hér á nýjustu útfærslu Honda Civic Type R, gerð sem fékk þessi verðlaun fær nú „goðsagnakennda“ stöðu. Þessi algjörlega nýja útgáfa er ekki væntanleg fyrr en snemma á næsta ári en eftir mikið betl af hálfu þeirra hjá Sunday Times var hún gerð aðgengileg fyrir ljósmyndatöku – Honda mun ekki hleypa þeim nálægt ökumannssætinu fyrr en eftir opinbera kynningu.

En það skiptir ekki máli fyrir Legend verðlaunin, þar sem þau veita bílum sem hafa fylgt okkur kynslóðum saman og í hvert sinn verið einstakir. Civic Type R var fyrst kynntur á sínum tíma árið 1997 og á síðustu 25 árum hefur hver útgáfa verið ótrúlega gefandi að keyra – og ótrúlega áhrifamikil í akstri á braut – svo það er ekki ólíklegt að 2023 gerðin haldi þeirri þróun áfram, segja þeir hjá Sunday Times.

Hann er líka með flottara útlit en gerðin sem er að hætt, svo þetta byrjar vel.

Best hannaði bíll ársins: Volkswagen ID Buzz

VW ID Buzz varð samstundis klassísk hönnun. Hann er farsællega á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar og endurheimtir tvítóna flotta upprunalega útlit gamla „rúgbraðsins“ – VW Type 2 á sama tíma og hann fellur inn í nútíma útlitsáherslur og einkenni sem gefa vísbendingu um framsýna rafknúna aflrásina.

Að innan er hann jafn ferskur og ytra; hagnýtur en flottur. Við getum séð ID Buzz fylla strandbílastæði upp og niður í Bretlandi á skömmum tíma… um leið og við getum fengið þá´, hann er svo nýr að það var ekki hægt að fá einn fyrir myndatökuna á Silverstone, þar sem hver einasti bíll sem búið var að framleiða var í öðru landi alþjóðlega fjölmiðlakynningu, sem fór fram í Danmörku eins og kom fram hér á vefnum.

Mikið hrós í þessum flokki fá:

  • Nýr Renault 5
  • Genesis GV60

Dacia Jogger: Sunday Times besta verðgildi ársins 2022

Dacia Jogger var auðveldur sigurvegari í þessum flokki, meðal annars vegna þess að það er einfaldlega ekki annar sjö sæta bíll í boði fyrir svipaða upphæð.

Hann hefur ekki snyrtilegt flatt hleðslusvæði og smíðagæði er óviss á ákveðnum svæðum, en þú getur ekki búist við hágæða bílagæðum í bíl af þessari stærð sem byrjar á innan við 17.000 pundum (eða sem svarar rétt yfir 2,8 milljónum króna á markaði á Bretlandi).

Og að því sögðu þá býður Jogger upp á ótrúlega tækni og þægindi, ásamt hagnýtum hlutum eins og þakbogum sem snúast til að verða þverbitar og þriðju sætaröð sem hægt er að fjarlægja.

Mikið hrós:

  • MG ZS EV
  • Suzuki S-Cross

Sunday Times fjölskyldubíll ársins 2022: Kia Sportage

Fjölskyldubílar eru til í mörgum stærðum og gerðum, allt frá hefðbundnum fólksbílum til stationbíla, sportjeppa og fjölnotabíla (MPV), en það sem dómarar Sunday Times voru að leita að var farartæki sem einkennir þægindi, hagræði, hagkvæmni og sveigjanleika betur en nokkur annar – þetta varð að vera alvöru „fjölvirkur bíll“.

Kia Sportage er ekki bara frábær á öllum þessum sviðum heldur býður hann einnig upp á háþróaða tækni og sker sig virkilega úr hópnum hvað varðar hönnun.

Mikið hrós:

  • Kia Niro
  • Mercedes-Benz EQB

Ævintýrabíll ársins: Land Rover Defender 130

Við höfum séð þriggja dyra Defender 90, fimm dyra 110 og Hard Top vinnubílinn. Nú kemur sá stóri: Land Rover Defender 130.

Verðlaunin „Ævintýrabíll ársins“ viðurkennir bíla sem geta farið á öfgakennda staði og náð þeim stöðum sem aðrir komast ekki, en dómararnir voru líka að leita að farartækjum með stíl, áræðni og eftirsóknarverðu notagildi.

Bíllinn byggir á hinni frábæru nýju Defender formúlu, 130 bætir við enn meiri burðargetu á sama tíma og hann heldur hæfileikanum til að fara hvert sem er sem er.

Mikið hrós:

  • Morgan CX-T
  • Jeep Compass

Borgar- / smábíll ársins: Toyota Aygo X

Borgarbílar sanna að stór þýðir ekki betra, með fyrirferðarlítil hlutföll, glæsilegan meðfærileika og skilvirkar aflrásir.

Toyota Aygo X hefur alla þessa hluti en heillaði dómarana líka hvað varðar hagkvæmni og stíl, með frábærri akstursstöðu og örlítið aukinni aksturshæð, sem gerir honum kleift að takast á við ýmsa hluti og sigra hverja holu.

Mikið hrós:

  • Fiat 500e
  • Skoda Fabia

Lítill jeppi / Crossover ársins: Kia Niro

Það er erfitt að skera sig úr hópnum í vinsælasta bílaflokknum í Bretlandi en Niro hefur náð miklum árangri með samsetningu ánægjulegra aksturseiginleika, framúrskarandi smíðagæða og fjölda rafknúinna aflrásarvalkosta, sem hefur hjálpað til við að halda rekstrarkostnaði lágum.

Þessi nýja gerð, sem kom á markað á þessu ári, bætir tegundina á öllum þessum sviðum með tvinn-, tengitvinnbílum og hreinum rafknúnum útgáfum sem kaupendur geta valið um auk tækni sem venjulega tengist stærri og glæsilegri farartækjum.

Mikið hrós:

  • Toyota Yaris Cross
  • Genesis GV60

Stór jeppi ársins: Range Rover

Range Rover er meira en 50 ára gamall og nýja útgáfan, sem kom á markað á þessu ári, er fimmta kynslóð hans. Upprunalega hlutverk hans var að vera hinn fullkomni lúxus torfærubíll og með hverri nýrri gerð hefur hann orðið enn meiri lúxus, hátæknilegri og eftirsóknarverðari.

Hæfni Range Rover 2022 til að koma farþegum sínum á afskekkta staði með fullkomnum þægindum er áhrifameiri en nokkru sinni fyrr, sérstaklega í SVAutobiography formi, en dómarar okkar tóku einnig eftir bættri veghegðun hans og lipurð með uppfærðri fjöðrun og fjórhjólastýri.

Dómaranir voru líka hrifnir af sléttu útlitinu og þeirri staðreynd að tengitvinnbíllinn er með glæsilega rafmagnsdrægni upp á 113 km.

Mikið hrós:

  • BMW iX
  • Land Rover Defender

Framleiðandi ársins: Kia

Framleiðandi ársins að mati Sunday Times hlýtur að vera sá sem hefur ekki bara séð árangursríkt ár hvað varðar sölu heldur einnig framleitt fjölda nýrra og nýstárlegra farartækja sem hjálpa til við að breyta skynjun á vörumerkinu.

Þetta var erfitt val þar sem fjöldi bílaframleiðenda er á mikilli siglingu núna, en Kia þótti af dómurum hafa náð einkunninni með leiðandi hönnun, frábæru úrvali nýrra gerða undanfarna 12 mánuði, þ.m.t. EV6, Xceed, Niro, Sportage og sjö sæta Sorento og nýr rafknúinn bíll á leiðinni í formi EV9.

Mikið hrós:

  • Hyundai
  • Vauxhall

Sprækur hlaðbakur ársins: Audi RS3

Sprækur hlaðbakur eða „Hot hatch“ er ein fjölhæfasta tegund bíls á markaðnum, jafn duglegur að ná tökum á skólaakstrinum og erfiðustu beygjunni („Copse-horninu“) á Silverstone-brautinni. Þeir þurfa að vera fljótir, kvikir og já, dálítið seigir þegar þú vilt að þeir séu það, en líka færir um að fara um bílastæðahúsið á mörgum hæðum með fullt af innkaupapokum.

Þeir gætu verið að falla í ónáð hjá umhverfisverndarsinnum en sem betur fer er enn mikið úrval á markaðnum og valið okkar – nýr Audi RS3 – er allt sem lýst er hér að ofan í klókinni hátækni, 0-til-100 km/klst á 3,8 sek, með byggingargæði svo góð að þú gætir svarið að hann væri höggvinn úr graníti.

Mikið hrós:

  • Hyundai i20N
  • Ford Fiesta ST

Draumabíll ársins: Ferrari 296 GTB

Þessi flokkur nær yfir þær mest spennandi gerðir sem kaupendur eiga mögueika á að kaupa – hágæða, handsmíðaða bíla sem meirihluti kaupenda getur aðeins látið sig dreyma um að eiga … nema sem veggspjald á svefnherbergisvegginn.

Dómarar okkar höfðu úr ýmsu að velja hvað varðar ofurlúxusbíla og ofurbíla en Ferrari 296 GTB var dæmdur verðugastur verðlaunanna í ár, þar sem nýja V6-vélin og rafmótor samsetning hans, þó að hún sé á mörkum þess að vera yfirþyrmandi en samt einstaklega nothæf á kappakstursbraut og venjulegum akvegi. Þetta er gerð sem tryggir skemmtun án þess að öll „dramatíkin“ sem tengdist ofurbílum forðum daga sé til staðar – flottur bíll til daglegrar notkunar.

Og samt svo dásamlega fallegur að þú gætir læst hann inni og bara verið sáttur við að horfa á hann.

Mikið hrós:

  • Nýr Lamborghini Countach
  • Lamborghini Huracan Tecnica

Sportbíll ársins: Lotus Emira

Þú gætir haldið að niðurskurður, heimsfaraldurinn og nú lífskostnaðarkreppan myndi þýða að sportbílar myndu láta í lægra haldi fyrir hagnýtari gerðum, en dómararnir höfðu samt fullt af bílum til að skoða í þessum flokki.

Bíllinn sem þeir völdu – Lotus Emira – er ekki bara frábær í akstri heldur markar hann einnig nýjan kafla í sögu framleiðandans sem síðasti bensínbíllinn hans. Og þó að Lotus hafi góða sögu um að búa til sannkallaða „sportbíla“, markar Emira risastökk fyrir vörumerkið hvað varðar tækni, þægindi og fágun.

Sannarlega frábær „svanasöngur“ fyrir tímabil hefðbundinna brunavéla hjá Lotus og loksins á Porsche Cayman sér keppinaut.

Mikið hrós:

  • Porsche 718 GT4 RS
  • Toyota GR86

Hundavænn bíll ársins: Mini Clubman

Mini Clubman, sem núna er í vali hjá Sunday Times Motor Awards, hefur verið krýndur „hundavæni bíll ársins“ annað árið í röð.

Þetta er enn sami bíllinn, með sömu frábæru eiginleikana fyrir vini okkar, þar á meðal lága hæð upp í skottið, gagnlegan hundapakka og handhægar skiptar afturhurðir.

En við viðurkennum líka á þessu ári nýja tengingu milli Mini og „Dogs Trust“. Þó að margir framleiðendur séu nú með gæludýra- eða hundapakka, gefur ný tengsl Mini við góðgerðarsamtökin fyrir hunda merki um viðeigandi skuldbindingu við bílakaupendur sem eiga hunda.

Mikið hrós:

  • Jeppi Wrangler
  • Vauxhall Astra ST

Bíll ársins að vali lesenda: Kia Sportage

Við bjuggum til styttri útgáfu af lista og lesendur kusu í tugþúsundum til að velja uppáhalds bílinn sinn af sex bíla listanum okkar.

Það var klár sigurvegari, valinn af meira en þriðjungi lesenda Driving.co.uk, The Sunday Times og systurblaðinu The Sun: Kia Sportage.

Hinir bílarnir sem voru á forvalslistanum:

  • Dacia Jogger
  • Vauxhall Astra
  • Tesla Model Y
  • VW ID Buzz
  • Lotus Emira

Sunday Times Fyrirtækjabíll ársins 2022: BMW i4

Þessi nýju verðlaun fyrir árið 2022 viðurkenna þá staðreynd að fyrirtækisbílar eru næstum 50% af heildarmarkaðnum.

Viðskiptabílstjórar meta ýmislegt en efst á listanum er skattasparnaður og hinn hreinn rafknúni BMW i4 passar svo sannarlega við í þeim efnum. En jafn mikilvægt fyrir dómarana okkar var að þrátt fyrir losunarlausa aflrásina heldur bíllinn óvenjulegum smíðagæðum BMW og aksturseiginleikum.

Mikið hrós:

  • Genesis GV60
  • Vauxhall Astra PHEV

Notaður bíll ársins: Skoda Octavia

Sala notaðra bíla á Bretlandi jókst um 11,5% árið 2021 þar sem skorturinn á tölvukubbum og hálfleiðurum hélt áfram og bílaframleiðendur áttu í erfiðleikum með að búa til nýju bílana. Þrátt fyrir smá samdrátt á öðrum ársfjórðungi eru notaðir bílar enn gríðarlega mikilvægir þar sem framfærslukostnaður hefur hækkað og kaupendur leita að endingargóðum notuðum bílum.

Dómararnir okkar voru að leita að næstum nýjum bíl sem til er í talsverðu magni, með góðir hönnun og tækni, skilvirkri aflrás og fullt af hagnýtum eiginleikum á viðráðanlegu verði. Þar kom Skoda Octavia sterkur inn. Okkur finnst hann sérstaklega aðlaðandi sem skutbíll og, ef þú hefur efni á því, einnig með tengitvinndrifrásinni.

Mikið hrós:

  • Ford Fiesta
  • Toyota Corolla Hybrid

(grein á vef Sunday Times Driving)

Fyrri grein

Mikið þrekvirki að aka upp á Esjuna

Næsta grein

EQE gerir Hvalfjörðinn enn fegurri

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Næsta grein
EQE gerir Hvalfjörðinn enn fegurri

EQE gerir Hvalfjörðinn enn fegurri

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.