Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 19:44
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Benz G-jeppinn fær uppfærslu

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
26/01/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
269 18
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Benz G-jeppinn fær uppfærslu

Nýr 2022 Mercedes-Benz G-Class sást við vetrarprófanir og búist er við „léttri hressingu“

Mörgum finnst þetta vera flottasti jeppinn – öðrum finnst hann ljótur – hvað sem öllum finnst þá er verið að „hressa hann við“ þessa dagana.

Vefur Auto Express segir okkur frá því að andlitslyft útgáfa af hinum öfluga Mercedes G-Class eigi að koma á árinu (2022) og lítur út fyrir að hún fái létta endurnýjun á undan fyrsta rafknúna G-Class-jeppa vörumerkisins – sem heitir EQG – sem á að koma árið 2024.

Njósnaljósmyndari Auto Express tók þessar myndir af andlitslyftingu G-Class í vetrarprófunum og lítur hann út í stórum dráttum eins og núverandi hönnun.

Búist er við að önnur kynslóð þýska jeppans verði að mestu óbreytt hvað ytri hönnun varðar.

Margt enn lítið breytt frá upphafinu 1979

Núverandi kynslóð Mercedes-Benz G-Class kom á markað árið 2018 og skartar mörgum eiginleikum og útlitseinkennum frá upprunalega bílnum frá 1979 ofan á glænýjum undirvagni.

Hann er með sömu kassalögun, einkennandi hurðarhandföng fyrir jeppa, utanáliggjandi hurðarlamir og varadekkið sem fest var á afturhurðina. Vinsældir hans hafa aldrei verið meiri, en yfir 40.000 seldust á heimsvísu árið 2021.

Búist er við smávægilegri endurbót á fram- og afturstuðurum í þessari andlitslyftingu á miðju skeiði gerðarinnar og LED afturljósin að aftan gætu fengið uppfærslu líka.

Hins vegar er búist við að helstu breytingarnar verði í farþegarými og undir vélarhlífinni, sérstaklega þegar kemur að flaggskipsgerð Mercedes-AMG G 63.

Endurbætur í innanrými

Að innan mun innréttingin loksins fá nýjustu útgáfuna af MBUX upplýsinga- og afþreyingarhugbúnaði Mercedes, þar sem G-Class er sá eini innann fjölskyldunnar sem er án hans.

Ekki er vitað á þessu stigi hvaða aðrar breytingar verða gerðar en ólíklegt þykir að þýska merkið muni endurhanna miðjustokkinn algjörlega til að hýsa stærri snertiskjá eins og er að finna í nýjustu S-Class, C-Class og SL Roadster, þar sem G-Glass notar sinn eigin sérsniðna skjá, enda er bíllinn byggður grind en ekki MRA2 grunninum sem fólksbílarnir eru byggðir á.

Þess í stað verður áherslan lögð á nýjan hugbúnað, nýja virkni og uppfærðan rofabúnað, þar á meðal snertinæma púða í stað eldri snúningstakkanna sem er að finna í núverandi bíl, og uppfært úrval af innréttingum sem kaupendur geta valið úr.

Að sögn Auto Express munu vélar fyrir breska markaðinn haldast við núverandi framboð af 3,0 lítra 400d dísilgerð með forþjöppu og 577 hestafla AMG-G 63 útgáfu, hugsanlega uppfærð til að innihalda 48 volta milda tvinnútgáfu af 4,0 lítra V8 túrbó AMG, eins og fyrirfinnst í nýjustu E 63 fólksbílunum.

Mercedes mun einnig nota þessa andlitslyftingu sem tækifæri til að kynna upphækkaða gerð með enn meiri torfærugetu.

Njósnarar hafa séð 4×4 tilraunabíla með meiri getu af G-Class allt aftur til sumarsins 2020.

Síðasti áður en allt verður rafmagnað?

Þessi endurbót á G-Class eins og við þekkjum hann gæti verið sú síðasta sinnar tegundar áður en rafmagnsútgáfan kemur.

EQG hugmyndin var fyrst sýnd almenningi á bílasýningunni í München árið 2021 og státar af endurnýjaðri hönnun með nokkrum sérstökum eiginleikum eins og óhefðbundinni ferhyrndri „varadekksfestingu“ að aftan.

(frétt á vef Auto Express)

Fyrri grein

Marvel spáir glimrandi framtíð

Næsta grein

Sendibílar frá Rússlandi á evrópska vegi

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

Næsta grein
Sendibílar frá Rússlandi á evrópska vegi

Sendibílar frá Rússlandi á evrópska vegi

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.