Föstudagur, 10. október, 2025 @ 9:33
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Båstnäs: Þar sem náttúran hefur gert bílana græna

Malín Brand Höf: Malín Brand
20/04/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
267 18
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Båstnäs heitir staður í Årjäng í Svíþjóð. Hann er alveg við landamæri Noregs og aðeins rúma hundrað kílómetra frá Osló. Þar er einhver áhugaverðasti bílakirkjugarður álfunnar og hann er grænni og eldri en flestir slíkir garðar.

Gamli bær bræðranna Ivansson. Ljósmynd/Unsplash.com

„Här slutar allmän väg“ stendur á skilti áður en komið er að Båstnäs og það er ekki að furða að þjóðvegurinn endi skammt frá þeim stað sem bílarnir enduðu sína vegferð. Í bílakirkjugarðinum sem um ræðir eru um 1000 bílar en flestir eru þeir frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar.

Áður en lengra er haldið inn í skóginn í Båstnäs er rétt að skreppa rúm sjötíu ár aftur í tímann.

Klóku bræðurnir Rune og Tore Ivansson

Bræðurnir Ivansson byrjuðu með „bílapartasölu“ í kringum 1950. Þetta var ekki formleg partasala eins og við þekkjum þær í dag en bræðurnir keyptu bíla, hlutuðu þá niður og seldu megnið af hlutunum hinum megin við landamærin, þ.e. að segja í Noregi.

Mikill skortur var á flestu í Noregi eftir seinna stríð og nánast ógjörningur að nálgast varahluti í landinu. Staðsetningin í Båstnäs var kjörin og yfir landamærin fóru varahlutirnir.

Raunar var það svo að í Noregi voru lög um vélknúin ökutæki mjög ströng og ef ég hef skilið þetta rétt þá voru dýrir bílar fluttir inn í pörtum og þeir settir saman þegar komið var yfir landamærin. Þannig mátti fara í kringum lögin því það var víst í lagi að sækja bílaparta yfir til Svíþjóðar þó að vesen væri að flytja inn bíla í heilu lagi.

Þarna er komin skýringin á fjölda bílapartasala í Svíþjóð alveg upp við landamæri Noregs.

Bræðurnir Rune og Tove Ivansson bjuggu á sveitabæ í skóginum, tóku bíla í sundur (einkum ameríska) og höfðu það ágætt. Partasölunni var formlega lokað árið 1970.

Íbúar bílanna og friðsæld skógarins

Náttúran og bílarnir virðast hafa gert nokkurs konar samkomulag á þessari landræmu í Båstnäs. Á fimmtíu árum hefur náttúran pakkað bílunum inn í mjúka sæng mosans og í skjóli trjánna og annars gróðurs hafa gömlu „grænu“ bílarnir orðið að híbýlum fyrir smáfugla.

Friðsæll skógurinn í Båstnäs. Mynd/Unsplash.com

Í dag er svæðið í eigu barna Rune Ivarsson en bræðurnir Rune og Tore dóu fyrir fáeinum árum.

Systkinin Thomas og Pia leyfa ferðalöngum að skoða sig um í bílaskóginum og taka myndir en það er að sjálfsögðu bannað að nema nokkuð á brott þaðan.

Fjöldi bóka hafa verið skrifaðar um þennan sérstaka stað og er ekki óalgengt að ljósmyndarar og bílaunnendur ferðist langar leiðir til að skoða þetta svæði og safna heimildum um heim sem eitt sinn var og spes stað þar sem tíminn stendur í stað, að plöntunum undanskildum.

Flestar myndirnar sem hér eru birtar koma úr grúppu á Facebook en hana má skoða hér.

Annað tengt tímanum og tímaleysi: 

Örlög gömlu Packard verksmiðjunnar

Bíllinn sem sökk með Titanic

Afleit hugmynd að grafa bílinn og geyma í hálfa öld

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.  

Fyrri grein

Festi Bronco í fjörunni og svo flæddi að…

Næsta grein

Nýr Audi Urbansphere hugmyndabíll

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Nýr Audi Urbansphere hugmyndabíll

Nýr Audi Urbansphere hugmyndabíll

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.