Austral kemur í stað Kadjar
Renault leitar eftir meiri áhrifum í lykilhluta markaðarins með þessum næsta minni sportjeppa, þar sem það færist frá litlum bílum
PARIS – Renault mun hætta með Kadjar-nafnið eftir eina kynslóð og tekur þá við lítill sportjeppi vörumerkisins. Ber sá nafnið Austral. Af þessu tilefni sendi Renault frá sér mynd af afturhleranum á væntanlegum Austral-sportjeppa.
Austral mun koma á markað á næsta ári, sagði Renault á mánudag, án þess að gefa upp neinar aðrar upplýsingar um nýju gerðina, nema að bíllinn yrði 4.510 mm langur, um 20 mm lengri en Kadjar.
Kadjar, sem er eiginlega systurgerð Nissan Qashqai, kom á markað árið 2015, en á undanförnum árum tókst ekki að halda bílnum í sæti á topp 10 í flokknum.
Nýja tegundarheitið er hluti af stefnu Renault, undir forstjóra Luca de Meo, að einbeita sér að fyrirferðarminni bílum frekar en litlum bílum, þar sem Renault er leiðandi í Evrópu en nýtur ekki góðs af hærri framlegð stærri gerða.

Auk Austral er Renault að setja á markað Megane E-Tech, fullrafmagnaðan minni hlaðbak, snemma árs 2022. Honum verður fylgt eftir með minni gerð 100% rafknúins sportjeppa til viðbótar við Austral. Austral mun að sögn vera hluti af nýrri fjölskyldu minni bíla, fáanlegur í fimm og sjö sæta útgáfum ásamt coupe og hugsanlega með öðrum nöfnum fyrir hinar gerðir yfirbygginga.
Bíllinn verður líka næstum örugglega fáanlegur með E-Tech tvinnkerfi Renault, sem fullblendings- og tengitvinngerð. Kadjar fæst ekki sem blendingur.
Núverandi sportjeppaframboð Renault inniheldur litla Captur, Kadjar, Arkana coupe og Koleos. Koleos er fluttur inn frá Kóreu og tengist Nissan X-Trail. Enginn sportjeppanna býður upp á sjö sæta möguleika.
Renault sagði að nýja nafnið, sem er dregið af latneska orðinu „australis“, sem þýðir suður eða suðlægur, „kallar fram líf og hita suðursins, friðsæla ánægju náttúrunnar, sem og víð opin svæði, sem geyma endalaus tækifæri”.
Vörumerkið sagði í sérstakri fréttatilkynningu að það hefði skrásett „Austral“ árið 2005 og að það hljómi vel á mörgum evrópskum tungumálum, þar á meðal frönsku (sem er mikilvægt fyrir vörumerki sem er stolt af uppruna sínum), spænsku, ensku og ítölsku.
„Alþjóðlegt nafn er fullkominn kostur fyrir ökutæki sem verður selt um alla Evrópu og víðar“, sagði Renault.

Kadjar-bíllinn fylgir samkeppninni í hinum ábatasama og vaxandi flokki minni sportjeppa í Evrópu, sem hefur notið góðs af skorti á tölvukubbum og hálfleiðurum þar sem bílaframleiðendur úthlutuðu hálfleiðurum freker til arðbærra gerða. Besta árið var 2016, fyrsta heila árið á markaðnum, þegar meira en 130.000 bílar af gerðinni Kadjar seldust í Evrópu.
Í þessum flokki sportjeppa var það Volkswagen Tiguan (116.845 í sölu) sem leiddi, nýlega endurkominn Hyundai Tucson (112.999) og Peugeot 3008 (109.842). Á sama tímabili seldust 26.495 Kadjar – og 48.478 í janúar-september 2020. Kadjar er smíðaður í Palencia á Spáni.
(Automotive News Europe)



