Áttunda kynslóð Golf er nú fáanleg með þriggja strokka bensínvél

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Áttunda kynslóð Golf er nú fáanleg með þriggja strokka bensínvél sem er 108 hestöfl

Volkswagen Golf 1.0 – litla þriggja strokka vélin sem gerir það gott í ýmsum öðrum bílum VW er núna einnig í boði í Golf.
Volkswagen Golf 1.0 – örugglega góður valkostur í hugum margra með minni vél.

Autocar fræðir okkur á því að Volkswagen hefur útvíkkað nýju áttundu kynslóð Golf með grunngerð sem notar turbó 1,0 lítra þriggja strokka bensínvél.

Nýjasta útgáfan af þessum sívinsæla bill sem var sett á markað fyrr á þessu ári og hefur verið fáanleg með 1,5 lítra túrbóbensínvél, 1,5 lítra mildum blendingum túrbóbensín og 2,0 lítra dísil.

1.0 TSI vélin er mikið notuð annars staðar í Volkswagen línunni og í Volkswagen samstæðunni. Í Golf framleiðir vélin 108 hestöfl og getur náð 0-100 km/klst á 10,2 sek., auk topphraða 202 km/klst.

Samkvæmt WLTP prófunarstaðlinum er eldsneytiseyðslan 4,76 til 4,41 lítrar á 100 km og CO2 losun 121-129g / km. Hann verður boðinn með sex gíra handskiptum gírkassa.

Samkvæmt fréttinni á Autocar verður 1,0 lítra vélin verður aðeins boðin í grunngeðirnni Life, sem er með 16 tommu álfelgur, sjálfvirk LED framljós, bílastæðaskynjarar og rafhitaða hurðarspeglar. Að innan er gerðin með 10.0 tommu stafrænan mælaborðsskjá og 10.0 tommu snertiskjá með upplýsinga- og afþreyingarkerfi. Þetta felur einnig í sér aðstoð ökumanns þar á meðal Car2X samskipti, skriðstilli og akreinaaðstoð.

Ofangreint á við um bílinn á markaði í Bretandi, og á þessari stundu er ekki vitað hvort þessi gerð verði fáanleg hjá Heklu.

Nýja grunngerðin er rétt um hundrað þúsund krónum ódýari í Englandi enn fyrri grungerð sem er með 128 hestafla fjögurra strokka 1,5 lítra túrbóbensínvél.

Minni hybrid-útgáfa af 1,0 lítra drifrásinni, sem verður með sjálfskiptum gírkassa, verður kynnt síðar.

Svipaðar greinar