Aston Martin afhjúpar nýtt AMB 001 mótorhjól, það fyrsta frá þeim
Þetta er aðeins ætlað fyrir keppni, takmarkað upplag, smíðað í samvinnu við Brough Superior Motorcycles
Aston Martin hefur tekið umbúðirnar af léttu keppnishjóli í takmörkuðu upplagi, sem kallast AMB 001, fyrsta mótorhjól þeirra, á EICMA í Mílanó, með myndum sem sýnir óljósan afturendan, samspil á formi og virkni sem er fyrsta útspilið í nýju samstarfi með enska hjólaframleiðandanum Brough Superior Motorcycles.

Hjólið er með tvöfaldan framgaffal og er keppnishjól sem er útkoma samstarfs hönnunar Aston og verkfræðiinga Brough Superior.

Það er innblásið af núverandi framlagi Aston á sportbílum fyrir miðlæagan mótor, kynnt í kappaksturslitum vörumerkisins Stirling grænum og lime með svörtum felgum, göfflum og bremsusamsetningum í bland við koltrefjar. Síðarnefndu efnið er notað í vængbarð, sem dregur hönnun sína frá hliðarútliti á Aston bílum og sem liggur ofan á hjólinu eftir lengd bensíntanksins, undir hnakknum og út að aftan.
Annað sem sækir hönnun sína til bílanna er sömu ofurléttu vængirnir úr ryðfríu stáli og eru á Valkyrie sem situr undir skúffu yfirbyggingarinnar á framendanum og tankinum. Það eru einnig loftaflfræðilegir vængir festir við framendann á hjólinu sem undirstrika S-kúrfuna að framan á Aston Martin til að beita niðurþrýstingi. Koltrefjaefni eru í yfirbyggingu og títan og hágæðaál eru annars staðar. Handsaumaður hnakkurinn er úr Oxfordbrúnu leðri.

Hjólið er knúið af V-mótor með tvær forþjöppur sem kemur hér fyrst fram á Brough Superior hjóli. Mótorinn gefur 180 hestöfl, þó að engar upplýsingar séu í boði um topphraðann. Þurr þyngd hjólsins er tæp 397 pund.
Aðeins 100 eintök verða framleidd í Brough Superior verksmiðjunni í Toulouse í Frakklandi. Byrjunarverð er 108.000 evrur (um 14,9 milljónir króna á núverandi gengi), að meðtöldum 20% virðisaukaskatti, og reiknað er með fyrstu afhendingum á fjórða ársfjórðungi 2020.
Umræður um þessa grein