Miðvikudagur, 17. september, 2025 @ 17:53
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Aston Martin afhjúpar Corgi módel í fullri stærð af DB5 bíl James Bond

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
02/09/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Aston Martin afhjúpar Corgi módel í fullri stærð af DB5 bíl James Bond

Flestir sem áhuga hafa á bílum þekkja hin vinsælu bílamódel frá Corgi, sem hafa glatt marga áratugum saman, en þessir lítlu bílar úr málmsteypu hafa verið þekktir fyrir að vera mjög nákvæm eftirmynd bílanna sem þeir sýna, og oft búnir mörgum smáatriðum sem virka.

Nú hefur ASTON MARTIN afhjúpað endurgerð í fullri stærð af hinni frægu gerð Corgi af DB5 frá 1965 úr James Bond myndinni Goldfinger.

Bíllinn er til sýnis í Battersea Power Station í London, og er tilgangurinn með þessu risavaxna leikfangi, að fagna þátttöku Aston Martin í Bond-myndum síðan Goldfinger kom út 1964, allt til þessa árs með myndinni „No Time To Die“. Var bíllinn afhjúpaður þann 31. ágúst sl., á sama tíma og stikla úr þessari væntanlegu Bond-mynd var gerð opinber.

Aston Martin DB5 Corgi leikfangabíllinn kominn í fulla stærð.

Kassinn, sem er 5,66 m langur, 2,7 m á hæð og 2,7 m á dýpt, hýsir einn af DB5 Goldfinger „framhaldsbílum“ Aston Martin, sem að sjálfsögðu er málaður í Silver Birch-lit eins og Bond-bílarnir.

Aðalstjórnandi Aston Martin á sviði hönnunar, Marek Reichman, afhjúpaði módelið ásamt Chris Corbould, samhæfingaraðila tæknibrellna í fjórtán Bond-myndum sem einnig hjálpuðu til við að búa til Goldfinger framhaldsseríuna.

Goldfinger „framhaldið“ er hluti af röð 25 DB5, sem smíðaðir eru af Aston Martin Works, minjasviði fyrirtækisins.

Hvert eintak er með „græjur“ sem virka eins og sást í Goldfinger, þar á meðal snúningsnúmeraplötur, skothelda hlíf að aftan, framlengingar að framan og vélbyssur sem hægt er að láta skjótast út í stað stefnuljósanna.

.303 Browning vélbyssurnar skjóta raunverulegum byssukúlum. Þó er þar ekkert sæti sem getur skotið þér upp í loft – þrátt fyrir að hægt sé að fjarlægja þakplötuna.

Goldfinger „framhaldsbílarnir“ eru heldur ekki löglegir í akstri á vegum – löggan hefur eflaust tilhneigingu til að horfa með athygli á snúningsnúmeraplötur – þannig að eigendur þurfa að takmarka aksturinn á Bond-bílunum við sína eigin landareign.

Komandi Bond-kvikmynd, „No Time To Die“, sem verður frumsýnd í Bretlandi 30. september, inniheldur heilan hóp Aston Martin-bíla, þar á meðal DB5, V8, DBS og væntanlegan Valhalla ofurbílinn. DB5 sem er á ferðinni í myndinni er hins vegar ekki upprunalegi Bond bíllinn.

Hvar hinn raunverulegi Goldfinger DB5 er, eins og hann birtist í myndinni frá 1964, er sveipað dulúð. Það var bandarískur kvikmyndasafnari sem keypti bílinn á tíunda áratugnum og síðan hvarf bíllinn úr flugskýli í Flórída árið 1997. Hann er enn týndur.

Litli Corgi-módelbíllinn af DB5 Bond með virkum græjum hefur reynst ótrúlega seigur og yfir 20 milljónir eintaka verið seld. Módelið er enn í framleiðslu.

Upprunaleg módel frá 1965 geta selst á allt að 500 pund.

James May, gestgjafi Grand Tour hjá Amazon Prime Video (og áður í Top Gear), skrifaði fyrir Sunday Times Driving og kallaði Corgi DB5 merkasta bílinn sem gerður hefur verið: „Barnæskan er mótandi og við sem elskum bíla elskuðum þá fyrst sem leikföng,“ sagði hann.

James May með Corgi James Bond DB5.

Marek Reichman sagði við kynninguna á „stóra módelbílnum“: „Það er mikill heiður fyrir okkur að marka upphafið að „No Time To Die“- herferðinni í dag með þessari spennandi afhjúpun. Samband Aston Martin við James Bond spannar áratugi og DB5 er án efa frægasti bíll í heimi eftir þetta 50 ára samstarf.“

„Að vinna með EON Productions og Chris Corbould við að smíða 25 eintök af DB5 Goldfinger „framhaldinu“ var sannarlega einstakt verkefni fyrir alla hjá Aston Martin. Nú er alveg framúrskarandi að vinna með Corgi – öðru merkilegu bresku vörumerki – og að sjá dáðasta bíl James Bond inni í stórum leikfangakassa í miðborg London er alveg magnað,“ sagði Reichman.

Sýningin við Battersea rafstöðina í London stendur til 1. október.

(frétt af vef The Sunday Times Driving)

Stikla úr nýju Bond-myndinni „No Time to Die“

Fyrri grein

VW fækkar bílum með handskipta gírkassa

Næsta grein

Opel kynnir rafmagns Astra-e

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Kia sýnir breitt úrval rafbíla á IAA Mobility í München

Kia sýnir breitt úrval rafbíla á IAA Mobility í München

Höf: Pétur R. Pétursson
10/09/2025
0

IAA Mobility er haldið dagana 8.–14. september í München, Þýskalandi. Ein stærsta sýning í heimi Kia kynnir víðtækt úrval rafbíla...

Sjötta kynslóð Renault Clio frumsýnd í München

Sjötta kynslóð Renault Clio frumsýnd í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/09/2025
0

Nýr Renault Clio byrjar ferskur með sportlegri hönnun og skilvirkari blendingadrifrás MÜNCHEN — Renault hefur tekið hreina nálgun á sjöttu...

Nýr Mercedes GLC frumsýndur í München

Nýr Mercedes GLC frumsýndur í München

Höf: Jóhannes Reykdal
09/09/2025
0

Nýr Mercedes GLC kemur fyrst á markað sem rafbíll í áskorun við BMW iX3 MÜNCHEN — Mercedes-Benz snýr aftur í...

Næsta grein
Opel kynnir rafmagns Astra-e

Opel kynnir rafmagns Astra-e

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

MG EHS PHEV – samspil fegurðar, þæginda og hagkvæmni

15/09/2025
Bílasagan

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

13/09/2025
Bílaheimurinn

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

11/09/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.