Fimmtudagur, 15. maí, 2025 @ 13:38
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Anna: „Ökuníðingurinn“ í konungsfjölskyldunni

Malín Brand Höf: Malín Brand
02/10/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 4 mín.
270 15
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Anna: „Ökuníðingurinn“ í konungsfjölskyldunni

Anna Bretaprinsessa er 72 ára gömul. Hún er ákaflega fær í öllu sem tengist hestum og hestamennsku. En eftir því sem hestöflunum fjölgar verður prinsessan hættulegri. Enda hefur hún verið svipt ökuréttindum oftar en einu sinni síðustu áratugina.  

Þó að móðir hennar, Elísabet heitin, hafi verið flinkur bílstjóri og meira að segja bifvélavirki eins og lesa má um hér, þá er síður en svo sjálfgefið að dóttirin sé líka góður bílstjóri. Reyndar virðist dóttir Önnu prinsessu líka varhugaverður bílstjóri sem hefur mátt sæta banni (missti t.d. réttindin í sex mánuði árið 2020) en það er önnur saga.

Elísabet, árið 1957, ekur sínum fína Dailmler á Royal Ascot veðreiðarnar ásamt þeim Karli og Önnu.

Þær mæðgur, Elísabet og Anna, deildu áhuga á bílum, hestamennsku og kappreiðum en margir myndu kjósa að Anna héldi sig bara við hestana og léti ökutækin alfarið eiga sig.

Mæðgurnar Elísabet og Anna fyrir tuttugu árum eða svo.

Skemmtilegast að skipa bílstjóranum að skipta

Í Morgunblaðinu þann 8. janúar árið 1991 birtist frétt um Önnu prinsessu og var hún þar kölluð ökuníðingur.

Skjáskot af fyrirsögninni í Morgunblaðinu í janúar 1991.

„Fregnir herma að Anna Bretaprinsessa sé ökuníðingur og hún hafi nú verið svipt ökuréttindum í mánuð eftir að hafa verið tekin fyrir of hraðan akstur. Áður hafði hún verið dæmd til að greiða sekt, en er hún ítrekaði brot sitt var skírteinið tekið af henni.

Anna er með bíladellu og eitt af því sem henni þykir hvað skemmtilegast að gera er að skipa bílstjóra sínum að setjast í farþegasætið fram í og setjast sjálf undir stýri og þenja síðan tíkina hressilega.

Það ætti að vera hægt að aka bíl hennar sæmilega greitt. Um er að ræða Bentley af nýjustu og fullkomnustu gerð með túrbóknúna vél. Anna situr ekki undir stýri úti í umferðinni, en er nær dregur heimili hennar í Gatcombe Park, skipar hún bílstjóranum að stöðva og fer sjálf undir stýri.

Er sagt að hún aki þröngar og fáfarnar göturnar til Gatcombe á slíkum ógnarhraða, að nágrannar gerðu lögreglunni viðvart. Fór hún þá á stúfana og fylgdist með og niðurstaðan var sú að Anna var sannarlega sek um vítaverðan akstur.“

Anna árið 2021. Mynd/Wikipedia

Síðan hefur atvikum fjölgað og sömuleiðis sektunum. Það má segja að Anna sé öflugur punktasafnari því hún hefur nokkuð oft fengið nógu marga punkta til að missa réttindin til skemmri eða lengri tíma.

Segir t.d. hér að hún hafi fengið fyrstu feitu sektina fyrir hraðakstur árið 1972, svo 1977, þá tvisvar árið 1990 því næst árið 2001 og já, ætli listinn sé ekki lengri hjá henni blessaðri? Það gæti verið.

Þessu náskylt:

Bifvélavirkinn Elísabet Englandsdrottning

Elísabet drottning og bílarnir

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Engin bifreiðaskoðun á Grænlandi í 23 ár

Næsta grein

Einstakt óhappamyndasafn Leslie Jones

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Einstakt óhappamyndasafn Leslie Jones

Einstakt óhappamyndasafn Leslie Jones

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.