Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 0:52
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Amma Önd hefur alla tíð ekið rafbíl

Malín Brand Höf: Malín Brand
29/08/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
288 3
0
139
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Amma Önd hefur alla tíð ekið rafbíl

Amma Önd eða Andrea, eins og hún heitir „fullu nafni“ á íslensku, hefur ekið um á rafbíl síðan Walt Disney kynnti hana til leiks árið 1943. Bíllinn sem um ræðir er af gerðinni Detroit Electric og var bíllinn sá vinsælasti rafbíllinn vestra þegar hann kom á markað fyrir tæpum 120 árum.

Þarna munaði mjóu!

Andabær er auðvitað ekki til á landakortinu en það skiptir ekki öllu máli. Andabær hefur nú betri strúktúr en margir bæir sem finnast á kortum. Félagi minn benti mér á skemmtilegan greinarstúf á dönsku útgáfu Quora og þar er fjallað um rafbíl Ömmu Andar.

Thomas A. Edison átti eins bíl og Amma Önd. Mynd/Detroit Electric Group

Bíll fyrir fínar dömur

„Það er engin tilviljun að Amma Önd aki um á Detroit Electric rafbíl, en bíllinn var annálaður dömubíll. Hann fékkst með gardínum, mjúkum plusssætum og blómavösum. Þeir voru kallaðir glerskápar á hjólum,“ segir á Andabæjarvefnum danska Andeby.dk.

Hér er 1915 árgerðin af Detroit Electric. Mynd/Wikipedia

Enn fremur segir þar að Amma Önd aki sjaldnast mjög hratt, enda komist rafbíllinn hennar ekki sérlega hratt. Detroit Electric komst rétt yfir 30 km/klst en það virðist alveg nóg fyrir Ömmu Önd sem best kann við sig heima á sveitabænum og fer einna helst með grænmeti, egg og tertur á sveitamarkaðinn. Þá er nú eins gott að aka ekkert of hratt.

Meira um bílinn

Þó að Amma Önd hafi verið kynnt formlega árið 1943 þá var hætt að framleiða Detroit Electric rafbílinn árið 1939. Frá 1907 til 1939 voru smíðuð 13.000 eintök af Detroit Electric og var drægnin alveg ótrúleg að mínu mati: Hann komst um 130 kílómetra á hleðslunni. Í einni prófun framleiðandans komst bíllinn 340 kílómetra á einni hleðslu, að því er fram kemur á Wikipedia.

Á undan þótt hægt færi: Númerið á bílnum er 1902 en framleiðsla á Detroit Electric hófst árið 1907.

Af hverju var hann vinsæll „dömubíll“?

Sem fyrr segir var Amma Önd ekki eina daman sem vildi aka um á Detroit Electric heldur voru dömur almennt hrifnar af þessum netta bíl. Ástæðan mun meðal annars hafa verið sú að ekki þurfti að hafa mikið fyrir að koma bílnum í gang.

Hann einfaldlega fór í gang en marga aðra bíla þess tíma þurfti að snúa í gang og það var ekki endilega spennandi kostur fyrir prúðbúnar dömur.

Hinn snotrasti bíll. Skjáskot/YouTube

Amma Önd er ekki eina fræga „persónan“ sem átti bíl af þessari gerð þótt hún sé vafalaust frægasta öndin. Thomas Edison átti Detroit Electric, John D. Rockefeller Jr. sömuleiðis sem og þær Mamie Eisenhower og Clara Ford.

Nokkur fjöldi Detroit Electric er til í dag og eru eintök á hinum ýmsu bílasöfnum. Má þar til dæmis nefna Forney samgönguminjasafnið í Denver, Colorado og belgíska safnið AutoWorld í Brussel. Sjálf sá ég eintak á Henry Ford safninu í Dearborn í  Michigan en virðist ekki hafa haft rænu á að taka ljósmynd af því!

Hins vegar hef ég tekið mynd af upplýsingaspjaldi við bílinn en það er hér:

Örlítið um rafbíla á Ford-safninu í Dearborn. Mynd/M. Brand

Þetta var sagan af bíl Ömmu Andar og ekki hika við að senda mér tillögur að umfjöllunarefni! Það er alltaf gaman að fá uppástungur frá lesendum!

Annað úr teiknimyndasögunum: 

Bílarnir 216 í Tinnabókunum

Og sitthvað um rafbíla fyrir margt löngu: 

Á blússandi ferð á rafbíl 1899

Hvenær var fyrsti rafbíllinn smíðaður og hvenær var fyrsti tvinnbíllinn smíðaður?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Sérstakt! Dekkin voru svo gott sem ónotuð

Næsta grein

Ekki alltaf auðvelt að vera sonur bílabraskarans

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
Ekki alltaf auðvelt að vera sonur bílabraskarans

Ekki alltaf auðvelt að vera sonur bílabraskarans

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.