Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 5:52
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Alrafmagnaður Range Rover Sport á leiðinni

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
17/10/2024
Flokkar: Bílaframleiðsla, Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
288 22
0
148
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

  • Nýr Range Rover Sport Electric sást í Þýskalandi þar sem verið er að undirbúa kynningu 2025
  • Rafknúni RR Sport verður einn af fjórum alrafmögnuðum bílum frá Range Rover sem koma á markað árið 2026

Breski bílavefurinn Auto Express er að segja frá því í dag að Range Rover Sport er við það að fá hreinan rafknúinn valkost og þeir hafi séð bílinní prófun þegar verið er að undirbúa bílinn fyrir kynnngu árið 2025. Þetta verður önnur rafknúna Range Rover gerðin, eftir að fullstóri rafmagns Range Rover kemur á næsta ári.

Það fer ekki á milli mála að þetta er frumgerð bílsins því hann er kyrfilega merktur: Prototype Vehicle

Þegar núverandi kynslóð Range Rover Sport kom árið 2022 fékk hann nýjan MLA-Flex grunn fyrirtækisins. Þessi sveigjanlega hönnun gerir ekki aðeins ráð fyrir mild-hybrid og plug-in hybrid aflrásum, heldur rafdrifnum líka – eins og við munum fljótlega sjá í formi Range Rover Electric.

Tveir aðrir alrafknúnir Range Roverar munu einnig koma árið 2026 og koma í staðinn sem rafbílar fyrir núverandi Evoque og Velar. Þessir tveir munu byggjast á Electric Modular Architecture (EMA) og verða byggðir í verksmiðju fyrirtækisins í Halewood, Merseyside. Stærri MLA-Flex bílarnir verða á sama tíma smíðaðir samhliða bensín-, dísil- og tengitvinnbílunum hjá Solihull.

Alrafknúnu Range Roverarnir ættu ekki að líta alltof öðruvísi út en hliðstæða þeirra með brunavélum – miðað við þessar nýjustu njósnamyndir. Fyrir utan nýtt, meira lokað grill, þá lítur Sport Electric frumgerðin sem Auto Express sá út óbreytt að framan. Til hliðar sjáum við bílinn keyra á setti af 22 tommu álfelgum og inni í bílnum er fullkomið veltibúr – sem bendir til þess að verið sé að prófa þennan bíl á Nurburgring kappakstursbrautinni.

Það er líka allt hefðbundið að aftan, þó að útstæð útblástursrörin sem þú færð í bensín- og dísilknúnum gerðum séu skiljanlega ekki til sýnis hér.

MLA-grunnurinn var hannaður með hreina raforku í huga svo við búumst ekki við að nýi rafhlöðupakkinn komi inn í farþegarýmið. Upplýsingar um rafhlöðuna fyrir nýja Range Rover Electric eða þessa Sport gerð hafa ekki verið birtar ennþá, þó að 800V hleðslubúnaður ætti að geta nýtt sér vaxandi net Bretlands af 350kW ofurhröðum hleðslustöðum. 10-80 prósent hleðsla gæti verið möguleg á 30 mínútum – jafnvel þótt Range Rover Sport Electric fái rafhlöðu yfir 100kWh að afkastagetu.

Range Rover hefur ekki rætt hugsanlegar drægnitölur fyrir allar rafknúnar gerðir sínar enn, þó að búist sé við tiltölulega stórri rafhlöðu í Sport Electric. Ekki búast við ótrúlegum tölum, miðað við 0,29 viðnámsstuðul og líklega háan eiginþunga stóra jeppans.

Sport Electric gæti samsvarað við beinlínuafköst bílsins með brunavél. Það er ekkert sagt um hvort Range Rover muni nýta sér rafmótora frá BMW – þrátt fyrir að fyrirtækin tvö hafi samið um að þróa saman rafdrifnar einingar árið 2019. Með eðlislægar torfæruhefðir Range Rover í huga, er er sjálfgefið að tvímótor settur upp í Sport Electric sem býður upp á fjórhjóladrif.

(Alastair Crooks – Auto Express)

Fyrri grein

Nýr Outlander PHEV – umhyggja fyrir hverjum sentimetra!

Næsta grein

Bílabúð Benna frumsýnir Torres EVX rafbílinn með milljón km rafhlöðuábyrgð

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Næsta grein
Bílabúð Benna frumsýnir Torres EVX rafbílinn með milljón km rafhlöðuábyrgð

Bílabúð Benna frumsýnir Torres EVX rafbílinn með milljón km rafhlöðuábyrgð

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.