Alpina B3 fólksbíllinn sem er byggður á 3-seríu BMW er með 302 kílómetra hámarkshraða

- B3 fólksbifreið BMW sérfræðinganna hjá Alpina var kynnt á bílasýningunni í Tókýó. Byggður á G20 BMW 3-seríu og fer frá núlli í 100 km/klst á 3,8 sekúndum.
- Hann er með 462 hestafla tvöfaldri túrbóútgáfu af nýjustu og flottustu BMW-sex strokka vélinni sem er pöruð við ZF átta gíra sjálfskiptingu.
Alpina er þekkt fyrir að taka bíla strax frá BMW verksmiðjulínunni, hækka frammistöðu þeirra og lúxus, smella undir þá setti af fallegum álfelgum og ferskri grænni, blárri eða brúnni málningu. Að þessu sinni hefur Alpina beitt sér að uppfærslu á nýjustu kynslóð 3-seríu BMW (G20).
Framendinn á B3 er miklu meira áberandi en venjulega nýja 3 serían sem hann byggir á.
Hann er með stærri loftinntök til að hámarka loftinntöku fyrir aukna kælingu, og auðvitað er þar hið frábæra Alpina yfirbragð. Bíllinn sem var sýndur í Tókýó er með glæsilegu bláu lakki með málmlit og það mun var einnig til flottur grænn málmlitur.

B3-bíllinn skutlast á 100 km/klst á 3,8 sekúndum, tíunda úr sekúndu hraðskreiðari en Touring gerðin, og hún fer mest út í 302 km/klst. Þessar tölur nást í útgáfu Alpina af nýjustu sex-strokka BMW-gerðinni, sem hefur verið endurbætt með 3,0 lítra rúmtaki og tveimur forþjöppum til að framleiða 462 hestöfl og 516 lb-ft tog.
Fjórhjóladrifinn grunnur sem notaður er í B3 er fenginn úr xDrive kerfinu frá BMW sem gerir kleift að dreifa jöfnu togi til allra hjólanna með átta gíra sjálfskiptingu ZF. Reiknað er með að handskiptur gírkassi verði fáanlegur í nýja M3, og vonast er að Alpina taki vísbendingu og bjóði einnig upp hann í B3.
Alpina hefur uppfært fjöðrun G20 fyrir B3-gerðina með sportfjöðrum og stífari jafnvægisstöngum, ásamt breytilegri stýringu á höggdeyfum með Comfort, Comfort + og Sport stillingum. Aukið breytilegt kerfi sportstýringar gerir kleift að skipta á milli þessara þriggja stillinga.

Innréttingin er með týpískum Alpina-svip og er með öfundsverðu handverki innanhúss þar sem Alpina hefur auðvitað sitt eigið leðurverkstæði fyrir klæðningar í innanrýminu.
B3 fær handsaumað Lavalina leður Alpina hitað sportstýri, málmmerki í gólfmottur og á sætisbaki, hurðaþröskulda með Alpina-yfirbragði og framleiðsluplata með smíðanúmeri hvers B3.
Á vefnum velta menn því upp að þeir geti ekki beðið eftir því að sjá hvernig B3 muni verða í samanburði á móti næsta M3, sem enn þá á eftir að afhjúpa. Hins vegar mun vera vitað að nýi M3 mun nota sömu tveggja túrbínu vélina sem er 3,0 lítra sex strokka línuvélin sem er þegar í X3 M og X4 M jeppunum og er orðrómur um að keppnisútgáfa með um 500 hestöfl og venjulegt fjórhjóladrif verði toppurinn á pakkanum. Alpina B3 verður líklega fáanlegur frá og með næsta ári fyrir evrópska viðskiptavini.