Þriðjudagur, 20. maí, 2025 @ 16:34
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Álitlegur sjö sæta Dacia Jogger

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
16/09/2021
Flokkar: Bílasýningar
Lestími: 6 mín.
269 17
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter
  • Sjö sæta Dacia Jogger sameinar hagkvæmni fjölnotabíls og áhrif frá jeppahönnun, og tvinnbíll verður í boði í fyrsta skipti frá Dacia

Dacia frumsýnir í Munchen nýjan Jogger sjö sæta fjölskyldubíl, sem verður fyrsta blendingsútgáfan frá þeim.

Að sögn Dacia sameinar Jogger hagkvæmni fólksbíls, pláss fjölnotabíls og eðli jeppa. Þar sem verð er sagt verða frá um það bil 15.000 evrum, eða 2,26 milljónum króna á gengi dagsins í dag, þegar bíllinn kemur í nóvember á þessu ári, lítur út fyrir að Jogger verði ódýrasti sjö sæta bíllinn á markaðnum.

Þetta er mjög álitlegur bíll, en óvíst hvort eða hvenær hann kemur á markað hér á landi.

Við höfðum samband við BL, söluaðila Dacia á Íslandi, og þar á bæ fengum við þau svör að þeim fyndist bíllinn álitlegur, en engin ákvörðun lægi fyrir um hvort hann yrði til sölu hér á landi.

Góð veghæð og „jeppalegt“ útlit

Við höfum svo sem fjallað um Jogger hér á vefnum okkar, en þar sem við áttum þess ekki kost að vera á sýningunni í Munchen skulum við skoða þennan nýja bíl nánar með augum bílvefsins Auto Express. En fyrst vísum við í lýsingu framleiðandans sjálfs sem segir eftirfarandi um Jogger:

Dacia Jogger: Lengd skutbíls, stærð fjölnotabíls og útlit sportjeppa

Jogger er rúmlega 4,5 metrar á lengd sem gerir bílinn þann lengsta frá Dacia. Veghæðin er 200 mm frá jörðu. Jogger er, eins og allar væntanlegar Dacia gerðir, byggður á CMF-B grunni vörumerkisins.

Jogger verður í boði bæði 5 og 7 sæta.

Dacia Jogger: innrétting og hagkvæmni

„2,9 metra hjólhafið gerir ráð fyrir allt að sjö sætum, þó að Jogger verði einnig fáanlegur í fimm sæta útgáfu; við [blaðamaður Auto Express] könnuðum hversu mikið pláss væri í þriðju röð sjö sæta útgáfunnar og getum greint frá því að vel mun fara um fullorðna í öftustu sætunum,“ segir í grein Auto Express.

Hér má sjá fyrirkomulagið í bílnum með 3 sætaröðum.
Og hér með tveimur sætaröðum og hefðbundnu farangursrými aftast.

Rýmið í miðröðinni er svipað og þó ekki sé hægt að renna tvískiptum bekknum (60:40) til, þá er hægt að velta sætinu fram og bæta aðgengi að aftasta sætinu. Þetta er líka hagnýtur bíll með mikla lofthæð; 40 mm hækkun er á milli lofts fremri og aftari hluta í farþegarýminu.

Búið að velta öftustu sætaröðinni fram.
Og hér er búið að velta sætaröðum 2 og 3 fram.
Plássið er dágott í bílnum þegar aftasta sætaröðin er farin og búið að leggja aftursætin fram.

Önnur atriði sem auka notagildi eru t.d. aðfellanleg borð aftan á framsætum og innbyggðir þakbogar sem með fáeinum handtökum má breyta í þverboga.

Góðir þakbogar eru með þverbogum sem eru fengnir með því að snúa bogunum í 90 gráður.
Hér má sjá inn í bílinn að aftan án öftustu sætaraðarinnar.
En plássið er mun minna þegar aftasta sætaröðin er á sínum stað og í uppréttri stöðu.

Farangursrými er 213 lítrar með öll sjö sætin á sínum stað og fer upp í 712 lítra í fimm sæta stillingu með hámarks farmrými 1.819 lítra í boði með því að fjarlægja öftustu sætin (auðvelt mál, skrifaði blaðamaður Auto Express, þar sem hver stóll í þriðju röð vegur aðeins 10 kg), og leggja svo aðra röð niður.

Jogger býður upp á allt að 24 lítra geymslupláss hérr og þar í bílnum; í hanskahólfi, hólfum í hurðum (hver er með pláss fyrir eins lítra flösku) og lokuðu hólfi í miðjustokki, auk sex glasahaldara.

Dacia Jogger: vélar og aflrásir

1.0 lítra þriggja strokka túrbóvél Dacia verður eina vélin sem býðst sem til að byrja með, annaðhvort sem TCe 110 bensínvél eða TCe 100 Bi-Fuel.

Bensínvélin er 108 hestöfl og togið 200 Nm. Sex gíra beinskipting er í bílnum.

Bi-Fuel eldsneytisútgáfan er aðeins aflminni eða 99 hö og togið 170 Nm .

Stærri fréttir eru að Jogger verður fyrsti bíll Dacia með tengitvinnbúnaði árið 2023. Sá verður búinn 1,6 lítra bensínvél, tvöföldum rafmótor og 1,2kWh rafhlöðuuppsetningu. Þetta er sama vél og í Clio frá systurmerkinu Renault.

Það ætti að fara vel um bílstóra og farþega í framsætum á Jogger.

Dacia Jogger: útfærslur og hönnun

Frá upphafi verður Jogger fáanlegur í þremur útfærslum. Grunngerðin nefnist Essential, sú næsta Comfort og að lokum Extreme sem mun koma í takmörkuðu upplagi. Í Extreme útfærslunni eru meiri torfæruáherslur; svört klæðning utan um hjólboga og stuðara, sem og hlífðarplötur að framan og aftan. Jú, og 16 tommu svartar álfelgur eru líka hluti af Extreme útfærslunni.

Það er samsvörun við útlit Duster að framan, en sumt af hönnun Jogger þjónar einnig hagnýtum tilgangi. Til dæmis hámarka lóðrétt afturljósin breidd opsins á farmrýminu til að auðvelda að hleðslu stórra hluta.

Öryggistæknin er meiri en nokkru sinni fyrr, með sjálfvirkri nauðhemlun og sex loftpúðum sem staðalbúnað, en blindhornsviðvörun og bílastæðaaðstoð verða einnig fáanleg.

Dacia Jogger: afþreyingarkerfi og tækni

Jogger mun koma á markað með þremur mismunandi margmiðlunarkerfum eftir búnaðarstigi. Í fyrsta lagi er Media Control, sem er byggt í kringum snjallsímaforrit, sem varpar upplýsingum yfir á skjá á mælaborðinu. Þetta er einfalt viðmót sem stýrir leiðsögukerfi símans, miðlum og síma.

Næst er Media Display kerfið, sem bætir við átta tommu snertiskjá með Android Auto og Apple CarPlay, auk fjögurra hátalara hljómtækis.

Að lokum bætir Media Nav við innbyggðu leiðsögukerfi, auk þráðlausrar snjallsímatengingar, sex hátalara hljómtækis og tveggja USB tengja.

Búist er við fyrstu afhendingu á bílum í byrjun árs 2022, en Jogger Hybrid mun bætast við árið 2023.

Núna verðum við bara að sjá hvort þessi hagkvæmi fjölnotabíll muni koma á markað hér á landi.

(byggt á frétt á vef Auto Express – myndir frá Dacia og Auto Express)

Fyrri grein

Svona væri hinn fullkomni rafbíll

Næsta grein

Að leigja sér skriðdreka

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

Höf: Pétur R. Pétursson
16/05/2025
0

Land Rover við Hestháls heldur vorsýningu á helstu bílum sínum á laugardag, 17. maí milli kl. 12 og 16, þar...

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

Höf: Pétur R. Pétursson
16/05/2025
0

Hekla kynnir nýjan og glæsilegan Škoda Enyaq, nýtt og betra verð á Audi Q6, auk sértilboðs á Volkswagen ID.4 GTX. Nú...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Bílasýningin í Sjanghæ opnar með tolla Trumps og öryggi í aðalhlutverki

Bílasýningin í Sjanghæ opnar með tolla Trumps og öryggi í aðalhlutverki

Höf: Jóhannes Reykdal
23/04/2025
0

SHANGHAI - Reuters News - Helstu árlegar bílasýningar Kína eru orðnar sýningargluggi fyrir uppgang sífellt ódýrari rafbíla sem afkasta betur...

Næsta grein
Sinclair C5: saga rafbíls Sir Clive Sinclair

Sinclair C5: saga rafbíls Sir Clive Sinclair

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

BYD Sealion 7 – fágaður lúxus og kraftmikið tæknibúnt

19/05/2025
Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.