Mánudagur, 14. júlí, 2025 @ 18:05
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Algjör veisla fyrir rúntara

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
Flokkar: Bílasagan, Bílasýningar, Fornbílar
Lestími: 8 mín.
283 18
0
144
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu í Svíþjóð.

Hvernig kom til að þú fórst á Västerås Summermeet?

„Við í Krúser höfum alltaf haft mikinn áhuga á Power Big Meet, sem áður var haldin í Västerås, en hún flutti yfir til Lidköping árið 2017 eftir skipulagsdeilur við borgina. Þá ákváðu bílaáhugamenn í Västerås að stoppa ekki og stofnuðu sína eigin hátíð, Västerås Summermeet, sama ár. Mér fannst tilvalið að skella mér núna og sjá hvernig þessi nýja hátíð stæði sig – og það var ótrúleg upplifun.“

Hvernig var stemningin á staðnum?

„Þetta var algjör veisla fyrir bílaáhugafólk. Það voru um 5.000 bílar, aðallega klassískir amerískir, ásamt ótal sölubásum með varahluti, föt, skraut og alls konar bílatengda hluti. Það var líka tískusýning í anda fimmta og sjöttu áratugarins, rokkabillý hárgreiðslur og lifandi tónleikar með klassísku rokki – allt gert til að fanga þennan gamla ameríska tíðaranda.“

Var eitthvað sem stóð sérstaklega upp úr?

„Já, klárlega kvöldrúnturinn. Þegar kvölda tók fóru allir þessir bílar út á rúntinn í gegnum bæinn og það var eins og allt samfélagið tæki þátt. Fólk mætti með fjölskyldurnar, sátu meðfram götunum, keyptu sér góðan mat úr matarvögnum og horfðu á bílana aka fram og til baka langt fram á kvöld. Það er þessi stemning sem heillar mig mest – þegar bílamenningin verður hluti af samfélaginu.“

Hvernig lýsir þú þessari hátíð fyrir þá sem ekki þekkja hana?

„Þetta er svo miklu meira en bílasýning – þetta er risastór menningarhátíð. Svíar hafa ótrúlega mikla ástríðu fyrir klassískum amerískum bílum, og það er sagt að í Svíþjóð séu fleiri klassískir amerískir bílar á mann en í Bandaríkjunum sjálfum. Þessi sýning endurspeglar það algjörlega. Það koma bílar víðsvegar að, frá Þýskalandi, Noregi, Finnlandi, Danmörku og fleiri löndum, bara til að taka þátt.“

Hvað færir svona ferð ykkur í Krúser?

„Það skiptir miklu máli fyrir okkur að viðhalda tengslum við alþjóðlega bílamenningu og fá innblástur. Við í Krúser viljum halda þessum gömlu flottu bílum á götunni, skapa samstöðu meðal félagsmanna og efla tengsl við önnur klúbbfélög, bæði hér heima og erlendis. Svona ferð gefur manni ótrúlega orku og hugmyndir til að nýta í starfi klúbbsins.“

Myndir: Guðfinnur Eiríksson

Myndband: Guðfinnur Eiríkssson

Fyrri grein

Fiat kynnir mild-hybrid útgáfu af 500e

Næsta grein

Ford Ranger PHEV, örlítið fordómafull byrjun

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

ÍSBAND frumsýnir 33” tommu breyttan Jeep Grand Cherokee

ÍSBAND frumsýnir 33” tommu breyttan Jeep Grand Cherokee

Höf: Jóhannes Reykdal
30/06/2025
0

Frumsýningardagar 1.-3. júlí Dagana 1.-3. júlí mun ÍSBAND frumsýna 33” breytingu á Jeep Grand Cherokee Summit Reserve 4xe Plug-In-Hybrid. Breytingarpakkinn...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Nýr smart #5 frumsýndur á Íslandi

Nýr smart #5 frumsýndur á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
24/06/2025
0

Frumsýning laugardaginn 28. Júní kl. 12-16 í sýningarsal smart að Krókhálsi 11 Bílaumboðið Askja frumsýnir nýjan og alrafmagnaðan smart #5...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein

Ford Ranger PHEV, örlítið fordómafull byrjun

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Ford Ranger PHEV, örlítið fordómafull byrjun

13/07/2025
Bílasagan

Algjör veisla fyrir rúntara

12/07/2025
Bílaframleiðsla

Fiat kynnir mild-hybrid útgáfu af 500e

11/07/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.