Alfa Romeo fagnar 110 ára afmæli í dag

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Alfa Romeo fagnar 110 ára afmæli í dag

Í tilefni dagsins hefur Arese bílasafnið verið opnað aftur, stærra og flottara en áður.

Í ljósi þess að róðurinn í rekstri bílaframleiðslu getur alveg reynst þungur á stundum, sérstaklega þó þegar um er að ræða ítalskan bílaframleiðanda verður að segjast að það hlýtur að teljast til tíðinda að eitt slíkt hafi komist í gegnum fyrstu 100 árin og lifi enn.

Barningur Alfa Romeo frá því snemma á tuttugustu öldinni gerir þennan áfanga ennþá stærra afrek fyrir vikið.

Giulia GTA.

Í tilefni afmælisins mun Alfa safnið í Arese opna aftur með meira til sýnis en nokkru sinni áður. Gestir munu ekki bara sjá Giulia GTA opinberlega í fyrsta sinn heldur verða áður lokuð svæði verða opnuð. Þar má sjá um 150 Alfa bíla sem bæst hafa í safnið og eru hluti af einkasöfnum – hugmyndabílar eins og Caimano og Proteo ásamt Scrabble og Sprint 6C verða til sýnis.

Þar fyrir utan verða hlutar safnsins sem ekki hafa verið sýndir áður opnir almenningi – einsog Alfa bílar í lögguhlutverki og ekki aðeins við að elta Mini uppá Fiat byggingu!

En þetta er ekki allt. Alfa Romeo mun í tilefni af 110 ára afmælinu setja á markað nýtt rafmagnshjól hannað í anda Alfa Romeo Stile. Hjólið er Ducale hjól sem heitir e-MTB og er ansi flott.

Svipaðar greinar