Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:55
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Afleit hugmynd að grafa bílinn og geyma í hálfa öld

Malín Brand Höf: Malín Brand
15/04/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 7 mín.
278 9
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Árið 1957 fengu embættismenn í Tulsa í Oklahoma mjög sérstaka hugmynd. Þetta var á fimmtíu ára afmæli Oklahoma og var hugmyndin sú að grafa niður splunkunýjan bíl, Plymouth Belvedere, og varðveita hann neðanjarðar í hálfa öld. Árið 2007 skyldi hann koma upp á yfirborðið – eins og nýr!

Áður en bíllinn fór undir yfirborð jarðar var auglýsing á spjaldi við hlið hans þar sem sagði um það bil þetta:

„Og skyndilega er árið 2007 runnið upp.
Þessi 1957 Plymouth Belvedere Hardtop verður innsiglaður og settur í The Tulsa Golden Jubilee tímahylkið [time capsule] þann 15. júní 1957 (á SA horninu við dómshúsið í Tulsa).
Þú (eða afkomendur þínir) getur unnið þennan bíl með því að giska á hver íbúafjöldinn í Tulsa verður árið 2007.“

Þetta var sannarlega óvenjuleg aðferð til að vekja athygli á afmæli ríkisins en þannig var að bíllinn var gjöf frá framleiðandanum og nokkrum söluaðilum í Oklahoma.

Ýmsu var komið fyrir í bílnum, bæði í hanskahólfi og skotti, og má þar nefna innihald kvensnyrtiveskis, kassa af Schlitz bjór, róandi lyf, ógreidda stöðumælasekt, hárspennur, tyggjópakka, sígarettur, eldspýtur, regnhatt, ljósmyndir, peningaseðil og nokkra smápeninga. Af hverju? Jú, til þess að fólk gæti séð þessa hluti úr fortiðinni þegar bíllinn yrði grafinn upp árið 2007.

Spennan var mikil þegar bílnum var komið fyrir undir yfirborði jarðar árið 1957. Ljósmyndarar, kvikmyndatökumenn og fjöldi íbúa af svæðinu fylgdist með „jarðsetningunni“.

Hefði þolað kjarnorkuárás

Auk þessara hluta var settur í steypt hólfið (sem var 3.7 x 6.1 metra stórt) við hlið bílsins rúmlega 20 lítra tankur af bensíni og annar með vélarolíu; í þeim tilgangi að koma bílnum í gang árið 2007 ef svo vildi til að heimurinn hefði orðið uppiskroppa með jarðefnaeldsneyti í fjarlægri framtíð.

Til að tryggja að þessi glæsilegi bíll héldist í toppstandi þessa áratugi neðanjarðar var blöndu úr sandi og sementi sprautað í hylkið innanvert. Kann ég ekki að fara nákvæmlega með hvernig þetta var gert en í það minnsta var um eins konar neðanjarðarbyrgi að ræða og var það hannað til að þola kjarnorkuárás.

Það kemur nokkuð vel fram í þessu stutta myndbandi hvernig að þessu var staðið:

Niður fór bíllinn þann 15. júní 1957 og eins og sást í myndbandinu og á myndinni fyrir ofan var öllu pakkað svakalega vel inn. Vakti þetta nokkra athygli á sínum tíma en svo liðu árin og bronsskjöldurinn fyrir ofan bílinn var kannski það eina sem minnti á hann sem beið eftir framtíðinni.

Fortíðin kemur upp á yfirborðið

Árið 2007 var spennan mikil, enda gat enginn vitað hvernig árin fimmtíu höfðu farið með bílinn fína. Nokkru fyrir stóra daginn hófst undirbúningurinn og daginn fyrir formlega athöfn þar sem fortíðin kæmi upp á yfirborðið og „pakkinn opnaður“ var steypta hylkið sjálft opnað af sérskipuðum hópi manna.

Þeim brá allverulega þegar þeim varð ljóst að bíllinn var í 7.600 lítrum af vatni inni í hylkinu. Vatnið var 1.2 m djúpt. Þeir sem útbjuggu herlegheitin á sínum tíma höfðu lagt mikla áherslu á að hylkið stæðist tímans tönn og kjarnorkuárás ef út í það var farið, en ekki tekist að hafa það loftþétt. Þess vegna hafði vatn náð að seytla inn.

En jæja, þar sem bílnum hafði verið pakkað vandlega inn í plast bundu menn vonir við að hann væri ekki ónýtur eftir allt saman.

Vatninu var dælt út úr hylkinu og 15. júní 2007 rann upp. Plymouth Belvedere var lyft upp úr hylkinu eða hvað við viljum nú kalla þetta og án þess að tekið væri utan af honum var farið með bílinn í ráðstefnuhúsið í Tulsa þar sem bíllinn var afhjúpaður, sléttum fimmtíu árum eftir að hann hafði farið ofan í jörðina.

Lengst til hægri á myndinni má sjá bensín- og olíubrúsa sem fylgdu bílnum ofan í jörðina ef ske kynni að jarðefnaeldsneyti yrði uppurið árið 2007. Þá var í það minnsta „tryggt“ að hægt yrði að koma bílnum í gang.

Það reyndist deginum ljósara að ekki fór vel á því að geyma bíl neðanjarðar í hálfa öld. Hann var í hörmulegu standi. Einhvern veginn hékk hann þó saman en mjög margt minnti beinlínis á graut. Vonbrigðin voru töluverð.

En gleymum ekki að einhver átti að vinna bílinn. Sá sem komst næst því að giska, árið 1957, hver íbúafjöldi Tulsa yrði árið 2007 átti að fá bílinn í verðlaun. Raymond Anderson vann en því miður lést hann árið 1979. Því enduðu verðlaunin í „höndum“ systur hans sem árið 2007 var 100 ára gömul.

Til að gera langa sögu ögn styttri þá var sú hundrað ára gamla kona ekki í stöðu til að hugsa um bílinn en sendi hann þó til manna sem hugsanlega gætu eitthvað gert við ryðhrúguna sem bíllinn var orðinn að. Myndbandið hér fyrir neðan segir þá sögu:

Tíu árum síðar var bíllinn loks kominn á góðan stað en fjölmörg söfn afþökkuðu bílinn, þar á meðal Smithsonian safnið sem mun hafa sagt að það hefði verið álíka gáfulegt að taka við bílnum og að koma með svartadauða eða viðlíka plágu inn á safnið.

Í dag er bíllinn á Historic Auto Attractions Museum í Roscoe í Illinois og þar lýkur sögunni af bílnum sem var neðanjarðar í hálfa öld.

Fleiri greinar um bíla og tönn tímans: 

Bíllinn sem sökk með Titanic

Toyota-kirkjugarðurinn á hafsbotni

Gleymdi hvar hann lagði bílnum: Svo liðu 20 ár

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Var erfitt að vakna í morgun?

Næsta grein

9 vörubílar ultu á tæpri mínútu

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
9 vörubílar ultu á tæpri mínútu

9 vörubílar ultu á tæpri mínútu

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.