Uppúr 1950 þegar VW fór að flytja Rúgbrauðið yfir til Bandaríkjanna fór það náttla ekki framhjá Kananum. Um miðjan fimmta áratuginn hófu bandarísku bílaframleiðendurnir Ford, Chrysler og GM að þróa svipaða bíla og Rúgbrauðið frá Þjóðverjunum.
Bíllinn hér á myndunum er árgerð 1965. Um er að ræða Ford Econoline, Falcon Club Wagon. Falcon nafnið kom vegna þess að Ford notaði vélina úr þeim bíl í Econoline-inn.
.jpg)
.jpg)
.jpg)
Rúgbrauðið vakti áhuga
Svipað og með VW Rúgbrauðið voru allir amerísku bílarnir hannaðir með sömu vélar og höfðu verið settar í fólksbíla þeirra.
Í tilfelli Ford tóku þeir einfaldlega vélina úr Ford Falcon, hönnuðu síðan unibody pallbíl með framenda af F100 bíl.
Ökumannssætið var þannig yfir framöxlinum í litlu húsi en miklu plássi á pallinum. Snilldarbíll og ódýr í framleiðslu. Þessi bíll á myndunum með þessari grein er til sölu hjá RK Motors eins og svo margir flottir gamlingjar. Hann er reyndar merktur á vefnum að verið sé að ganga frá sölu enda ekki skrítið. Verðið um 50 þús. dollarar.
.jpg)
.jpg)
Ford Econoline var kynntur árið 1960, nánar tiltekið þann 21. september. Árið eftir kom Ford með þrjár útgáfur af bílnum á markað – sendibíl, pallbíl og sendibíl með sætum (Station Bus/Club Wagon).
.jpg)
.jpg)
.jpg)
Vélin frammí
Hinir amerísku bílaframleiðendurnir komu með svipaða bíla en það eru til dæmis Chevrolet Van, Dodge A100 og hinn evrópska Ford Transit.
Þar sem Econoline var frambyggður lá beinast við að vélin væri frammí en hún var sett á milli sætanna rétt fyrir aftan framöxulinn.
Reyndar kom þessi tilhögun í veg fyrir að nokkurntímann yrði sett í bílinn stór V8 vél.
.jpg)
.jpg)
.jpg)
Econoline var í upphafi búinn 85 hestafla (144 cu), sex strokka línuvél og var það standard vél í bílnum. Að auki var hægt að fá bílinn með 101 hestafla (170 cu), sex strokka línuvél.
Árið 1965 kemur stærri vél eða um 240 cu, sex strokka vél í gripinn og varð þá 170 cu vélin staðalbúnaður.
Fyrst kom Ford Econoline með þriggja gíra beinskiptingu sem staðalbúnað en síðan með fjögurra gíra Dagenham beinskiptingu frá 1963 en bíllinn var bara framleiddur í eitt ár með slíkum búnaði.
.jpg)
.jpg)
.jpg)
Vinsæll meðal Kanans
Annars var Ford Econoline með þriggja gíra sjálfskiptingu sem staðalbúnað og hægt var að fá bílinn sjálfskiptan í öllum vélarstærðum.

Vandamálið við Econoline var hversu léttur hann var að aftan. Við prófanir kom í ljós að bíllinn hafði tendensa til að missa grip á afturhjólin þegar hemlað var niður á talsverðum hraða.
Ford þyngdi því bílinn um tæp 100 kg. með fargi aftast undir hann.

Fyrsta kynslóðin af Ford Econoline var settur á markað í gegnum Kanada. Þá var bíllinn með merki Mercury líka.

.jpg)
.jpg)