Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 4:03
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Af hverju ek ég rafmagnsbíl?

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
30/10/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
282 18
0
144
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Af hverju ek ég rafmagnsbíl?

Er það vegna þess að mér er svo annt um umhverfið að ég get ekki hugsað mér að aka um á bíl sem puðrar út baneitruðum eldsneytisgufum og þar með hellingi af kolefni út í hreina loftið okkar?

Er það vegna þess að rafbílar eru núna næstum gefins vegna ívilnunar stjórnvalda sem hugsuð er til að flýta orkuskiptunum? Samt ætla stjórnvöld að hætta því á miðri leið í orkuskiptunum.

Er það vegna þess að bílar menga mest af öllu og þeir eiga eftir að skipta sköpum þegar á heildina er litið í loftslagsmálum?

Stóra svarið er nei og litla svarið líka. Ég ek um á rafmagnsbíl af því að það hentar mér betur sem bílnotanda.

Þeir eru fyrst og fremst hagnýtari, að mörgu leyti þægilegri og ekki síst eru þeir ódýrari í rekstri á flesta vegu.

Rafmagnsbílar þurfa öðruvísi viðhald en við höfum þekkt. Það besta er að þurfa ekki að koma við á bensínstöð til að fylla tankinn af rándýru jarðefnaeldsneyti.

Ég hef ekki komið inn á bensínstöð síðan ég festi kaup á mínum rafmagnsbíl nema til að kaupa mér kók og pulsu. Vinslitin við starfsfólk bensínstöðvarinnar í hverfinu mínu eru hætt að koma við mig enda læt ég stundum renna bílnum í gegnum þvottastöð sem er á gömlu bensínstöðinni.

Bíllinn þarf aldrei á smurstöð, hann fer ekki í þjónustuskoðun fyrr en eftir tvö ár frá afhendingu – óháð akstri segja þeir.

Eina sem er líkt með honum og gamla díseljálknum mínum eru dekkin. Ég kýs að aka um á sumardekkjum yfir sumarmánuðina en vetrardekkjum á vetrum.

Þau eru á svipuðu verði hvort sem þau eru notuð fyrir rafmagnsdrifinn bíl og bíl með brunavél.

Hvar eru bílar í breytunni?

Auðvitað þykir mér vænt um jörðina okkar, auðvitað vil ég minnka gróðurhúsaáhrifin, auðvitað vil ég sleppa við að kaupa jarðefnaeldsneyti. En það er einungis vegna þess að efnahagslega kemur það betur út fyrir mig sem bíleiganda. Um 27% af öllum kolefnisútblæstri heimsins kemur frá samgöngutækjum á jörðu skv. EPA, United States Environmental Protection Agency og ekki ljúga þeir. 41% af þessum samgöngutækjum eru einkabílar.

Hversu stórt er kolefnisspor rafbíls?

Þar eru nú menn ekki sammála. Sumir segja að til falli meira kolefni í heild við framleiðslu rafbíls ef litið er til heildarlíftímans.

Mér er svo sem alveg sama um það. Ég ek rafbíl af því að það hentar mér, það og er ennþá ódýrara en að aka bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Stóra málið er að manni langar ekki aftur á bíl með brunavél eftir að hafa notað rafbíl í smá tíma. Samt væri gaman að eiga einn dísel, bara til minningar.

Lithium sem notað er í rafhlöður rafmagnsbíla er bölvað eitur sem frekar erfitt er að framleiða. Það fer illa með jarðnæði, mengar vatnsbúskap og vinnslan mengar jarðsvæði.

Það er seinvirkt að framleiða lithium og það fer frekar illa með jarðnæði að rífa það upp úr jörðinni.

Aðalmálið er reyndar það að við hér á Íslandi erum ein af fáum jarðarbúum sem notum orku sem framleidd er með litlu sem engu kolefnisspori. Það er hins vegar fátítt í löndum heimsins en rafmagnsframleiðsla á talsverðan þátt í kolefnis útspýtingu í andrúmsloftið.

Megintilgangur með þessum pistli er sá að benda á að það er engin bein og breið braut í loftlagsmálum en margt smátt gerir eitt stórt. Hins vegar mun ég kaupa mér bíl sem hentar mínum efnahag best hverju sinni. Verður ekki að búast við að fleiri hugsi svoleiðis?

Fyrri grein

Þegar það þurfti að þvo dekkin

Næsta grein

Rafmagnaður Volkswagen ID.R

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Rafmagnaður Volkswagen ID.R

Rafmagnaður Volkswagen ID.R

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.