Laugardagur, 10. maí, 2025 @ 5:14
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Á sama bíl frá 1954 til æviloka

Malín Brand Höf: Malín Brand
29/08/2022
Flokkar: Fornbílar
Lestími: 5 mín.
270 17
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Á sama bíl frá 1954 til æviloka

Hér segir frá stórmerkilegri konu frá Normandí í Frakklandi. Hún keypti sinn fyrsta og eina bíl árið 1954. Bíllinn bilaði ekki í 66 ár og aldrei lenti bílstjórinn í árekstri.
Skjáskot/YouTube

Fyrir rétt rúmu ári síðan lést frönsk kona að nafni Yvonne Abgrall. Hún varð 96 ára og var frekar snjöll þegar kom að bílum. Hún náði bílprófinu í fyrsta kasti árið 1952 en beið með bílakaup í tvö ár. Þá var hún búin að safna sér fyrir splunkunýjum bíl. Fyrir 635.000 franka (um 15.000 evrur í dag) keypti hún Peugeot 203. Þann bíl átti hún það sem eftir var og engan annan bíl.

Yvonne heitin var frá Normandí og bjó í þorpinu Norolles (Calvados). Það var árið 1954 sem hún keypti bílinn og notaði hann á hverjum degi. Enda keypti hún bílinn til að nota hann. Hún var bóndi og þurfti bílinn til að fara með smjörið til kaupenda. Smjörið framleiddi hún sjálf og er gaman að geta þess að það mun hafa verið með því albesta gæðasmjöri sem hægt var að fá. En hvað um það!

Aldrei lenti hún í óhappi en í viðtali sem tekið var við Yvonne þegar hún var 94 ára sagðist hún oft vera stöðvuð af lögreglunni. Af hverju?

„Þeir eru svo hissa að sjá svona gamlan bíl. Biðja mig um að sýna þeim skráningarskírteinið og ökuskírteinið og svo vilja þeir bara spjalla. Þeir eru mjög almennilegir en stundum hugsa ég með mér að ég geti varla farið neitt án þess að vera stoppuð,“ sagði hún í viðtalinu sem lesa má hér.

Það er nú spurning hvort hafi vakið meiri forvitni; aldur bílsins eða aldur bílstjórans. En í þorpinu voru þau, bíllinn og bílstjórinn, vel þekkt.

Maður getur líka ímyndað sér að það hafi þótt dálítið sport að fá að sjá gamla ökuskírteinið en það var, þegar viðtölin birtust sem hér er vísað í, 70 ára gamalt.

Aldrei efaðist gamla konan um eigin hæfni til að aka bíl, enda aldrei lent í neinum vandræðum. En einhverjir aðrir höfðu dregið hæfni hennar í efa. „Ég stóð í dómsmáli árið 1992 því ég þótti ekki aka nógu hratt,“ sagði hún og virtist nú ekki ætla að gleyma þeim dónaskap!

Hún ók sannarlega á hverjum degi en aðeins stutta vegalengd í hvert skipti. Það skýrir hvers vegna kílómetramælirinn var í 140.000 árið 2019. Hún ók sem sagt stutt, hægt en örugglega.                            

Framleiðslu Peugeot 203 var hætt árið 1960 en hann var býsna vinsæll og á framleiðslutímabilinu (1949-1960) seldust hátt í 700.000 eintök. Bíllinn er ósköp fínn með leðursætum og svoleiðis en engum öryggisbeltum og kannski eins gott að sú gamla skyldi bara fara hægt.

Það hafði aldrei verið nokkurt vesen á bílnum, en mánuði fyrir viðtalið sem hér er vitnað í, komst bíllinn ekki í gegnum bifreiðaskoðun.

Bílinn hafði hún því geymt inni í skúr á meðan hún beið eftir varahlutum. Það kemur ekki fram í viðtölunum (kannski í myndbandinu neðst sem er reyndar á frönsku) en ég yrði ekki hissa ef hún hefði einmitt gert við bílinn sjálf.

Skjáskot/YouTube

„Jújú, það hefur nú gengið á ýmsu en þetta er góður bíll,“ sagði hún. Yvonne sagðist ekki með nokkru móti geta hugsað sér að aka nýjum bíl, því hún sagðist ekki þola „allt þetta plast og rafmagnsdót“. Myndbandið er frá France 2 og þarna var bíllinn kominn í lag og tímabært að bregða sér í bíltúr. Jú, þetta er á frönsku og þó maður skilji ekki endilega hvað sagt er þá er nú gaman að sjá þetta.

[Eins og fram kom í upphafi greinar lést Yvonne fyrir stuttu en það var í apríl 2021 og var hún þá 96 ára gömul. Hvað varð um bílinn veit ég ekki.]

Það er auðvitað bara ein Yvonne en hér eru nokkrar greinar um aðra karaktera:

Stal sögufrægum bíl en skilaði honum

Á líkbíl í skólann og buggy-bíl heim

Ekki alltaf auðvelt að vera sonur bílabraskarans

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Musk með sjálfkeyrandi Tesla fyrir árslok

Næsta grein

Sérstakt! Dekkin voru svo gott sem ónotuð

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

1971 Buick Riviera Boat Tail

1971 Buick Riviera Boat Tail

Höf: Pétur R. Pétursson
25/02/2025
0

1971 Buick Riviera Boat Tail er einstök og táknræn bandarísk bílahönnun sem kom fram á sjöunda áratugnum. Bíllinn var framleiddur...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Sérstakt! Dekkin voru svo gott sem ónotuð

Sérstakt! Dekkin voru svo gott sem ónotuð

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025
Bílaframleiðsla

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

02/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.