Föstudagur, 10. október, 2025 @ 5:02
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Á Land Rover er lífið ljúft

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
14/05/2023
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
354 26
0
182
DEILINGAR
1.7k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það var lagt snemma í hann í gærmorgun þegar heil hersing af Land Rover eigendum lagði af stað frá Olís við Rauðavatn en klukkan á slaginu níu fór strollan af stað, um 25 bílar. Leiðin lá í Bása uppí Þórsmörk.

Félagar í Íslandrover skoða sig um við Drumbabót.

Á leið í Þórsmörk

Veðrið var nú ekkert að þvælast fyrir hópnum en það ringdi á köflum eins og sagt er uns það ringdi stanslaust. Land Rover eigendur láta slíka smámuni sem veður hafa áhrif á sín plön og var stíft ekið og fyrsti stans var Hvolsvöllur.

Athygli vakti að ökumenn og farþegar voru margir hverjir uppáklæddir í íslenskan þjóðlegan fatnað. Lopapeysan var þema ferðar en flottir sixpensarar settu einnig svip sinn á samkunduna.

Einhverjir fengu sér kaffi en aðrir spjölluðu og viðruðu ferfætlingana.

Eftir stutt stopp var haldið í hann og ekið upp með Fljótshlíðinni að Drumbabót.

Farkostirnir eru fjölbreyttir hjá meðlimum Íslandrover klúbbsins.

Aldagamlir trjádrumbar

Drumbabót er á aurunum vestur af Auraseli í um 9 km fjarlægð frá Hvolsvelli. Á Drumbabót hafa alla síðustu öld verið að koma upp úr sandinum miklir trjábolir sem nú nýverið hafa verið rannsakaðir og eru taldir um 1.250 ára gamlir, eða frá því rétt fyrir landnám.

Þeir eru allir í lífstöðu og því er talið að skógurinn hafi eyðst í hamfarahlaupi og það líklega komið úr Kötlu. Einungis er jeppafært að Drumbabót en þar sem hver og einn ók á vel búnum Land Rover var það ekki vandamál.

Planið við Gluggafoss var bókstaflega troðfullt af Land Rover bílum.

Við mælum með því að þessi hringur sé ekinn ef stefnt er á skrepp upp í Bása en eftir Drumbabót var áð við Gluggafoss áður en hópurinn ók áleiðis upp í Bása.

Skemmtilegur hossingur

Vegurinn frá Seljalandsfossi og upp að Þórsmörk á þessum árstíma er frekar tofær yfirferðar, talsvert af grjóti og jepparnir fundu þokkalega fyrir því á leiðinni uppeftir.

Þessi hafði reyndar lítið fyrir því að fara yfir þessa sprænu!

Einhverjir léttu aðeins á dekkjaþrýstingi til að fá örlítið meiri mýkt.

Gamall en góður

Í hópnum var aldursforsetinn langur Series 3 bíll frá árinu 1969 en sá var upphaflega í eigu Bílaleigu Akureyrar og hefur munað tímana tvenna.

Sá gamli lét sér ekki muna um að fylgja þeim yngri eftir og lét engan bilbug á sér finna.

Örstutt stopp sem laus barki orsakaði stöðvaði þann gamla á leiðinni úr Þórsmörk en þá er nú gott að vera í samfloti með yfir tuttugu og fimm sérfræðingum í Land Rover fræðum – enda var verkefnið leyst á tíu tveimur og bílalestin rann ljúflega af stað aftur á leið í grillveislu.

Feðgarnir Árni Árnason sjúkraþjálfari og Árni Haukur Árnason, bifvélavirki og lögreglumaður.

Slegið upp veislu

Lokahnykkur ferðarinn var mæting í grillveislu hjá Gunnlaugi Gunnlaugssyni og Önnu Júlíusdóttur konu hans í sumarhúsi þeirra í nágrenni Hvolsvallar.

Gunnlaugur, Anna og börn þeirra eru Land Rover unnendur fram í fingurgóma en þau eiga bæði elsta Land Rover landsins og eintak af síðustu Defender bílunum sem framleiddir voru í fjöldaframleiðslu.

Hjónin eru höfðingjar heim að sækja og var boðið upp á gómsæta grillrétti, kaffi og kleinur og gosdrykki.

Meðfylgjandi myndir eru úr ferð dagsins en Bílablogg tók slatta myndöndum sem verið er að klippa saman til að segja sögu ferðar sem verður birt á næstu dögum.

Klúbbfélagar gæddu sér á gómsætum grillmat hjá þeim hjónum Gunnlaugi og Önnu.

Við hjá Bílabloggi þökkum samfylgdina á skemmtilegum degi með Íslandrover klúbbnum – bæði meðlimum og jeppum.

Myndir: Pétur R. Pétursson

Fyrri grein

Nýr sportbíll á leiðinni frá Honda?

Næsta grein

General Motors ætla að byrja endurkomu á Norðurlöndunum

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
General Motors ætla að byrja endurkomu á Norðurlöndunum

General Motors ætla að byrja endurkomu á Norðurlöndunum

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.