Á að fara yfir í parketið?

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Timbraðir bílar og annað sem stingur í augun ratar stundum á uppboð, einkum í Vesturheimi. Þar byrjuðu menn á því að fara með parketið út úr húsum og klína því utan á bíla. Enginn veit af hverju. Held ég.

Áður en hleypidómar og hroki fá að flæða hér óhindrað er rétt að birta úrvalið af timburlager uppboðshaldarans ACC Auctions í Bandaríkjunum sem trjáelskum stendur til boða þessa vikuna.

1950 Willys Station Wagon með „sterkri náttúrutengingu því viðarklæðning bílsins fær fólk til að leiða hugann að ljósum birkitrjám“ segir á síðu uppboðshaldarans. [Smellið á nafn bílsins til að fara á síðu uppboðsins. Til dæmis ef þið viljið bjóða í timburverkið].

Og svo er það 1955 Ford Country Squire Wagon

Af uppákomum fyrri uppboða: 

Ryðhrúga á hjólum?

Bíllinn, fíllinn í herberginu og stóri maðurinn

Sjáðu vanillugula Porsche sjeiksins í Kúveit

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar