Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 1:53
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ekkert lát á nýjum kínverskum bílum: Leapmotor kynnir C10, glæsilegan SUV

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
25/09/2024
Flokkar: Bílaframleiðsla, Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
297 23
0
153
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

  • Rafknúinn C10 kemur með 420 kílómetra drægni – og naumhyggja í fyrirúmi í hönnun
  • Um leið koma þeir með nýjan borgarbíl sem ber heitið T03 en það er ofursmár raflingur

Leapmotor er að taka stórt skref inn á Bretlandsmarkað á þessu ári með ofurlitla T03 borgarbílnum og nokkuð flottum C10 SUV. Verð í Bretlandi mun vera í kringum 6.600.000 íslenskar krónur og fyrstu afhendingar þar eru áætlaðar í desember næstkomandi.

Árið 2023 hóf Leapmotor samstarf við Stellantis. Eignarhlutur Stellantis er um 20% í fyrirtækinu.

C10 er 4.739 mm langur, 1.900 mm breiður og 1.680 mm hár og er því svipaður að stærð og BMW iX3, þó hann sé undir þeim þýska í verði. Nýr bíll kínverska vörumerkisins er einnig ódýrari en Toyota bZ4X, Nissan Ariya og Skoda Enyaq, sem allir eru minni en Leapmotor sportjepplingurinn.

Hér má sjá T03. Þetta er ofursmár rafbíll hugsaður til nota í borgum.

Rétt eins og rafknúni T03 borgarbíllinn mun C10 koma á markað með einni aflrás. Rafhlaða jeppans er 69,9kWh, sem gerir ráð fyrir 420 kílómetra drægni (skv. WLTP staðlinum). Ekki hefur verið tilkynnt um hámarks hleðsluhraða en Leapmotor segir að 30 til 80 prósent áfylling ætti að taka 30 mínútur.

Rafhlöðupakkinn er samþættur í undirvagn C10 með „Cell-to-chassis“ tækni Leapmotor. Hugmyndin er ekki aðeins að til bæta skipulag rafhlöðunnar og skapa pláss í farþegarými, heldur einnig að auka styrk bílsins.

Leapmotor heldur því fram að rafhlaða C10 hafi áætlaðan líftíma upp á meira en 560.000 kílómetra.

Fyrirtækið sagði áður að C10 yrði fáanlegur með tveimur aflrásum og þá fjórhjóladrifinn en í byrjunargerðinni er aðeins einn rafmótor á aflrás að aftan sem gefur 218 hestöfl og 320Nm togi. Það er nóg fyrir C10 til að fara úr 0 í 100 km/klst. á 7.3 sekúndum.

Ytri hönnunin er látlaus og slétt og líkist mörgum öðrum sportjepplingum, í hurðum eru hurðarhandföng innfelld en hjólaskálar aðeins BMW iX-líkar. Það er ljósastika í fullri breidd að framan og önnur að aftan, báðar með LED lýsingu.

Snið bílsins er dæmigert jepplingaaform með örlítið upphækkaðri vélarhlíf sem Leapmotor segir að sé hönnuð til að vernda gangandi vegfarendur.

Innrétting C10 verður að segjast Tesla-lík. Það eru skrunhnappar á stýrinu til að stjórna 14.6 tommu miðlægum snertiskjá og 10.25 tommu ökumannsskjá, en fyrir utan rúðustýringu eru engir sjáanlegir takkar í bílnum.

Skipulag mælaborðsins er einfalt, með langri láréttri línu fyrir loftop, ásamt tveimur bollahöldurum og þráðlausum hleðslupúða fyrir snjallsíma. Gírskipting er í stýrissúlunni og rafknúið panorama glerþak prýðir bílinn.

Þrátt fyrir talsvert eyðilegt farþegarými segir Leapmotor að C10 sé með 26 geymsluhólf: tíu að framan, tíu fyrir farþega að aftan og sex í farangursrýminu. Farangursrýmið er 435 lítrar með aftursætin uppi og 1.410 lítra með þau niðri.

Fyrstu bílar af C10 mun verða „lúxusbílar”, samkvæmt Leapmotor. Það felur í sér 20 tommu álfelgur, rafstillanleg sæti og hita í framsætum, tveggja svæða loftkælingu, 360 gráðu myndavél, 12 hátalara hljóðkerfi, rafknúinn afturhlera og hita í stýri.

Uppruni: Autoexpress

Fyrri grein

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Næsta grein

Monteverdi: Smíðaði fyrsta bílinn fyrir utan verkstæði föður síns

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Monteverdi: Smíðaði fyrsta bílinn fyrir utan verkstæði föður síns

Monteverdi: Smíðaði fyrsta bílinn fyrir utan verkstæði föður síns

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.